Ofvirkni og skammtafræðin Davíð Stefánsson skrifar 7. september 2019 10:00 "Ég er í dag afar þakklátur öllum þeim er hafa aðstoðað mig. Þetta reyndi mjög á foreldra mína. Þolinmæði þeirra og umhyggja var og er takmarkalaus,“ segir hann. Fréttablaðið/Valli Brandur Þorgrímsson er doktor í eðlisfræði og hefur lagt áherslu á skammtafræði, grein sem fæstir hafa mikla ef nokkra þekkingu á. Blaðamaður hitti Brand til að ræða vísindin og baráttuna við ofvirkni, sem hann var greindur með sem barn. „Ég fór til náms í háskólanum í Wisconsin því að hann bauð upp á rannsóknir sem gætu umbreytt heiminum á mínum líftíma,“ segir Brandur. Vegna eigin reynslu hafði hann áhuga á að rannsaka virkni heilans en skammtafræðin togaði meira í hann. „Það er að verða bylting í þekkingu á sviði skammtafræði sem mun umbreyta heiminum á næstu áratugum. Ég vil taka þátt í því,“ segir hann. Brandur er aðeins 29 ára gamall, fæddur þann 30. ágúst 1990. Faðir hans Þorgrímur Daníelsson er sóknarprestur og móðir hans Mjöll Matthíasdóttir er grunnskólakennari. Vegna prestsstarfa föður hans flutti fjölskyldan milli landshluta. Fyrst bjuggu þau í Hrútafirði, síðan sex ár í Neskaupstað og á Grenjaðarstað í Aðaldal frá árinu 1999. Árið 2010 útskrifaðist Brandur frá Menntaskólanum á Akureyri og þremur árum síðar frá Háskóla Íslands. Í sumar lauk hann doktorsprófi frá háskólanum í Wisconsin-Madison í Bandaríkjunum. Á næstu dögum flytur hann til Sydney í Ástralíu. Þar hefur hann verið ráðinn til rannsóknarstarfa hjá fyrirtæki sem stefnir að því að hafa þróað frumgerð af skammtatölvu árið 2022. Saga Brands er ekki síst áhugaverð vegna þess að sem barn var hann greindur ofvirkur. Fáa hefði þá grunað að grunnskólastrákur með gríðarleg hegðunarvandamál myndi enda í hávísindalegum rannsóknum við alþjóðlega virtar stofnanir. Það getur tekið tíma að átta sig á ofvirkni. Brandur var greindur ofvirkur, með ADHD, sjö ára gamall. „Ég man eftir því að hafa farið í greindarpróf hjá sálfræðingi sjö ára gamall,“ segir Brandur. „Það þótti mér áhugavert og skemmtilegt verkefni. Ég lenti í uppþotum, bræðiköstum og gat verið algjörlega stjórnlaus. Stundum lamdi ég fólk og öskraði,“ segir Brandur. „Ég réð alls ekki við mig og eitt sinn reif ég niður verk sem bekkurinn minn hafði unnið að í heila viku. Mér leið oft mjög illa eftir þessi uppþot mín.“ Þegar bræðin rann af honum áttaði hann sig á því hvað hann hafði gert. „Ég hafði kannski ráðist á fólk og eyðilagt fyrir því. Krakkar hættu að vilja umgangast mig,“ segir Brandur og gerir hlé. Það er augljóst að þetta hvílir þungt á honum. „Ég varð mjög reiður við sjálfan mig, grét mig í svefn og það kom fyrir að ég íhugaði sjálfsmorð.“ Í Neskaupstað forðuðust margir krakkar að umgangast Brand en ástandið batnaði þegar hann flutti í Aðaldalinn. Hann fór að ná betri tökum á sjálfum sér. Ofvirkni hefur oft mikil áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun einstaklingsins. Það mæðir á fjölskyldu, foreldrum, systkinum og skólakerfinu. Með réttri greiningu og ekki síst þrotlausri vinnu og þolinmæði er hægt að vinna með ofvirkni. „Ég er í dag afar þakklátur öllum þeim er hafa aðstoðað mig. Þetta reyndi mjög á foreldra mína. Þolinmæði þeirra og umhyggja var og er takmarkalaus,“ segir hann. „Foreldrar mínir unnu með mér. Þau lögðu áherslu á að þegar mér rann bræðin bæði ég fólk afsökunar á því sem ég hafi gert á þess hlut.“ Þegar Brandur fékk greininguna var hann settur á ofvirknilyfið ritalín. Hann tekur lyf enn í dag og segir það hafa mikil áhrif til góðs. „Ég finn fyrir því þegar ég er ekki að taka ritalín. Að sumu leyti get ég verið hættulegur sem gangandi vegfarandi í umferðinni,“ segir Brandur kíminn. „Ég minnist þess þegar ég hafði gleymt að taka lyfin mín og var að ganga yfir í Háskóla Íslands og var nærri búinn að ganga í veg fyrir bíla. Ég var ekkert að pæla í því að leiðin lá yfir hættulega umferðargötu. Bílar á ferð urðu mér aukaatriði.