RÚV greiddi Atla 60 prósent hærri laun en Berglindi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2019 14:00 Berglind Pétursdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Atli Fannar Bjarkason hafa myndað teymið í kringum spjallþáttinn Vikan. RÚV Atli Fannar Bjarkason fékk rúmlega helmingi hærri laun fyrir vinnu sína í þáttum Gísla Marteins Baldurssonar Vikunni en Berglind „Festival“ Pétursdóttir árið 2017. Þetta má lesa úr svari mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, við kaup Ríkisútvarpsins á sjálfstæðum framleiðendum.Vísir fjallaði um það í nóvember 2018 að nokkur styr væri í Efstaleiti, höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins, þegar kvisaðist út innanhúss hve mikill launamunur hefði verið á Atla Fannari og Berglindi.Útilokar óeðlilegan launamun Atli Fannar skrifaði og flutti fréttainnslög í setti með gamansömum hætti í þættinum sem sýndur er á föstudagskvöldum. Berglind fór úr húsi, tók fólk tali og gerði innslög í skoplegum búningi. Bæði innslög voru um fjögurra mínútna löng.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri sjónvarps hjá Ríkisútvarpinu.Fréttablaðið/StefánDagskrárstjóri RÚV ítrekar að vinnuframlag Atla Fannars og Berglindar hafi verið gjörólíkt. Það útskýri launamuninn og útilokar að um óeðlilegan launamun hafi verið að ræða og hvað þá á kynjagrundvelli. Fyrir vinnu sína í Vikunni árið 2017 fékk Atli Fannar 3,45 milljónir króna greiddar sem verktaki. Berglind fékk 2,15 milljónir krónur greiddar fyrir sama ár en einnig er um verktakagreiðslu að ræða. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, sagði í samtali við Vísi í nóvember 2018 að laun Berglindar hafi verið hækkuð haustið 2018 að frumkvæði RÚV. Það hafi verið vegna þess að verkefni Berglindar við þáttinn hafi stækkað. Það hafi verið vegna aukinnar handritsvinnu í tengslum við hundrað ára fullveldisafmælið. „Hjá Atla hefur þetta verið tvískipt, performans og handritsvinna,“ sagði Skarphéðinn. Hann sagði klárlega enga kynjamismunun hafa verið í Efstaleitinu. Af og frá væri að Berglind hefði verið á helmingi lægri launum en Atli.Að neðan má sjá eitt af innslögum Berglindar.Nú kemur í ljós að launamunurinn á þeim Atla Fannari og Berglindi, þar til laun hennar voru hækkuð haustið 2018, var 60 prósent. Vísir sendi Skarphéðini fyrirspurn vegna þessa á dögunum og bað um útskýringar á svari hans frá því í nóvember 2018 að Berglind hefði ekki verið á helmingi lægri launum en Atli. „Það er vegna þess, eins og ég útskýrði gaumgæfilega á sínum tíma, að umfang vinnu þeirra og vinnuframlag var gerólíkt þá. En svo breyttist það árið 2018 þannig að hennar framlag jókst til muna með þeim afleiðingum að laun hennar hækkuð og laun þeirra urðu sambærileg,“ segir Skarphéðinn í skriflegu svari sínu við fyrirspurn Vísis. Þegar hann hafi neitað að um helmingsmun í launum væri að ræða átti hann „vitanlega við miðað við og að teknu tilliti til vinnuframlags“. Þannig hefði hann tekið spurningunni í ljósi þess að verið væri að ræða óeðlilegan launamun og þá mögulega á kynjagrundvelli. „Sem var og hefur aldrei verið raunin,“ segir Skarphéðinn.Að neðan má sjá eitt af innslögum Atla Fannars.Frá verktaka til launamanns Vikan fór í loftið á nýjan leik á dögunum fimmta árið í röð. Berglind er enn með innslögin sín en ákveðið var að hvíla innslög Atla Fannars. Gísli Marteinn fer nú sjálfur yfir fréttir vikunnar með gamansömum hætti. Atli Fannar er þó ekki hættur hjá RÚV því hann er orðinn fastur starfsmaður sem verkefnastjóri samfélagsmiðla og vefmiðlunar. 121 sótti um starfið, þeirra á meðal Berglind Pétursdóttir. