Samuel Kempf var greinilega mjög vel vakandi en hann sá símann á lofti, rétti upp höndina og náði að klófesta tækið.
Um var að ræða síma af tegundinni iPhone X og kostar slíkur sími um 150 þúsund íslenskar krónur. Rússíbaninn ber nafnið Shambhala og fer mest á rúmlega 120 kílómetra hraða á klukkustund.
Hér að neðan má sjá atvikið.