Alves er veikur og varð því að draga sig úr bardaganum gegn Gunnari en þeir áttu að berjast í Kaupmannahöfn þann 28. september.
Með því opnast samt gluggi fyrir aðra að hoppa inn og sá sem var fyrstur til þess að gera það er Gilbert Burns. Hann skoraði Gunnar okkar á hólm.
Come on Sign the contract @GunniNelson ! I am ready #BMF Anyone Anywhere Anytime!
Denmark needs a good main event! @ufc@seanshelby@Mickmaynard2@danawhite@AliAbdelaziz00@UFCBrasil@UFCEurope@UFCEspanol@henrihooft@CoachGJones@IHPfit@cerradommapic.twitter.com/gEAs8MIU21
— GILBERT BURNS DURINHO (@GilbertDurinho) September 13, 2019
Hann var lengi vel í léttvigt en fór nýlega upp í veltivigtina. Burns er frábær glímumaður og varð heimsmeistari svartbeltinga í brasilísku jiu jitsu áður en hann færði sig yfir í MMA.
Þessi 33 ára gamli kappi er 9-3 í UFC og hefur unnið síðustu þrjá bardaga sína. Ef ekkert kemur út úr þessu þá eru samt fleiri möguleikar í boði en Pétur Marinó Jónsson fór yfir þá alla hér á mmafrettir.is.