„Ætla sér að halda áfram að borga konum minna en körlum en þeim mun ekki takast það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 10:30 Megan Rapinoe of félagar í bandaríska landsliðinu hafa mikinn stuðning eftir sigur þeirra á HM í sumar. Getty/Al Bello Málamiðlun bandarísku landsliðskvennanna og bandaríska knattspyrnusambandsins skilaði engum árangri og því er ljóst að deilumál þeirra og kæra knattspyrnukvennanna endar í réttarsal. Leikmenn bandaríska landsliðsins kærðu knattspyrnusambandið sitt fyrir að borga þeim ekki jafnhá laun og bónusa og þeir borga leikmönnum karlalandsliðs þjóðarinnar. Krafa bandarísku fótboltakvennanna fékk mikinn hljómgrunn eftir frábæra frammistöðu þeirra á HM í Frakklandi í sumar og svo mikinn að nokkrar þingkonur lögðu meðal annars fram frumvarp um að íþróttasambönd Bandaríkjanna yrðu hér eftir að borga konum og körlum jafnmikið. Bandaríska sambandið hefur svarað með tölum um að þeir hafi borgað leikmönnum kvennalandsliðsins meira í heildina en leikmönnum karlalandsliðið. Bandarísku konurnar hafa unnið tvo heimsmeistaratitla í röð en karlarnir komust ekki á síðasta HM. Málamiðlun milli deiluaðila fór fram í þessari viku og átti þar að reyna finna lausn á deilunni svo að málið þyrfti ekki að fara fyrir dómstóla. Leikmenn bandaríska liðsins hafa nú komið fram og sagt að þessari málamiðlun sé lokið án árangurs.US women's soccer players say mediation talks with federation ended without resolution and dispute over equal pay will now head to jury trial https://t.co/sOqYuughW7 — CBC Sports (@cbcsports) August 15, 2019„Við komum vongóðar inn í málamiðlun vikunnar. Við höfum hins vegar ákveðið að enda þessar viðræður í dag enda mjög vonsviknar með bandaríska sambandið sem er áfram staðráðið að halda úti mismunun og órétti gagnvart leikmönnum kvennalandsliðsins,“ sagði Molly Levinson, talsmaður bandarísku leikmannanna í viðtali við CBC. Bandaríska sambandið segist hafa mætt í sáttahug en sakar leikmennina um alltof miklar kröfur og óárangursríka nálgun. Við metum okkar leikmenn að verðleikum og höfum alltaf sýnt það með því að borga þeim bætur og styðja betur við bakið á þeim en nokkuð annað samband í heiminum,“ segir í yfirlýsingu frá bandarísk knattspyrnusambandinu. Leikmenn bandaríska landsliðsins kærðu sambandið sitt í mars fyrir kynjamismun og næst á dagskrá eru réttarhöld. „Það er greinilega að bandaríska knattspyrnusambandið, þar á meðal stjórnin og forsetinn Carlos Cordeiro, ætla sér að halda áfram að borga konum minna en körlum. Þeim mun ekki takast það. Við viljum að allir stuðningsmenn okkar, styrktaraðilar, kollegar og allar konur út um allan heim viti að við erum hvergi smeykar og að við getum ekki beðið eftir að fara með þetta mál fyrir kviðdóm,“ sagði Molly Levinson. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Sjá meira
Málamiðlun bandarísku landsliðskvennanna og bandaríska knattspyrnusambandsins skilaði engum árangri og því er ljóst að deilumál þeirra og kæra knattspyrnukvennanna endar í réttarsal. Leikmenn bandaríska landsliðsins kærðu knattspyrnusambandið sitt fyrir að borga þeim ekki jafnhá laun og bónusa og þeir borga leikmönnum karlalandsliðs þjóðarinnar. Krafa bandarísku fótboltakvennanna fékk mikinn hljómgrunn eftir frábæra frammistöðu þeirra á HM í Frakklandi í sumar og svo mikinn að nokkrar þingkonur lögðu meðal annars fram frumvarp um að íþróttasambönd Bandaríkjanna yrðu hér eftir að borga konum og körlum jafnmikið. Bandaríska sambandið hefur svarað með tölum um að þeir hafi borgað leikmönnum kvennalandsliðsins meira í heildina en leikmönnum karlalandsliðið. Bandarísku konurnar hafa unnið tvo heimsmeistaratitla í röð en karlarnir komust ekki á síðasta HM. Málamiðlun milli deiluaðila fór fram í þessari viku og átti þar að reyna finna lausn á deilunni svo að málið þyrfti ekki að fara fyrir dómstóla. Leikmenn bandaríska liðsins hafa nú komið fram og sagt að þessari málamiðlun sé lokið án árangurs.US women's soccer players say mediation talks with federation ended without resolution and dispute over equal pay will now head to jury trial https://t.co/sOqYuughW7 — CBC Sports (@cbcsports) August 15, 2019„Við komum vongóðar inn í málamiðlun vikunnar. Við höfum hins vegar ákveðið að enda þessar viðræður í dag enda mjög vonsviknar með bandaríska sambandið sem er áfram staðráðið að halda úti mismunun og órétti gagnvart leikmönnum kvennalandsliðsins,“ sagði Molly Levinson, talsmaður bandarísku leikmannanna í viðtali við CBC. Bandaríska sambandið segist hafa mætt í sáttahug en sakar leikmennina um alltof miklar kröfur og óárangursríka nálgun. Við metum okkar leikmenn að verðleikum og höfum alltaf sýnt það með því að borga þeim bætur og styðja betur við bakið á þeim en nokkuð annað samband í heiminum,“ segir í yfirlýsingu frá bandarísk knattspyrnusambandinu. Leikmenn bandaríska landsliðsins kærðu sambandið sitt í mars fyrir kynjamismun og næst á dagskrá eru réttarhöld. „Það er greinilega að bandaríska knattspyrnusambandið, þar á meðal stjórnin og forsetinn Carlos Cordeiro, ætla sér að halda áfram að borga konum minna en körlum. Þeim mun ekki takast það. Við viljum að allir stuðningsmenn okkar, styrktaraðilar, kollegar og allar konur út um allan heim viti að við erum hvergi smeykar og að við getum ekki beðið eftir að fara með þetta mál fyrir kviðdóm,“ sagði Molly Levinson.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Sjá meira