Fullyrða að endurbætur á kísilverksmiðju í Helguvík muni draga verulega úr mengun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 18:00 Kísilverksmiðjan í Helguvík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 52 metra hár skorsteinn sem áætlað er að rísi við hlið síuhúss kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík á að draga verulega úr mengun frá verksmiðjunni í nærliggjandi íbúabyggð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölmiðlum barst í dag frá Stakksbergi. Í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis vegna þessa segir að málið sé ekki komið á þann stað að verið sé að vinna í starfsleyfismálum Stakksbergs. Málið sé í ferli hjá Skipulagsstofnun og mun Stakksberg væntanlega leggja fram frummatsskýrslu til Skipulagsstofnunar. Að því búnu fari frummatsskýrslan í umsagnarferli, meðal annars til Umhverfisstofnunar. Í tilkynningu Stakksbergs segir að það séu niðurstöður loftdreiflíkans verkfræðistofunnar Vatnaskila að endurbæturnar muni draga verulega úr mengun. Þá segir jafnframt að endurbæturnar séu í samræmi við skilyrði Umhverfisstofnunar þegar hún samþykkti úrbótaáætlun fyrir verksmiðjuna. Undirbúningur, hönnun og útfærsla endurbótanna á kísilverksmiðjunni kostar 4,5 milljarða að því er segir í tilkynningunni. Hafi vinnan miðast við úrbótaáætlunina sem Umhverfisstofnun samþykkti „með því skilyrði að uppsetning skorsteins verði nánar útfærð og framkvæmd áður en endurræsing yrði heimiluð og liggur tæknileg útfærsla nú fyrir.“ Útfærslan felurþað í sér að 52 metra hár skorsteinn, sem Stakkberg segir að rúmist innan gildandi deiliskipulag, verði reistur við hlið síuhúss verksmiðjunnar. Til samanburðar er turn Hallgrímskirkju 74,5 metra hár. Að því er segir í tilkynningu Stakksbergs á að leiða allan útblástur frá verksmiðjunni í gegnum síuhús. Þar verður ryk síað frá áður en loftinu verður síðan blásið upp um skorsteininn. „Með þessu hækkar útblástursopið um tæplega 21,5 metra auk þess að þrengjast verulega frá því sem áður var sem veldur verulegri aukningu í útblásturshraða. Þetta veldur því að styrkur mengunarefna þynnist út mun hraðar en áður,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að ítarleg skýrsla Vatnaskila um áhrif endurbótanna á loftgæði verður birt samhliða frummatsskýrslu umhverfismats kísilverksmiðjunnar. Reykjanesbær Umhverfismál United Silicon Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
52 metra hár skorsteinn sem áætlað er að rísi við hlið síuhúss kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík á að draga verulega úr mengun frá verksmiðjunni í nærliggjandi íbúabyggð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölmiðlum barst í dag frá Stakksbergi. Í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis vegna þessa segir að málið sé ekki komið á þann stað að verið sé að vinna í starfsleyfismálum Stakksbergs. Málið sé í ferli hjá Skipulagsstofnun og mun Stakksberg væntanlega leggja fram frummatsskýrslu til Skipulagsstofnunar. Að því búnu fari frummatsskýrslan í umsagnarferli, meðal annars til Umhverfisstofnunar. Í tilkynningu Stakksbergs segir að það séu niðurstöður loftdreiflíkans verkfræðistofunnar Vatnaskila að endurbæturnar muni draga verulega úr mengun. Þá segir jafnframt að endurbæturnar séu í samræmi við skilyrði Umhverfisstofnunar þegar hún samþykkti úrbótaáætlun fyrir verksmiðjuna. Undirbúningur, hönnun og útfærsla endurbótanna á kísilverksmiðjunni kostar 4,5 milljarða að því er segir í tilkynningunni. Hafi vinnan miðast við úrbótaáætlunina sem Umhverfisstofnun samþykkti „með því skilyrði að uppsetning skorsteins verði nánar útfærð og framkvæmd áður en endurræsing yrði heimiluð og liggur tæknileg útfærsla nú fyrir.“ Útfærslan felurþað í sér að 52 metra hár skorsteinn, sem Stakkberg segir að rúmist innan gildandi deiliskipulag, verði reistur við hlið síuhúss verksmiðjunnar. Til samanburðar er turn Hallgrímskirkju 74,5 metra hár. Að því er segir í tilkynningu Stakksbergs á að leiða allan útblástur frá verksmiðjunni í gegnum síuhús. Þar verður ryk síað frá áður en loftinu verður síðan blásið upp um skorsteininn. „Með þessu hækkar útblástursopið um tæplega 21,5 metra auk þess að þrengjast verulega frá því sem áður var sem veldur verulegri aukningu í útblásturshraða. Þetta veldur því að styrkur mengunarefna þynnist út mun hraðar en áður,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að ítarleg skýrsla Vatnaskila um áhrif endurbótanna á loftgæði verður birt samhliða frummatsskýrslu umhverfismats kísilverksmiðjunnar.
Reykjanesbær Umhverfismál United Silicon Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira