Stefnir allt í að Katrín fundi með Pence eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2019 16:28 Pence og Katrín munu að öllum líkindum funda að kvöldi 4. september. Mynd/Samsett Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilbúin að funda með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna að kvöldi dags 4. september. Ráðherra lýsti þeirri afstöðu sinni á fundi með nýjum sendiherra Bandaríkjanna í dag. Lára Björg Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi forsætisráðherra, segir í samtali við fréttastofu að fundur Jeffrey Ross Gunther, sendiherrans nýja, og Katrínar hafi verið löngu ákveðinn. Um sé að ræða kurteisisheimsókn þegar nýr sendiherra sækir forsætisráðherra heim. Gunther opnaði á þann möguleika á fundinum að leitað yrði leiða til þess að Katrín og Pence gætu hist á meðan á dvöl hans á Íslandi stæði. Þá var sá möguleiki ræddur að Pence framlengdi dvöl sína svo þau gætu hist, eins og Fréttablaðið fullyrti í dag að stefnt væri að. Katrín lýsti sig að sögn Láru Bjargar reiðubúna til þess ef tími fyndist. Katrín heldur erindi á þingi Norræna verkalýðssambandsins í Malmö þann 3. september en þingið stendur til 5. september. Hún mun sitja fundinn 4. september en halda heim í framhaldinu.Sá ekki ástæðu til að breyta dagskrá sinni Ákvörðun Katrínar um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Pence hefur vakið athygli heimsmiðlanna. Katrín hefur látið hafa eftir sér að mikið hringl hafi verið með mögulega dagsetningu á heimsókn varaforsetans en þegar hún lá endanlega fyrir hafi Katrín ekki séð tilefni til að breyta dagskrá sinni. Sú afstaða virðist þó hafa breyst eftir fund dagsins með bandaríska sendiherranum sem fyrr segir.Í tilkynningu frá Hvíta húsinu, sem send var þann 15. ágúst síðastliðinn, sagði að Pence myndi koma hingað til lands þann 4. september. Hann ætli sér að funda með forseta Íslands og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, þar sem meðal annars verður rætt um viðskipta- og varnarmál, ekki síst vegna framgöngu Rússlands á norðurslóðum. Daginn eftir myndi Pence síðan funda á Bretlandi og dagana 6. til 7. september yrði hann á Írlandi. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort fundavilji Katrínar breyti þessum fyrirætlunum Pence. Ef svo er má vænta yfirlýsingar frá Hvíta húsinu. Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir ASÍ lýsir furðu á gagnrýni vegna ákvörðunar Katrínar Alþýðusamband Íslands lýsir furðu sinni á fréttaflutningi undanfarinna daga og viðhorfum ýmissa stjórnmálamanna vegna þátttöku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á þingi Norræna verkalýðssambandsins (NFS) á sama tíma og varaforseti Bandaríkjanna sæki landið heim. 23. ágúst 2019 15:37 Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. 22. ágúst 2019 12:15 Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilbúin að funda með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna að kvöldi dags 4. september. Ráðherra lýsti þeirri afstöðu sinni á fundi með nýjum sendiherra Bandaríkjanna í dag. Lára Björg Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi forsætisráðherra, segir í samtali við fréttastofu að fundur Jeffrey Ross Gunther, sendiherrans nýja, og Katrínar hafi verið löngu ákveðinn. Um sé að ræða kurteisisheimsókn þegar nýr sendiherra sækir forsætisráðherra heim. Gunther opnaði á þann möguleika á fundinum að leitað yrði leiða til þess að Katrín og Pence gætu hist á meðan á dvöl hans á Íslandi stæði. Þá var sá möguleiki ræddur að Pence framlengdi dvöl sína svo þau gætu hist, eins og Fréttablaðið fullyrti í dag að stefnt væri að. Katrín lýsti sig að sögn Láru Bjargar reiðubúna til þess ef tími fyndist. Katrín heldur erindi á þingi Norræna verkalýðssambandsins í Malmö þann 3. september en þingið stendur til 5. september. Hún mun sitja fundinn 4. september en halda heim í framhaldinu.Sá ekki ástæðu til að breyta dagskrá sinni Ákvörðun Katrínar um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Pence hefur vakið athygli heimsmiðlanna. Katrín hefur látið hafa eftir sér að mikið hringl hafi verið með mögulega dagsetningu á heimsókn varaforsetans en þegar hún lá endanlega fyrir hafi Katrín ekki séð tilefni til að breyta dagskrá sinni. Sú afstaða virðist þó hafa breyst eftir fund dagsins með bandaríska sendiherranum sem fyrr segir.Í tilkynningu frá Hvíta húsinu, sem send var þann 15. ágúst síðastliðinn, sagði að Pence myndi koma hingað til lands þann 4. september. Hann ætli sér að funda með forseta Íslands og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, þar sem meðal annars verður rætt um viðskipta- og varnarmál, ekki síst vegna framgöngu Rússlands á norðurslóðum. Daginn eftir myndi Pence síðan funda á Bretlandi og dagana 6. til 7. september yrði hann á Írlandi. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort fundavilji Katrínar breyti þessum fyrirætlunum Pence. Ef svo er má vænta yfirlýsingar frá Hvíta húsinu.
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir ASÍ lýsir furðu á gagnrýni vegna ákvörðunar Katrínar Alþýðusamband Íslands lýsir furðu sinni á fréttaflutningi undanfarinna daga og viðhorfum ýmissa stjórnmálamanna vegna þátttöku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á þingi Norræna verkalýðssambandsins (NFS) á sama tíma og varaforseti Bandaríkjanna sæki landið heim. 23. ágúst 2019 15:37 Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. 22. ágúst 2019 12:15 Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Sjá meira
ASÍ lýsir furðu á gagnrýni vegna ákvörðunar Katrínar Alþýðusamband Íslands lýsir furðu sinni á fréttaflutningi undanfarinna daga og viðhorfum ýmissa stjórnmálamanna vegna þátttöku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á þingi Norræna verkalýðssambandsins (NFS) á sama tíma og varaforseti Bandaríkjanna sæki landið heim. 23. ágúst 2019 15:37
Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. 22. ágúst 2019 12:15
Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12