“ Brandur segir að ofvirknin taki ekki einbeitinguna í burtu. Hann geti verið mjög einbeittur við ákveðna hluti og hafi á yngri árum brugðist illa við ef hann var truflaður. Að sama skapi skynji hann þá ekki hvað sé í gangi í kringum hann. Mikilvægi sálfræðiþjónustu í skólakerfinu er Brandi mjög hugleikin. Í skólum þurfi að vera bæði þjónusta og skilningur á ofvirkni. „Ef þú ert með tannverk þá ferðu til tannlæknis og ef þú fótbrotnar ferðu til læknis. Við ættum að hafa greiðan aðgang að læknisþjónustu sama að hvaða hluta líkamans hún beinist,“ segir hann og segir með þunga „geðheilbrigði á að skipta okkur öll máli“. Brandur varð heillaður af eðlisfræði á menntaskólaárunum. „Ég er mjög forvitinn og stærðfræði lá vel fyrir mér. Ég vildi vita hvernig heimurinn virkaði,“ segir Brandur. Hann komst á Ólympíuleikana í eðlisfræði í Mexíkó árið 2009 og aftur ári síðar í Króatíu. Brandur segir að hvatning eðlisfræði- og stærðfræðikennara í menntaskólanum hafi kveikt áhuga hans. Einnig sú hvatning sem hann fékk frá leiðbeinanda sínum í Háskóla Íslands. Brandur segir fræðasamfélagið í háskólanum sterkt en smæð raunvísindadeildarinnar takmarki það sem hægt sé að gera. „Ég fann mig í rannsóknum og vildi fara í framhaldsnám þar sem stundaðar eru rannsóknir sem gætu umbreytt heiminum á mínum líftíma. Ég leitaði að skólum þar sem rannsóknir á því hvernig heilinn virkar væru stundaðar og svo var skammtafræðin líka heillandi. Hið síðarnefnda varð fyrir valinu og ég hóf nám við Wisconsin-háskóla í Madison haustið 2013,“ segir Brandur. Í haust fer ofvirki drengurinn úr Aðaldalnum alla leið til Ástralíu til að vinna við rannsóknir sem gætu umbreytt heiminum á næstu áratugum. Prestssonurinn segir skammtatölvur vera framtíðina. Hann virðist hafa fundið sína syllu og ætti að vera okkur mikilvæg dæmisaga um rétta meðhöndlun á ofvirkni. Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Brandur Þorgrímsson er doktor í eðlisfræði og hefur lagt áherslu á skammtafræði, grein sem fæstir hafa mikla ef nokkra þekkingu á. Blaðamaður hitti Brand til að ræða vísindin og baráttuna við ofvirkni, sem hann var greindur með sem barn. „Ég fór til náms í háskólanum í Wisconsin því að hann bauð upp á rannsóknir sem gætu umbreytt heiminum á mínum líftíma,“ segir Brandur. Vegna eigin reynslu hafði hann áhuga á að rannsaka virkni heilans en skammtafræðin togaði meira í hann. „Það er að verða bylting í þekkingu á sviði skammtafræði sem mun umbreyta heiminum á næstu áratugum. Ég vil taka þátt í því,“ segir hann. Brandur er aðeins 29 ára gamall, fæddur þann 30. ágúst 1990. Faðir hans Þorgrímur Daníelsson er sóknarprestur og móðir hans Mjöll Matthíasdóttir er grunnskólakennari. Vegna prestsstarfa föður hans flutti fjölskyldan milli landshluta. Fyrst bjuggu þau í Hrútafirði, síðan sex ár í Neskaupstað og á Grenjaðarstað í Aðaldal frá árinu 1999. Árið 2010 útskrifaðist Brandur frá Menntaskólanum á Akureyri og þremur árum síðar frá Háskóla Íslands. Í sumar lauk hann doktorsprófi frá háskólanum í Wisconsin-Madison í Bandaríkjunum. Á næstu dögum flytur hann til Sydney í Ástralíu. Þar hefur hann verið ráðinn til rannsóknarstarfa hjá fyrirtæki sem stefnir að því að hafa þróað frumgerð af skammtatölvu árið 2022. Saga Brands er ekki síst áhugaverð vegna þess að sem barn var hann greindur ofvirkur. Fáa hefði þá grunað að grunnskólastrákur með gríðarleg hegðunarvandamál myndi enda í hávísindalegum rannsóknum við alþjóðlega virtar stofnanir. Það getur tekið tíma að átta sig á ofvirkni. Brandur var greindur ofvirkur, með ADHD, sjö ára gamall. „Ég man eftir því að hafa farið í greindarpróf hjá sálfræðingi sjö ára gamall,“ segir Brandur. „Það þótti mér áhugavert og skemmtilegt verkefni. Ég lenti í uppþotum, bræðiköstum og gat verið algjörlega stjórnlaus. Stundum lamdi ég fólk og öskraði,“ segir Brandur. „Ég réð alls ekki við mig og eitt sinn reif ég niður verk sem bekkurinn minn hafði unnið að í heila viku. Mér leið oft mjög illa eftir þessi uppþot mín.