Upphitun: Ferrari á heimavelli um helgina Bragi Þórðarson skrifar 6. september 2019 16:00 Charles Leclerc keyrði eins og herforingi um síðustu helgi og tryggði sér sinn fyrsta sigur á ferlinum. Getty Fjórtándi Formúlu 1 kappakstur ársins fer fram á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Ferrari verða á heimavelli og eftir sigur í Belgíu er liðið vongott um góð úrslit á sunnudaginn. Ítölsku áhorfendurnir eru þeir allra ástríðufyllstu í heimi. Tifosi, eins og þeir eru kallaðir, hafa þó ekki séð sína menn vinna á Monza síðan Fernando Alonso vann fyrir Ferrari árið 2010. Það gæti hinsvegar breyst um helgina. Ferrari tryggði sér sinn fyrsta sigur í Belgíu um síðustu helgi og er ljóst að bíll þeirra er góður á hröðum brautum eins og Monza.Hvergi finnur þú meiri ástríðu en á Ítalíu. Það má búast við rauðum stúkum um helgina.GettyMonza verður á dagatalinu til 2024Ítalski kappaksturinn er einn sá sögufrægasti í Formúlu 1. Aðeins Ítalía og Bretland hafa haldið Formúlu keppni öll ár síðan mótið var stofnað árið 1950. Fyrsti kappaksturinn á Monza brautinni var haldinn árið 1921 en brautin hefur að sjálfsögðu breyst talsvert í gegnum árin. Ferrari verður að teljast sigurstranglegt um helgina þar sem lykill að velgengni á Monza er vélarafl. Þar virðist Ferrari hafa yfirhöndina gegn Mercedes eins og sást á beinu köflunum á Spa um síðustu helgi. Kappaksurinn, tímatökur og æfingar verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Útsending frá kappakstrinum hefst klukkan 12:50 á sunnudag. Formúla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fjórtándi Formúlu 1 kappakstur ársins fer fram á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Ferrari verða á heimavelli og eftir sigur í Belgíu er liðið vongott um góð úrslit á sunnudaginn. Ítölsku áhorfendurnir eru þeir allra ástríðufyllstu í heimi. Tifosi, eins og þeir eru kallaðir, hafa þó ekki séð sína menn vinna á Monza síðan Fernando Alonso vann fyrir Ferrari árið 2010. Það gæti hinsvegar breyst um helgina. Ferrari tryggði sér sinn fyrsta sigur í Belgíu um síðustu helgi og er ljóst að bíll þeirra er góður á hröðum brautum eins og Monza.Hvergi finnur þú meiri ástríðu en á Ítalíu. Það má búast við rauðum stúkum um helgina.GettyMonza verður á dagatalinu til 2024Ítalski kappaksturinn er einn sá sögufrægasti í Formúlu 1. Aðeins Ítalía og Bretland hafa haldið Formúlu keppni öll ár síðan mótið var stofnað árið 1950. Fyrsti kappaksturinn á Monza brautinni var haldinn árið 1921 en brautin hefur að sjálfsögðu breyst talsvert í gegnum árin. Ferrari verður að teljast sigurstranglegt um helgina þar sem lykill að velgengni á Monza er vélarafl. Þar virðist Ferrari hafa yfirhöndina gegn Mercedes eins og sást á beinu köflunum á Spa um síðustu helgi. Kappaksurinn, tímatökur og æfingar verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Útsending frá kappakstrinum hefst klukkan 12:50 á sunnudag.
Formúla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira