Áttatíu og tveir flóttamenn ganga á land á Ítalíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2019 10:59 Flóttafólkið bíður eftir að fá að ganga á land í Lampedusa. AP/Renata Brito Áttatíu og tveir flóttamenn gengu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa eftir að hafa verið á sjó í sex daga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ítölsk yfirvöld segja að þau hafi leift skipinu, Ocean Viking eða Hafvíkingnum, að hleypa flóttafólkinu frá borði þar sem flestir um borð munu vera fluttir til annarra landa innan Evrópusambandsins. Landgangan markar breytingar á flóttamannamálum á Ítalíu eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum á fimmtudag. Fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, kom ítrekað í veg fyrir að björgunarskip kæmust í land. Flóttafólkið var flutt af Hafvíkingnum yfir í skip landhelgisgæslunnar áður en það var flutt í land. Nýr utanríkisráðherra, Luigi Di Maio, sagði í samtali við ítalskar fréttastöðvar að höfnin í Lampedusa verði nú opin vegna þess að Evrópusambandið hafi samþykkt beiðni yfirvalda um að flóttafólkið yrði flutt til annarra landa innan sambandsins. Hann bætti við að stefna yfirvalda um opnar hafnir myndi ekki breytast. „Það verður að vera á hreinu að, jafnvel hjá fyrri yfirvöldum, var markmið okkar að tryggja að flóttafólkið sem kæmi til Ítalíu yrði flutt til annarra Evrópulanda.“ Salvini, sem er leiðtogi hægriflokksins League og fyrrverandi stuðningsmaður Di Maio, sagði upp stjórnarsamstarfi flokks síns við Fimm stjörnu flokkinn í síðasta mánuði til þess að til nýrra kosninga yrði blásið. Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, tísti á laugardag að samþykktur hafi verið sértækur evrópskur sáttmáli milli Ítalíu, Frakklands, Þýskalands, Portúgal og Lúxemborgar sem leifði flóttafólkinu á þessu skipi að koma til hafnar. „Við þurfum núna að komast að samkomulagi um það hvernig tekið verður á svona málum í Evrópu,“ bætti hann við.Evrópskt samkomulag um flóttafólk í bígerð Evrópusambandið virðist nálgast einhverskonar samkomulag um það hvernig bregðast eigi við skipum flóttamanna, að minnsta kosti tímabundið. Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði að ef til samkomulagsins kæmi myndi Þýskaland taka við 25% flóttamanna sem kæmu til Ítalíu. „Það mun vera í samræmi við innflytjendastefnu okkar,“ sagði hann í samtali við Sueddeutche Zeitung dagblaðið á laugardag. Hann sagði tíma til kominn að binda endi á „sársaukafulla ferlið“ sem ganga þarf í gegn um í hvert skipti sem björgunarbátur kæmi í land með flóttafólk. Innanríkisráðherrar Evrópusambandslandanna munu funda í Möltu síðar í mánuðinum til að reyna að komast að samkomulagi um málið áður en leiðtogafundur Evrópusambandsins verður haldinn í Lúxemborg í október. Samkvæmt fréttastofu AFP hafa bæði Frakkland og Þýskaland samþykkt að taka að sér fjórðung flóttafólksins og Ítalía muni taka að sér 10%. Hjálparsamtökin SOS Méditerranée gera út björgunarskipið í samstarfi við Médecins Sans Frontiéres (MSF).82 vulnerable people on board #OceanViking are waiting to be assigned a Place of Safety: 58 men, 6 women, 17 minors & a 1 year old child. Who knows how many more people will lose their lives in the #Mediterranean while #EU member states deliberate their fate? pic.twitter.com/jrW7zbQHic — MSF Sea (@MSF_Sea) September 12, 2019 MSF sagði á Twitter að það hafi fengið leifi fyrir því að sigla til Lampedusa, sex dögum eftir að flóttafólkinu var bjargað undan ströndum Líbíu. Þá hafi 58 karlmenn, sex konur og átján einstaklingar undir lögaldri verið í hópi flóttafólksins. Þar áður hafði MSF birt myndband af viðbrögðum fólksins þegar það fékk fréttirnar um að þau fengju að ganga í land á Ítalíu.The moment 82 rescued men, women and children onboard the #OceanViking heard they had finally been granted a place of safety and are on their way to the island of #Lampedusa in #Italypic.twitter.com/myBY1ZJotp — MSF Sea (@MSF_Sea) September 14, 2019 Á síðustu árum hefur Ítalía, líkt og Grikkland, átt erfitt með að takast á við björgunarbátana sem siglt hafa frá Norður Afríku eða