Í gær prófuðu skipuleggjendur að senda gervisnjó yfir áhorfendur þar sem keppni á kanóum fer fram næsta sumar. Það var aðeins 25 stigi hiti er þetta var prófað en hitinn gæti hæglega verið í 35 gráðum er leikarnir fara fram næsta sumar.
Það sem skipuleggjendur vildu athuga er hvort þeir geti lækkað hitastigið með þessu sem og rakastigið.
Tilraunadýrin nutu sín. Sögðu að þetta hefði gert þau freskari og svo væri ákveðið skemmtanagildi í því að láta snjóa yfir sig. Þau voru hrifin. Hitastigið lækkaði þó ekkert í stúkunni við þetta.
Tilraunir munu halda áfram næstu vikur á fleiri stöðum og skipuleggjendur segjast eiga fleiri hugmyndir sem þeir vilja prófa.
Hitastigið í Japan hefur hækkað mikið síðustu ár og síðasta sumar létust 65 manns í hitabylgju í Tókýó. Í sumar leituðu 5.000 manns á sjúkrahús er hitabylgja sumarsins gekk yfir.
