Upphitun: Ferrari á heimavelli um helgina Bragi Þórðarson skrifar 6. september 2019 16:00 Charles Leclerc keyrði eins og herforingi um síðustu helgi og tryggði sér sinn fyrsta sigur á ferlinum. Getty Fjórtándi Formúlu 1 kappakstur ársins fer fram á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Ferrari verða á heimavelli og eftir sigur í Belgíu er liðið vongott um góð úrslit á sunnudaginn. Ítölsku áhorfendurnir eru þeir allra ástríðufyllstu í heimi. Tifosi, eins og þeir eru kallaðir, hafa þó ekki séð sína menn vinna á Monza síðan Fernando Alonso vann fyrir Ferrari árið 2010. Það gæti hinsvegar breyst um helgina. Ferrari tryggði sér sinn fyrsta sigur í Belgíu um síðustu helgi og er ljóst að bíll þeirra er góður á hröðum brautum eins og Monza.Hvergi finnur þú meiri ástríðu en á Ítalíu. Það má búast við rauðum stúkum um helgina.GettyMonza verður á dagatalinu til 2024Ítalski kappaksturinn er einn sá sögufrægasti í Formúlu 1. Aðeins Ítalía og Bretland hafa haldið Formúlu keppni öll ár síðan mótið var stofnað árið 1950. Fyrsti kappaksturinn á Monza brautinni var haldinn árið 1921 en brautin hefur að sjálfsögðu breyst talsvert í gegnum árin. Ferrari verður að teljast sigurstranglegt um helgina þar sem lykill að velgengni á Monza er vélarafl. Þar virðist Ferrari hafa yfirhöndina gegn Mercedes eins og sást á beinu köflunum á Spa um síðustu helgi. Kappaksurinn, tímatökur og æfingar verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Útsending frá kappakstrinum hefst klukkan 12:50 á sunnudag. Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fjórtándi Formúlu 1 kappakstur ársins fer fram á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Ferrari verða á heimavelli og eftir sigur í Belgíu er liðið vongott um góð úrslit á sunnudaginn. Ítölsku áhorfendurnir eru þeir allra ástríðufyllstu í heimi. Tifosi, eins og þeir eru kallaðir, hafa þó ekki séð sína menn vinna á Monza síðan Fernando Alonso vann fyrir Ferrari árið 2010. Það gæti hinsvegar breyst um helgina. Ferrari tryggði sér sinn fyrsta sigur í Belgíu um síðustu helgi og er ljóst að bíll þeirra er góður á hröðum brautum eins og Monza.Hvergi finnur þú meiri ástríðu en á Ítalíu. Það má búast við rauðum stúkum um helgina.GettyMonza verður á dagatalinu til 2024Ítalski kappaksturinn er einn sá sögufrægasti í Formúlu 1. Aðeins Ítalía og Bretland hafa haldið Formúlu keppni öll ár síðan mótið var stofnað árið 1950. Fyrsti kappaksturinn á Monza brautinni var haldinn árið 1921 en brautin hefur að sjálfsögðu breyst talsvert í gegnum árin. Ferrari verður að teljast sigurstranglegt um helgina þar sem lykill að velgengni á Monza er vélarafl. Þar virðist Ferrari hafa yfirhöndina gegn Mercedes eins og sást á beinu köflunum á Spa um síðustu helgi. Kappaksurinn, tímatökur og æfingar verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Útsending frá kappakstrinum hefst klukkan 12:50 á sunnudag.
Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira