CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. ágúst 2019 08:51 Þremenningarnir í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð málsins í byrjun júní. fréttablaðið/sigtryggur ari Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða til Landsréttar. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, voru sýknaðir í héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun júlí. Kjarninn greinir frá þessu og hefur eftir Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lána sem hljóðuðu upp á 508 milljónir evra frá því í ágúst til október 2008. Lánin fóru til tveggja félaga sem keyptu lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingaálagi Kaupþings. Taldi ákæruvaldið markmiðið hafa verið að lækka skuldatryggingaálagið. Málið hefur velkst um í dómskerfinu í mörg ár en héraðsdómur kvað fyrst upp dóm í málinu í janúar 2016. Hreiðar, Sigurður og Magnús voru þá allir sýknaðir en ákæruvaldið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Áður en málið var tekið fyrir hjá þeim dómstól komu fram nýjar upplýsingar varðandi það að Deutsche Bank hefði greitt þrotabúi Kaupþings stóran hlut upphæðarinnar sem lánuð var eða alls 425 milljónir evra. Hæstiréttur ómerkti dóminn og málsmeðferðina í héraði vegna þessara nýju upplýsinga þar sem ástæður greiðslunnar lágu ekki fyrir. Taldi Hæstiréttur því að rannsaka þyrfti þennan þátt málsins betur. Málið fór því aftur heim í hérað og tók ákæruvaldið til við að rannsaka málið að nýju. Þegar málið var svo flutt aftur fyrir héraðsdómi vísaði dómurinn málinu frá þar sem hann taldi ákæruvaldið ekki hafa rannsakað sem skyldi þau atriði sem Hæstiréttur hafði sagt að þyrfti að rannsaka betur. Ákæruvaldið kærði frávísun héraðsdóms til Landsréttar sem úrskurðaði að héraðsdómi bæri að taka málið til efnislegrar meðferðar, meðal annars á grundvelli þess að ákæruvaldið taldi hvorki að samkomulagið um greiðsluna frá Deutsche Bank hefði þýðingu fyrir grundvöll málsins né við mat á því hvort skilyrði umboðssvika væru uppfyllt. Dómsmál CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar, Magnús og Sigurður sýknaðir í CLN-málinu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 4. júlí 2019 11:30 Máli Kaupþingstoppa vísað frá vegna ófullnægjandi rannsóknar Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í hádeginu frá dómi máli þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi. Um er að ræða svokallað CLN-mál en Hæstiréttur ómerkti í október í fyrra sýknudóm í málinu. 11. september 2018 14:50 Hæstiréttur ómerkir sýknudóm í CLN-málinu Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. 19. október 2017 16:06 Verjandi Hreiðars Más: „Það er nóg komið“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallað í samræmi við væntingar. 4. júlí 2019 12:45 Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Sjá meira
Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða til Landsréttar. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, voru sýknaðir í héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun júlí. Kjarninn greinir frá þessu og hefur eftir Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lána sem hljóðuðu upp á 508 milljónir evra frá því í ágúst til október 2008. Lánin fóru til tveggja félaga sem keyptu lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingaálagi Kaupþings. Taldi ákæruvaldið markmiðið hafa verið að lækka skuldatryggingaálagið. Málið hefur velkst um í dómskerfinu í mörg ár en héraðsdómur kvað fyrst upp dóm í málinu í janúar 2016. Hreiðar, Sigurður og Magnús voru þá allir sýknaðir en ákæruvaldið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Áður en málið var tekið fyrir hjá þeim dómstól komu fram nýjar upplýsingar varðandi það að Deutsche Bank hefði greitt þrotabúi Kaupþings stóran hlut upphæðarinnar sem lánuð var eða alls 425 milljónir evra. Hæstiréttur ómerkti dóminn og málsmeðferðina í héraði vegna þessara nýju upplýsinga þar sem ástæður greiðslunnar lágu ekki fyrir. Taldi Hæstiréttur því að rannsaka þyrfti þennan þátt málsins betur. Málið fór því aftur heim í hérað og tók ákæruvaldið til við að rannsaka málið að nýju. Þegar málið var svo flutt aftur fyrir héraðsdómi vísaði dómurinn málinu frá þar sem hann taldi ákæruvaldið ekki hafa rannsakað sem skyldi þau atriði sem Hæstiréttur hafði sagt að þyrfti að rannsaka betur. Ákæruvaldið kærði frávísun héraðsdóms til Landsréttar sem úrskurðaði að héraðsdómi bæri að taka málið til efnislegrar meðferðar, meðal annars á grundvelli þess að ákæruvaldið taldi hvorki að samkomulagið um greiðsluna frá Deutsche Bank hefði þýðingu fyrir grundvöll málsins né við mat á því hvort skilyrði umboðssvika væru uppfyllt.
Dómsmál CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar, Magnús og Sigurður sýknaðir í CLN-málinu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 4. júlí 2019 11:30 Máli Kaupþingstoppa vísað frá vegna ófullnægjandi rannsóknar Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í hádeginu frá dómi máli þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi. Um er að ræða svokallað CLN-mál en Hæstiréttur ómerkti í október í fyrra sýknudóm í málinu. 11. september 2018 14:50 Hæstiréttur ómerkir sýknudóm í CLN-málinu Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. 19. október 2017 16:06 Verjandi Hreiðars Más: „Það er nóg komið“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallað í samræmi við væntingar. 4. júlí 2019 12:45 Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Sjá meira
Hreiðar, Magnús og Sigurður sýknaðir í CLN-málinu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 4. júlí 2019 11:30
Máli Kaupþingstoppa vísað frá vegna ófullnægjandi rannsóknar Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í hádeginu frá dómi máli þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi. Um er að ræða svokallað CLN-mál en Hæstiréttur ómerkti í október í fyrra sýknudóm í málinu. 11. september 2018 14:50
Hæstiréttur ómerkir sýknudóm í CLN-málinu Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. 19. október 2017 16:06
Verjandi Hreiðars Más: „Það er nóg komið“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallað í samræmi við væntingar. 4. júlí 2019 12:45