Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson predikar og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Dómorganistinn Kári Þormar leikur á orgel og Kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 150. löggjafarþing. Félagar í Schola cantorum syngja við þingsetningarathöfnina, undir stjórn Harðar Áskelssonar. Þá flytur forseti Alþingis ávarp.
Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 16:00. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 útbýtt.
Dagskrána má sjá að neðan.
Kl. 13:25 Þingmenn ganga til kirkju.
Kl. 13:30 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni.
Kl. 14:05 Þingmenn ganga úr kirkju í Alþingishúsið.
• Félagar í Schola cantorum syngja Vorlauf. Lag: Hildigunnur Rúnarsdóttir. Ljóð: Þorsteinn Valdimarsson.
• Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp
• Félagar í Schola cantorum syngja Hvert örstutt spor. Lag: Jón Nordal. Ljóð: Halldór Laxness.
• Forseti Alþingis stýrir þingfundi, býður þingmenn velkomna og flytur ávarp.
Kl. 14:40 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 16:00.

Kl. 16:00 Útbýting fjárlagafrumvarps 2020, tilkynningar og hlutað um sæti þingmanna.
Kl. 16:20 Fundi slitið.
Hljóðútsending verður frá messu og sjónvarpsútsending frá þingsetningarfundi á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Sjónvarpsútsending verður frá þingsetningarfundi á RÚV. Útvarpsútsending verður á Rás 1 frá messu og þingsetningu.
Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða miðvikudagskvöldið 11. september kl. 19:30.
Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2020 fimmtudaginn 12. september kl. 10:30.