“ Þegar bræðin rann af honum áttaði hann sig á því hvað hann hafði gert. „Ég hafði kannski ráðist á fólk og eyðilagt fyrir því. Krakkar hættu að vilja umgangast mig,“ segir Brandur og gerir hlé. Það er augljóst að þetta hvílir þungt á honum. „Ég varð mjög reiður við sjálfan mig, grét mig í svefn og það kom fyrir að ég íhugaði sjálfsmorð.“ Í Neskaupstað forðuðust margir krakkar að umgangast Brand en ástandið batnaði þegar hann flutti í Aðaldalinn. Hann fór að ná betri tökum á sjálfum sér. Ofvirkni hefur oft mikil áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun einstaklingsins. Það mæðir á fjölskyldu, foreldrum, systkinum og skólakerfinu. Með réttri greiningu og ekki síst þrotlausri vinnu og þolinmæði er hægt að vinna með ofvirkni. „Ég er í dag afar þakklátur öllum þeim er hafa aðstoðað mig. Þetta reyndi mjög á foreldra mína. Þolinmæði þeirra og umhyggja var og er takmarkalaus,“ segir hann. „Foreldrar mínir unnu með mér. Þau lögðu áherslu á að þegar mér rann bræðin bæði ég fólk afsökunar á því sem ég hafi gert á þess hlut.“ Þegar Brandur fékk greininguna var hann settur á ofvirknilyfið ritalín. Hann tekur lyf enn í dag og segir það hafa mikil áhrif til góðs. „Ég finn fyrir því þegar ég er ekki að taka ritalín. Að sumu leyti get ég verið hættulegur sem gangandi vegfarandi í umferðinni,“ segir Brandur kíminn. „Ég minnist þess þegar ég hafði gleymt að taka lyfin mín og var að ganga yfir í Háskóla Íslands og var nærri búinn að ganga í veg fyrir bíla. Ég var ekkert að pæla í því að leiðin lá yfir hættulega umferðargötu. Bílar á ferð urðu mér aukaatriði.“ Brandur segir að ofvirknin taki ekki einbeitinguna í burtu. Hann geti verið mjög einbeittur við ákveðna hluti og hafi á yngri árum brugðist illa við ef hann var truflaður. Að sama skapi skynji hann þá ekki hvað sé í gangi í kringum hann. Mikilvægi sálfræðiþjónustu í skólakerfinu er Brandi mjög hugleikin. Í skólum þurfi að vera bæði þjónusta og skilningur á ofvirkni. „Ef þú ert með tannverk þá ferðu til tannlæknis og ef þú fótbrotnar ferðu til læknis. Við ættum að hafa greiðan aðgang að læknisþjónustu sama að hvaða hluta líkamans hún beinist,“ segir hann og segir með þunga „geðheilbrigði á að skipta okkur öll máli“. Brandur varð heillaður af eðlisfræði á menntaskólaárunum. „Ég er mjög forvitinn og stærðfræði lá vel fyrir mér. Ég vildi vita hvernig heimurinn virkaði,“ segir Brandur. Hann komst á Ólympíuleikana í eðlisfræði í Mexíkó árið 2009 og aftur ári síðar í Króatíu. Brandur segir að hvatning eðlisfræði- og stærðfræðikennara í menntaskólanum hafi kveikt áhuga hans. Einnig sú hvatning sem hann fékk frá leiðbeinanda sínum í Háskóla Íslands. Brandur segir fræðasamfélagið í háskólanum sterkt en smæð raunvísindadeildarinnar takmarki það sem hægt sé að gera. „Ég fann mig í rannsóknum og vildi fara í framhaldsnám þar sem stundaðar eru rannsóknir sem gætu umbreytt heiminum á mínum líftíma. Ég leitaði að skólum þar sem rannsóknir á því hvernig heilinn virkar væru stundaðar og svo var skammtafræðin líka heillandi. Hið síðarnefnda varð fyrir valinu og ég hóf nám við Wisconsin-háskóla í Madison haustið 2013,“ segir Brandur. Í haust fer ofvirki drengurinn úr Aðaldalnum alla leið til Ástralíu til að vinna við rannsóknir sem gætu umbreytt heiminum á næstu áratugum. Prestssonurinn segir skammtatölvur vera framtíðina. Hann virðist hafa fundið sína syllu og ætti að vera okkur mikilvæg dæmisaga um rétta meðhöndlun á ofvirkni.
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira