Ísraelsk lögregla ruddist inn í bænastund Palestínumanna í Jerúsalem Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 11:20 Múslimar söfnuðust saman við moskuna til að ganga til bæna áður en lögregla stormaði inn á svæðið. getty/Independent Picture Service Átök brutust út á milli lögreglu og múslima við einn helgasta stað Jerúsalem borgar á meðan múslimar fóru með bænir sem mörkuðu upphaf íslömsku hátíðarinnar Eid al-Adah. Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 14 hafa særst, einn alvarlega, í átökunum við lögreglu á staðnum sem múslimar kalla Al-Aqsa moskuna en gyðingar Musterishæðina. Lögreglan segir minnst fjóra særða og vitni segja tvo hafa verið handtekna. Tugir þúsunda múslima höfðu komið saman við moskuna til að ganga til bæna segir lögregla. Sunnudagurinn er einnig helgur dagur gyðinga en þeir minnast eyðileggingu musteranna tveggja sem stóðu á hæðinni. Þetta er helgasti staður gyðinga og þriðji helgasti staður múslima, á eftir Mekku og Medínu í Sádi-Arabíu, og lengi hafa átök Ísrael og Palestínu snúist um hæðina. Mikill fjöldi Palestínumanna hafði safnast saman við hliðið að moskunni snemma á sunnudag vegna orðróms um að lögregla myndi hleypa gyðingum inn á svæðið. Mótmælendur kyrjuðu „Allahu Akbar“ (Guð er mikill) og köstuðu steinum í lögreglu, sem stormuðu svo inn á svæðið og beittu blossasprengjum og skutu gúmmíkúlum. Ísraelska lögreglan hafði upphaflega bannað gyðingum að fara inn á svæðið en eftir að átökin brutust út var þeim hleypt inn. Nokkrir tugir gyðinga fóru inn á svæðið í mikilli lögreglufylgd og byrjuðu Palestínumenn þá að kasta stólum og öðrum hlutum í hópinn. Gyðingarnir yfirgáfu svæðið stuttu eftir það. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísrael rífur niður palestínsk heimili Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir. 22. júlí 2019 17:52 Vorverk Netanyahu Sveinn Rúnar Hauksson skrifar um ástandið á Gaza-svæðinu. 2. júní 2019 08:03 Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36 Palestínumenn rifta samningum við Ísraela vegna niðurrifs Spenna hefur farið vaxandi á milli Palestínumanna og Ísraela eftir að ísraelsk stjórnvöld rifu íbúðarhús Palestínumanna nærri Jerúsalem í byrjun vikunnar. 26. júlí 2019 11:25 Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður. 20. júlí 2019 22:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Átök brutust út á milli lögreglu og múslima við einn helgasta stað Jerúsalem borgar á meðan múslimar fóru með bænir sem mörkuðu upphaf íslömsku hátíðarinnar Eid al-Adah. Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 14 hafa særst, einn alvarlega, í átökunum við lögreglu á staðnum sem múslimar kalla Al-Aqsa moskuna en gyðingar Musterishæðina. Lögreglan segir minnst fjóra særða og vitni segja tvo hafa verið handtekna. Tugir þúsunda múslima höfðu komið saman við moskuna til að ganga til bæna segir lögregla. Sunnudagurinn er einnig helgur dagur gyðinga en þeir minnast eyðileggingu musteranna tveggja sem stóðu á hæðinni. Þetta er helgasti staður gyðinga og þriðji helgasti staður múslima, á eftir Mekku og Medínu í Sádi-Arabíu, og lengi hafa átök Ísrael og Palestínu snúist um hæðina. Mikill fjöldi Palestínumanna hafði safnast saman við hliðið að moskunni snemma á sunnudag vegna orðróms um að lögregla myndi hleypa gyðingum inn á svæðið. Mótmælendur kyrjuðu „Allahu Akbar“ (Guð er mikill) og köstuðu steinum í lögreglu, sem stormuðu svo inn á svæðið og beittu blossasprengjum og skutu gúmmíkúlum. Ísraelska lögreglan hafði upphaflega bannað gyðingum að fara inn á svæðið en eftir að átökin brutust út var þeim hleypt inn. Nokkrir tugir gyðinga fóru inn á svæðið í mikilli lögreglufylgd og byrjuðu Palestínumenn þá að kasta stólum og öðrum hlutum í hópinn. Gyðingarnir yfirgáfu svæðið stuttu eftir það.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísrael rífur niður palestínsk heimili Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir. 22. júlí 2019 17:52 Vorverk Netanyahu Sveinn Rúnar Hauksson skrifar um ástandið á Gaza-svæðinu. 2. júní 2019 08:03 Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36 Palestínumenn rifta samningum við Ísraela vegna niðurrifs Spenna hefur farið vaxandi á milli Palestínumanna og Ísraela eftir að ísraelsk stjórnvöld rifu íbúðarhús Palestínumanna nærri Jerúsalem í byrjun vikunnar. 26. júlí 2019 11:25 Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður. 20. júlí 2019 22:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Ísrael rífur niður palestínsk heimili Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir. 22. júlí 2019 17:52
Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36
Palestínumenn rifta samningum við Ísraela vegna niðurrifs Spenna hefur farið vaxandi á milli Palestínumanna og Ísraela eftir að ísraelsk stjórnvöld rifu íbúðarhús Palestínumanna nærri Jerúsalem í byrjun vikunnar. 26. júlí 2019 11:25
Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00
Hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður. 20. júlí 2019 22:00