Fótbolti

Sonur Cafu lést langt fyrir aldur fram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cafu með HM-bikarinn árið 2002.
Cafu með HM-bikarinn árið 2002. Getty/ Bob Thomas
Sonur Cafu, fyrrum fyrirliða brasilíska landsliðsins í fótbolta, er látinn aðeins þrítugur að aldri.

Elsti sonur Cafu hét Danilo Feliciano de Moraes en hann fékk hjartaáfall í miðjum fótboltaleik með fjölskyldumeðlimum og vinum nærri heimil fjölskyldunnar í Sao Paolo.

Danilo fór að líða illa eftir aðeins tíu mínútna leik og Danilo var fluttur á Albert Einstein sjúkrahúsið í borginni en þar tókst læknum ekki að bjarga lífi hans.





Cafu er nú 49 ára gamall en Danilo var einn af þremur sonum hans.

Mörg félög í Brasilíu hafa sent Cafu og fjölskyldu hans samúðarkveðjur á Twitter og þar á meðal er æskufélag hans Sao Paulo.

Cafu er leikjahæsti landsliðsmaður Brasilíu í sögunni en hann lék á sínum tíma 142 landsleiki á sextán ára tímabili. Hann varð tvisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíu og var fyrirliði liðsins sem vann HM í Japan og Suður-Kóreu árið 2002.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×