Tyrklandi. Evrópusambandið Frakkland Ítalía Þýskaland Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Áttatíu og tveir flóttamenn gengu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa eftir að hafa verið á sjó í sex daga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ítölsk yfirvöld segja að þau hafi leift skipinu, Ocean Viking eða Hafvíkingnum, að hleypa flóttafólkinu frá borði þar sem flestir um borð munu vera fluttir til annarra landa innan Evrópusambandsins. Landgangan markar breytingar á flóttamannamálum á Ítalíu eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum á fimmtudag. Fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, kom ítrekað í veg fyrir að björgunarskip kæmust í land. Flóttafólkið var flutt af Hafvíkingnum yfir í skip landhelgisgæslunnar áður en það var flutt í land. Nýr utanríkisráðherra, Luigi Di Maio, sagði í samtali við ítalskar fréttastöðvar að höfnin í Lampedusa verði nú opin vegna þess að Evrópusambandið hafi samþykkt beiðni yfirvalda um að flóttafólkið yrði flutt til annarra landa innan sambandsins. Hann bætti við að stefna yfirvalda um opnar hafnir myndi ekki breytast. „Það verður að vera á hreinu að, jafnvel hjá fyrri yfirvöldum, var markmið okkar að tryggja að flóttafólkið sem kæmi til Ítalíu yrði flutt til annarra Evrópulanda.“ Salvini, sem er leiðtogi hægriflokksins League og fyrrverandi stuðningsmaður Di Maio, sagði upp stjórnarsamstarfi flokks síns við Fimm stjörnu flokkinn í síðasta mánuði til þess að til nýrra kosninga yrði blásið. Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, tísti á laugardag að samþykktur hafi verið sértækur evrópskur sáttmáli milli Ítalíu, Frakklands, Þýskalands, Portúgal og Lúxemborgar sem leifði flóttafólkinu á þessu skipi að koma til hafnar. „Við þurfum núna að komast að samkomulagi um það hvernig tekið verður á svona málum í Evrópu,“ bætti hann við.Evrópskt samkomulag um flóttafólk í bígerð Evrópusambandið virðist nálgast einhverskonar samkomulag um það hvernig bregðast eigi við skipum flóttamanna, að minnsta kosti tímabundið. Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði að ef til samkomulagsins kæmi myndi Þýskaland taka við 25% flóttamanna sem kæmu til Ítalíu. „Það mun vera í samræmi við innflytjendastefnu okkar,“ sagði hann í samtali við Sueddeutche Zeitung dagblaðið á laugardag. Hann sagði tíma til kominn að binda endi á „sársaukafulla ferlið“ sem ganga þarf í gegn um í hvert skipti sem björgunarbátur kæmi í land með flóttafólk. Innanríkisráðherrar Evrópusambandslandanna munu funda í Möltu síðar í mánuðinum til að reyna að komast að samkomulagi um málið áður en leiðtogafundur Evrópusambandsins verður haldinn í Lúxemborg í október. Samkvæmt fréttastofu AFP hafa bæði Frakkland og Þýskaland samþykkt að taka að sér fjórðung flóttafólksins og Ítalía muni taka að sér 10%. Hjálparsamtökin SOS Méditerranée gera út björgunarskipið í samstarfi við Médecins Sans Frontiéres (MSF).82 vulnerable people on board #OceanViking are waiting to be assigned a Place of Safety: 58 men, 6 women, 17 minors & a 1 year old child. Who knows how many more people will lose their lives in the #Mediterranean while #EU member states deliberate their fate? pic.twitter.com/jrW7zbQHic — MSF Sea (@MSF_Sea) September 12, 2019 MSF sagði á Twitter að það hafi fengið leifi fyrir því að sigla til Lampedusa, sex dögum eftir að flóttafólkinu var bjargað undan ströndum Líbíu. Þá hafi 58 karlmenn, sex konur og átján einstaklingar undir lögaldri verið í hópi flóttafólksins. Þar áður hafði MSF birt myndband af viðbrögðum fólksins þegar það fékk fréttirnar um að þau fengju að ganga í land á Ítalíu.The moment 82 rescued men, women and children onboard the #OceanViking heard they had finally been granted a place of safety and are on their way to the island of #Lampedusa in #Italypic.twitter.com/myBY1ZJotp — MSF Sea (@MSF_Sea) September 14, 2019 Á síðustu árum hefur Ítalía, líkt og Grikkland, átt erfitt með að takast á við björgunarbátana sem siglt hafa frá Norður Afríku eða Tyrklandi.
Evrópusambandið Frakkland Ítalía Þýskaland Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira