Viðskipti innlent

Fleiri kveðja Arion banka

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka, hefur óskað eftir að láta af störfum.
Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka, hefur óskað eftir að láta af störfum.
Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka, hefur óskað eftir að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka.

Rakel hefur setið í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2011 þegar hún tók við starfi framkvæmdastjóra þróunar- og markaðssviðs. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs árið 2016. Hún mun láta af störfum föstudaginn 20. september næstkomandi.

„Rakel hefur starfað hjá bankanum frá árinu 2005 og í störfum sínum haft mikil áhrif á þróun bankans, ekki síst á sviði stafrænna lausna þar sem bankinn hefur verið í forystuhlutverki á undanförnum árum. Ég þakka Rakel hennar góðu störf og óska henni velfarnaðar í framtíðinni,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.

Benedikt tók einmitt nýlega við starfi bankastjóra eftir að Höskuldur Ólafsson lauk störfum í apríl eftir níu ár í starfi. Kostnaður Arion banka við starfslokin námu 150 milljónum króna eins og fram hefur komið.

Þá sagði Jónína S. Lárusdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka, upp störfum á dögunum. Hún hafði verið framkvæmdastjóri í níu ár og setið í framkvæmdastjórn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×