Erlent

Bretar breyta reglum um al­þjóð­lega stúdenta

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Boris Johnson forsætisráðherra Breta.
Boris Johnson forsætisráðherra Breta. vísir/getty
Bretar hafa ákveðið að breyta reglum hvað varðar alþjóðlega stúdenta í Bretlandi og framtíð þeirra eftir Brexit.

Nýju reglurnar hljóða svo að námsmenn mega vera í landinu í tvö ár eftir útskrift á meðan þeir reyna að finna sér vinnu.

Theresa May, þáverandi innanríkisráðherra landsins, hafði árið 2012 sett reglugerð þar sem miðað var við að útlendingar á námsmannaleyfi yrðu að hafa komið sér úr landi fjórum mánuðum eftir útskrift.

Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra, segir breytinguna stuðla að því að gera Bretland að álitlegum stað fyrir námsmenn sem geti nú kosið að starfa í landinu að námi loknu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×