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Jafnréttismál Tengdar fréttir Hættur að grína fyrir Gísla Martein Sér um samfélagsmiðla fyrir RÚV. 2. september 2019 11:30 Þvertekur fyrir kynjamismunun þótt munur hafi verið á launum Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, segir Atla Fannar og Berglindi nú með jafn há laun. 4. nóvember 2018 13:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Atli Fannar Bjarkason fékk rúmlega helmingi hærri laun fyrir vinnu sína í þáttum Gísla Marteins Baldurssonar Vikunni en Berglind „Festival“ Pétursdóttir árið 2017. Þetta má lesa úr svari mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, við kaup Ríkisútvarpsins á sjálfstæðum framleiðendum.Vísir fjallaði um það í nóvember 2018 að nokkur styr væri í Efstaleiti, höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins, þegar kvisaðist út innanhúss hve mikill launamunur hefði verið á Atla Fannari og Berglindi.Útilokar óeðlilegan launamun Atli Fannar skrifaði og flutti fréttainnslög í setti með gamansömum hætti í þættinum sem sýndur er á föstudagskvöldum. Berglind fór úr húsi, tók fólk tali og gerði innslög í skoplegum búningi. Bæði innslög voru um fjögurra mínútna löng.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri sjónvarps hjá Ríkisútvarpinu.Fréttablaðið/StefánDagskrárstjóri RÚV ítrekar að vinnuframlag Atla Fannars og Berglindar hafi verið gjörólíkt. Það útskýri launamuninn og útilokar að um óeðlilegan launamun hafi verið að ræða og hvað þá á kynjagrundvelli. Fyrir vinnu sína í Vikunni árið 2017 fékk Atli Fannar 3,45 milljónir króna greiddar sem verktaki. Berglind fékk 2,15 milljónir krónur greiddar fyrir sama ár en einnig er um verktakagreiðslu að ræða. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, sagði í samtali við Vísi í nóvember 2018 að laun Berglindar hafi verið hækkuð haustið 2018 að frumkvæði RÚV. Það hafi verið vegna þess að verkefni Berglindar við þáttinn hafi stækkað. Það hafi verið vegna aukinnar handritsvinnu í tengslum við hundrað ára fullveldisafmælið. „Hjá Atla hefur þetta verið tvískipt, performans og handritsvinna,“ sagði Skarphéðinn. Hann sagði klárlega enga kynjamismunun hafa verið í Efstaleitinu. Af og frá væri að Berglind hefði verið á helmingi lægri launum en Atli.Að neðan má sjá eitt af innslögum Berglindar.Nú kemur í ljós að launamunurinn á þeim Atla Fannari og Berglindi, þar til laun hennar voru hækkuð haustið 2018, var 60 prósent. Vísir sendi Skarphéðini fyrirspurn vegna þessa á dögunum og bað um útskýringar á svari hans frá því í nóvember 2018 að Berglind hefði ekki verið á helmingi lægri launum en Atli. „Það er vegna þess, eins og ég útskýrði gaumgæfilega á sínum tíma, að umfang vinnu þeirra og vinnuframlag var gerólíkt þá. En svo breyttist það árið 2018 þannig að hennar framlag jókst til muna með þeim afleiðingum að laun hennar hækkuð og laun þeirra urðu sambærileg,“ segir Skarphéðinn í skriflegu svari sínu við fyrirspurn Vísis. Þegar hann hafi neitað að um helmingsmun í launum væri að ræða átti hann „vitanlega við miðað við og að teknu tilliti til vinnuframlags“. Þannig hefði hann tekið spurningunni í ljósi þess að verið væri að ræða óeðlilegan launamun og þá mögulega á kynjagrundvelli. „Sem var og hefur aldrei verið raunin,“ segir Skarphéðinn.Að neðan má sjá eitt af innslögum Atla Fannars.Frá verktaka til launamanns Vikan fór í loftið á nýjan leik á dögunum fimmta árið í röð. Berglind er enn með innslögin sín en ákveðið var að hvíla innslög Atla Fannars. Gísli Marteinn fer nú sjálfur yfir fréttir vikunnar með gamansömum hætti. Atli Fannar er þó ekki hættur hjá RÚV því hann er orðinn fastur starfsmaður sem verkefnastjóri samfélagsmiðla og vefmiðlunar. 121 sótti um starfið, þeirra á meðal Berglind Pétursdóttir.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Jafnréttismál Tengdar fréttir Hættur að grína fyrir Gísla Martein Sér um samfélagsmiðla fyrir RÚV. 2. september 2019 11:30 Þvertekur fyrir kynjamismunun þótt munur hafi verið á launum Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, segir Atla Fannar og Berglindi nú með jafn há laun. 4. nóvember 2018 13:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Þvertekur fyrir kynjamismunun þótt munur hafi verið á launum Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, segir Atla Fannar og Berglindi nú með jafn há laun. 4. nóvember 2018 13:01