Enski boltinn

Liverpool kvartaði yfir stuðningsmönnum United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stuðningsmenn Manchester United eiga að hafa verið með dónaskap við Liverpool. Stuðningsmennirnir á þessari mynd tengjast fréttinni ekki.
Stuðningsmenn Manchester United eiga að hafa verið með dónaskap við Liverpool. Stuðningsmennirnir á þessari mynd tengjast fréttinni ekki. vísir/getty
Liverpool hefur haft samband við enska knattspyrnusambandið vegna óviðeigandi stuðningsmannasöngva stuðningsmanna Manchester United á leik kvennaliða félaganna.

Liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í fyrsta skipti í sögu félaganna á heimavelli United og tóku heimakonur stigin þrjú með 2-0 sigri.

Í skýrslu sinni eftir daginn skrifaði Liverpool að knattspyrnustjóri þeirra, Vicky Jepson, sem og félagið sjálft hafi þurft að sitja undir móðgunum frá stuðningsmönnum United.

Manchester United segist vera meðvitað um ásakanirnar og muni rannsaka málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×