Nýr leikvangur liðsins hans Beckham áætlaður ofan á ruslahaug af eiturúrgangi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2019 09:00 David Beckham þarf nú að glíma við risastórt og óskemmtilegt vandamál. Getty/Tim Clayton Það hefur ekki verið auðvelt verkefni fyrir David Beckham að stofnsetja fótboltafélagið sitt Inter Miami í Bandaríkjunum. Það tók meðal annars langan tíma að finna stað fyrir leikvanginn og fá síðan þær framkvæmdir samþykktar. Nú hefur það loksins tekist en þá kemur annað vandamál upp úr hattinum. Við umhverfisrannsóknir á svæðinu kom í ljós að arsenikið í jarðveginum er meira en tvöfalt það sem leyfilegt er. Melreese-golfvellinum, sem er á framtíðar byggingarsvæðinu, hefur verið lokað snarlega eftir að þessar niðurstöður komu í ljós.The proposed stadium site for David Beckham's Inter Miami franchise in the MLS has arsenic contamination levels more than twice the legal limit. More https://t.co/0eIjBOnGwspic.twitter.com/svxK1iuaGn — BBC Sport (@BBCSport) August 21, 2019 Á áætlun er að byggja leikvanginn, verslunarmiðstöð, hótel og almenningsgarð á svæðinu og mun kostnaður fara upp í einn milljarð dollara eða 125 milljarða íslenskra króna. „Þetta skapar augljóslega miklar áhyggjur,“ sagði Francis Suarez, borgarstjóri Miami. „Staðan er bara sú að svæðið er of mengað til að selja það,“ bætti Suarez við í viðtali við Miami Herald. Langtímaáhrif frá arseniki eru mjög slæm fyrir mannfólkið og kalla fram heilsubresti eins og skinnvandamál, krabbamein í lungum og blöðrum sem og hjarta- og æðasjúkdóma. Inter Milan réð umhverfisfyrirtækið EE&G til að rannsaka svæðið og það fann meira en arsenikið í jarðveginum heldur einnig önnur eiturefni. Þetta var áður ruslahaugur fyrir sorpbrennslustöð. Það lítur því út fyrir að menn ætli að byggja nýjan leikvang liðs David Beckham á ruslahaug af eiturúrgangi. Þetta mun tefja framkvæmdir og nú þar félagið og borgin að finna lausnir svo hægt sé að njóta þessa svæðis í framtíðinni. Hvort og hvenær það tekst er ekki ljóst á þessari stundu. Inter Miami á að koma inn í bandarísku MLS-deildina á næsta ári en liðið byrjar að spila heimaleiki sína á 18 þúsund manna velli í Fort Lauderdale. Bandaríkin Fótbolti Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Sjá meira
Það hefur ekki verið auðvelt verkefni fyrir David Beckham að stofnsetja fótboltafélagið sitt Inter Miami í Bandaríkjunum. Það tók meðal annars langan tíma að finna stað fyrir leikvanginn og fá síðan þær framkvæmdir samþykktar. Nú hefur það loksins tekist en þá kemur annað vandamál upp úr hattinum. Við umhverfisrannsóknir á svæðinu kom í ljós að arsenikið í jarðveginum er meira en tvöfalt það sem leyfilegt er. Melreese-golfvellinum, sem er á framtíðar byggingarsvæðinu, hefur verið lokað snarlega eftir að þessar niðurstöður komu í ljós.The proposed stadium site for David Beckham's Inter Miami franchise in the MLS has arsenic contamination levels more than twice the legal limit. More https://t.co/0eIjBOnGwspic.twitter.com/svxK1iuaGn — BBC Sport (@BBCSport) August 21, 2019 Á áætlun er að byggja leikvanginn, verslunarmiðstöð, hótel og almenningsgarð á svæðinu og mun kostnaður fara upp í einn milljarð dollara eða 125 milljarða íslenskra króna. „Þetta skapar augljóslega miklar áhyggjur,“ sagði Francis Suarez, borgarstjóri Miami. „Staðan er bara sú að svæðið er of mengað til að selja það,“ bætti Suarez við í viðtali við Miami Herald. Langtímaáhrif frá arseniki eru mjög slæm fyrir mannfólkið og kalla fram heilsubresti eins og skinnvandamál, krabbamein í lungum og blöðrum sem og hjarta- og æðasjúkdóma. Inter Milan réð umhverfisfyrirtækið EE&G til að rannsaka svæðið og það fann meira en arsenikið í jarðveginum heldur einnig önnur eiturefni. Þetta var áður ruslahaugur fyrir sorpbrennslustöð. Það lítur því út fyrir að menn ætli að byggja nýjan leikvang liðs David Beckham á ruslahaug af eiturúrgangi. Þetta mun tefja framkvæmdir og nú þar félagið og borgin að finna lausnir svo hægt sé að njóta þessa svæðis í framtíðinni. Hvort og hvenær það tekst er ekki ljóst á þessari stundu. Inter Miami á að koma inn í bandarísku MLS-deildina á næsta ári en liðið byrjar að spila heimaleiki sína á 18 þúsund manna velli í Fort Lauderdale.
Bandaríkin Fótbolti Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Sjá meira