„Okkar hlutverk að sigra Donald Trump“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. september 2019 20:15 Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Donalds Trump Bandaríkjaforseta en símtali hans og Úkraínuforseta þar sem Trump bað hann að rannsaka Joe Biden, líklegan forsetaframbjóðenda Demókrata, og son hans. Biden sótti hart að Trump í ræðu sem hann flutti stuðningsmönnum sínum í gær. Það hefur gustað um Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að birt var eftirskrift úr símtali hans við Volodímír Selenskí Úkraínuforseta þar sem Trump bað hinn síðarnefnda að rannsaka Joe Biden, einn líklegasta mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum á næsta ári. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot. Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í Úkraínu sagði skyndilega af sér í gær. Í dag greindu fjölmiðlar vestanhafs svo frá því að Hvíta húsið hafi einnig vistað eftirskrift af símtölum forsetans við Pútín Rússlandsforseta og konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu á tölvukerfi sem aðeins er ætlað fyrir háleynilegar upplýsingar. Sjá einnig: Hvíta húsið leyndi fleiri símtölum Trump við Pútín og Sáda Joe Biden ávarpaði stuðningsmenn sína í Las Vegas í gær en mótmælandi truflaði ræðuna, að því er virðist í þeim tilgangi að minna á þær ásakanir sem fram hafa komið á hendur Biden um ósæmilega hegðun gagnvart konum. En Biden sótti hart að Trump þegar ræðan hélt áfram. „Í ljósi þess að samkvæmt síðustu 70 skoðanakönnunum þyki ég líklegri en hann til að vinna þá kemur ekki á óvart að hann skuli beina athygli sinni að mér,“ sagði Biden. „Á næstu vikum og mánuðum er það verkefni þingsins að finna staðreyndirnar og láta Donald Trump axla ábyrgð. Á meðan er það hlutverk mitt, og hlutverk okkar, að tryggja umfram allt að við sigrum Donald Trump.“ Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira
Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Donalds Trump Bandaríkjaforseta en símtali hans og Úkraínuforseta þar sem Trump bað hann að rannsaka Joe Biden, líklegan forsetaframbjóðenda Demókrata, og son hans. Biden sótti hart að Trump í ræðu sem hann flutti stuðningsmönnum sínum í gær. Það hefur gustað um Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að birt var eftirskrift úr símtali hans við Volodímír Selenskí Úkraínuforseta þar sem Trump bað hinn síðarnefnda að rannsaka Joe Biden, einn líklegasta mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum á næsta ári. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot. Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í Úkraínu sagði skyndilega af sér í gær. Í dag greindu fjölmiðlar vestanhafs svo frá því að Hvíta húsið hafi einnig vistað eftirskrift af símtölum forsetans við Pútín Rússlandsforseta og konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu á tölvukerfi sem aðeins er ætlað fyrir háleynilegar upplýsingar. Sjá einnig: Hvíta húsið leyndi fleiri símtölum Trump við Pútín og Sáda Joe Biden ávarpaði stuðningsmenn sína í Las Vegas í gær en mótmælandi truflaði ræðuna, að því er virðist í þeim tilgangi að minna á þær ásakanir sem fram hafa komið á hendur Biden um ósæmilega hegðun gagnvart konum. En Biden sótti hart að Trump þegar ræðan hélt áfram. „Í ljósi þess að samkvæmt síðustu 70 skoðanakönnunum þyki ég líklegri en hann til að vinna þá kemur ekki á óvart að hann skuli beina athygli sinni að mér,“ sagði Biden. „Á næstu vikum og mánuðum er það verkefni þingsins að finna staðreyndirnar og láta Donald Trump axla ábyrgð. Á meðan er það hlutverk mitt, og hlutverk okkar, að tryggja umfram allt að við sigrum Donald Trump.“
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira