Enski boltinn

Einungis Man. City og Liverpool fengið fleiri stig en Leicester síðan Rodgers tók við

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brendan Rodgers glaður í bragði.
Brendan Rodgers glaður í bragði. vísir/getty
Brendan Rodgers er að gera góða hluti með Leicester í ensku úrvalsdeildinni og það hélt áfram er liðið rúllaði yfir Newcastle í gær.

Leicester vann fimm  marka sigur, 5-0, á lánlausu liði Newcastle í gær en með sigrinum skaust liðið upp í 3. sæti deildarinnar.

Hinn norður-írski Rodgers tók við liði Leicester undir lok febrúar og stýrði liðinu í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

Liðið hefur byrjað af miklum krafti á þessari leiktíð. Liðið hefur safnað fjórtán stigum í fyrstu sjö leikjunum og er í 3. sæti deildarinnar.

Ef litið er á tölfræðina frá því að Rodgers tók við Leicester þá er athyglisvert að sjá að það eru einungis toppliðin tvö, Man. City og Liverpool sem hafa safnað fleiri stigum en Leicester.







Leicester hefur fengið 31 stig úr leikjunum frá því að fyrrum Liverpool-stjórinn mætti en Liverpool hefur fengið 49 stig og City 41.

Um næstu helgi heimsækir Brendan Rodgers sinn gamla heimavöll er Leicester mætir Liverpool á Anfield.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×