Boðar nýjan stað í rými Skelfiskmarkaðarins Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 06:47 Ekki fylgir sögunni hvort nýi staðurinn muni einnig bjóða upp á skelfisk. getty/Yevgen Romanenko Vonir standa til að nýr veitingastaður muni opna í stað Skelfiskmarkaðarins, sem skellti í lás á Klapparstíg í upphafi árs, fyrir áramót. Búið er að taka innréttingar staðarins í gegn og standa viðræður yfir við einstakling sem hefur í hyggju að hefja veitingarekstur í rýminu. Skelfiskmarkaðurinn var opnaður við Hjartagarðinn í október á síðasta ári en var lokað í marsbyrjun. Alvarlegt nóróveirutilfelli kom upp á staðnum í nóvember síðastliðnum og hafði það merkjanleg áhrif á rekstur staðarins. Rýmið sem hýsti Skelfiskmarkaðurinn hefur staðið ónotað undanfarna mánuði en Pálmar Harðarson, eigandi og framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Þingvangs, boðar breytingu á því í Morgunblaðinu í dag. Eigendur húsnæðisins séu nú nærri því að ganga frá samkomulagi við einstakling sem ætlar sér að opna veitingastað í rýminu. Pálmar segist þó ekki vilja gefa upp um hvern ræðir, aðeins að um vanan rekstraraðila sé að ræða. Umræddur reynslubolti sé þó ekki með veitingastað í rekstri - „en er hins vegar með rekstur sem tengist þessu aðeins,“ eins og Pálmar orðar það við Morgunblaðið. Pálmar segir að mikið hafi verið lagt í innréttingar staðarins og að umtalsverður kostnaður hafi hlotist af þeim framkvæmdum. Engu að síður ætti nýr staður að njóta góðs af því og að á nýja veitingastaðnum verði hægt að bjóða upp á „ódýran mat í fallegu umhverfi.“ Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Vonir standa til að nýr veitingastaður muni opna í stað Skelfiskmarkaðarins, sem skellti í lás á Klapparstíg í upphafi árs, fyrir áramót. Búið er að taka innréttingar staðarins í gegn og standa viðræður yfir við einstakling sem hefur í hyggju að hefja veitingarekstur í rýminu. Skelfiskmarkaðurinn var opnaður við Hjartagarðinn í október á síðasta ári en var lokað í marsbyrjun. Alvarlegt nóróveirutilfelli kom upp á staðnum í nóvember síðastliðnum og hafði það merkjanleg áhrif á rekstur staðarins. Rýmið sem hýsti Skelfiskmarkaðurinn hefur staðið ónotað undanfarna mánuði en Pálmar Harðarson, eigandi og framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Þingvangs, boðar breytingu á því í Morgunblaðinu í dag. Eigendur húsnæðisins séu nú nærri því að ganga frá samkomulagi við einstakling sem ætlar sér að opna veitingastað í rýminu. Pálmar segist þó ekki vilja gefa upp um hvern ræðir, aðeins að um vanan rekstraraðila sé að ræða. Umræddur reynslubolti sé þó ekki með veitingastað í rekstri - „en er hins vegar með rekstur sem tengist þessu aðeins,“ eins og Pálmar orðar það við Morgunblaðið. Pálmar segir að mikið hafi verið lagt í innréttingar staðarins og að umtalsverður kostnaður hafi hlotist af þeim framkvæmdum. Engu að síður ætti nýr staður að njóta góðs af því og að á nýja veitingastaðnum verði hægt að bjóða upp á „ódýran mat í fallegu umhverfi.“
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31