Innlent

Hengils­hlaupinu frestað vegna veðurs

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá Hengilshlaupinu í fyrra.
Frá Hengilshlaupinu í fyrra. facebook/skjáskot
Hengils Ultra hlaupinu hefur verið frestað þar til í kvöld vegna veðurs. Hlaupið átti að hefjast í gærkvöldi en því var frestað þar til klukkan átta í kvöld. Einar Bárðarson, einn skipuleggjenda hlaupsins, skrifar þetta í færslu á Facebook síðu sinni.

Hengill Ultra er lengsta utanvegahlaup á Íslandi og er nú haldið áttunda árið í röð. Hlaupið er frá Skyrgerðinni í Hveragerði, upp Reykjadal að Ölkelduhnjúki og í kring um hann. Þá heldur hluti hóps áfram inn að Hengli og niður Sleggjubeinsskarð.

Í tilkynningu frá Einari segir að rigning síðasta sólarhring hafi verið of mikil og hafi ákvörðunin um að fresta hlaupinu því verið tekin af öryggisástæðum. Þá verði öryggi keppenda að vera í fyrirrúmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×