Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn smálánafyrirtækjum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 18:45 Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn fyrirtækinu eCommerce 2020 sem býður upp á smálán hér á landi í gegnum fimm smálánafyrirtæki. Á annað hundrað manns hafa leitað til samtakanna eftir að hafa greitt okurvexti sem Neytendastofa hefur úrskurðað að hafi verið ólöglegir. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða ríflega þrettán þúsund prósenta vaxtakostnað fyrir smálán. Neytendastofa hefur tekið ákvörðun í máli gegn Ecommerce 2020 sem býður Íslendingum lán frá smálaánfyrirtækjunum 1909, Hraðpeningum, Kredia, Múla og smálánum. Kannað var hvort kostnaður lána frá félaginu bryti gegn hámarki og hvort upplýsingar í eyðublaði og lánssamningi væru í samræmi við lög. Fyrirtækið er í Danmörku og því komi til álita í málinu hvort íslensk eða dönsk lög ættu við um samningana. Niðurstaða Neytendastofu er sú að fara beri að íslenskum lögum.Gríðarlegir okurvextir Eftir að gagnaöflun Neytendastofu hófst gerði Ecommerce 2020 breytingar á lánafyrirkomulagi sínu og lækkaði kostnað við lántöku niður í 53%. Fyrir breytingu var árleg hlutfallstala kostnaðar eða vextir og kostnaður af lánunum á bilinu 3.444% til 13.298% eftir lánstíma og lánsfjárhæð. Í ákvörðunarorðum Neytendastofu kemur fram: Ecommerce 2020 ApS braut gegn neytendalögum: -með innheimtu kostnaðar af neytendalánum. -með ófullnægjandi upplýsingagjöf í stöðluðu eyðublaði. -með ófullnægjandi upplýsingagjöf í lánssamningi. Neytendastofa þeim fyrirmælum til Ecommerce 2020 ApS að koma upplýsingum, í viðunandi horf. Þórunn er sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu.Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu segir að fyrirtækið segist hafa lækkað vexti en ennþá sé ágreiningur. „Nei, þeir hafa breytt heilmiklu hjá sér en það er ennþá ákveðinn ágreiningur um hvort þeir eigi að fara að íslenskum eða dönskum lögum,“ segir Þórunn Anna.Kröfðust ofgreiðslu upp á 464.000 krónur Fréttastofa hefur dæmi af manneskju sem tók 105 smálán hjá fyrirtækjum eCommerce 2020 á tíu mánaða tímabili frá 2018 og 2019. Alls nemur lánsupphæðin einni komma níu milljónum króna. Hvert lán var til 15-30 daga. Alls greiddi viðkomandi um 525.000 krónur í kostnað og vexti þennan tíma en hefði samkvæmt ákvörðun Neytendastofu og íslenskum lögum átt að greiða um 61.000 krónur. Þarna er því um ofgreiðslu að ræða uppá tæplega 464.000 krónur. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að hátt í tvö hundruð manns hafi leitað þangað vegna sambærilegra mála og segir að ákvörðun Neytendastofu gefi tilefni til hópmálsóknar.Dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í vaxtakostnað „Við erum einmitt að skoða þetta núna og mögulega með tilliti til mögulegrar hópmálsóknar en það er augljóst að fólk sem hefur verið að greiða alltof háa vexti á kröfu á þessi fyrirtæki. Við erum með dæmi um að fólk hefur greitt á þriðju milljón í vexti og afborganir á þessum lánum og eðlilega er fólki mikið niðri fyrir vegna þess að hafa greitt svona alltof mikið. Við hvetjum alla sem hafa tekið slík lán að hafa samband við okkur og kanna réttarstöðu sína,“ segir Breki Karlsson að lokum. Neytendur Smálán Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Sjá meira
Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn fyrirtækinu eCommerce 2020 sem býður upp á smálán hér á landi í gegnum fimm smálánafyrirtæki. Á annað hundrað manns hafa leitað til samtakanna eftir að hafa greitt okurvexti sem Neytendastofa hefur úrskurðað að hafi verið ólöglegir. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða ríflega þrettán þúsund prósenta vaxtakostnað fyrir smálán. Neytendastofa hefur tekið ákvörðun í máli gegn Ecommerce 2020 sem býður Íslendingum lán frá smálaánfyrirtækjunum 1909, Hraðpeningum, Kredia, Múla og smálánum. Kannað var hvort kostnaður lána frá félaginu bryti gegn hámarki og hvort upplýsingar í eyðublaði og lánssamningi væru í samræmi við lög. Fyrirtækið er í Danmörku og því komi til álita í málinu hvort íslensk eða dönsk lög ættu við um samningana. Niðurstaða Neytendastofu er sú að fara beri að íslenskum lögum.Gríðarlegir okurvextir Eftir að gagnaöflun Neytendastofu hófst gerði Ecommerce 2020 breytingar á lánafyrirkomulagi sínu og lækkaði kostnað við lántöku niður í 53%. Fyrir breytingu var árleg hlutfallstala kostnaðar eða vextir og kostnaður af lánunum á bilinu 3.444% til 13.298% eftir lánstíma og lánsfjárhæð. Í ákvörðunarorðum Neytendastofu kemur fram: Ecommerce 2020 ApS braut gegn neytendalögum: -með innheimtu kostnaðar af neytendalánum. -með ófullnægjandi upplýsingagjöf í stöðluðu eyðublaði. -með ófullnægjandi upplýsingagjöf í lánssamningi. Neytendastofa þeim fyrirmælum til Ecommerce 2020 ApS að koma upplýsingum, í viðunandi horf. Þórunn er sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu.Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu segir að fyrirtækið segist hafa lækkað vexti en ennþá sé ágreiningur. „Nei, þeir hafa breytt heilmiklu hjá sér en það er ennþá ákveðinn ágreiningur um hvort þeir eigi að fara að íslenskum eða dönskum lögum,“ segir Þórunn Anna.Kröfðust ofgreiðslu upp á 464.000 krónur Fréttastofa hefur dæmi af manneskju sem tók 105 smálán hjá fyrirtækjum eCommerce 2020 á tíu mánaða tímabili frá 2018 og 2019. Alls nemur lánsupphæðin einni komma níu milljónum króna. Hvert lán var til 15-30 daga. Alls greiddi viðkomandi um 525.000 krónur í kostnað og vexti þennan tíma en hefði samkvæmt ákvörðun Neytendastofu og íslenskum lögum átt að greiða um 61.000 krónur. Þarna er því um ofgreiðslu að ræða uppá tæplega 464.000 krónur. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að hátt í tvö hundruð manns hafi leitað þangað vegna sambærilegra mála og segir að ákvörðun Neytendastofu gefi tilefni til hópmálsóknar.Dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í vaxtakostnað „Við erum einmitt að skoða þetta núna og mögulega með tilliti til mögulegrar hópmálsóknar en það er augljóst að fólk sem hefur verið að greiða alltof háa vexti á kröfu á þessi fyrirtæki. Við erum með dæmi um að fólk hefur greitt á þriðju milljón í vexti og afborganir á þessum lánum og eðlilega er fólki mikið niðri fyrir vegna þess að hafa greitt svona alltof mikið. Við hvetjum alla sem hafa tekið slík lán að hafa samband við okkur og kanna réttarstöðu sína,“ segir Breki Karlsson að lokum.
Neytendur Smálán Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Sjá meira