Hjálpaðu Landgræðslunni og þú gætir unnið fjölskylduferð í Húsafell Landgræðslan og Olís og Hekluskógar kynna 27. september 2019 15:30 Heppinn fræsafnari vinnur fjölskylduferð fyrir fjóra á Hótel Húsafell. Landgræðslan, Olís og Hekluskógar standa nú fyrir landssöfnun á birkifræjum til að græða upp birkiskóga og auka kolefnisbindingu. Landsmenn eru hvattir til að fara út og tína birkifræ og skila þeim inn á Olísstöðvar. Til mikils er að vinna, en einn heppinn fræsafnari vinnur fjölskylduferð fyrir fjóra á Hótel Húsafell, með gistingu, þriggja rétta máltíð, morgunverði og aðgangi að sundlaug. Allar upplýsingar um átakið er að finna á olis.is/birkifrae. Uppgræðsla innlendra tegunda eins og birkiskóga og víðikjarrs eru ein mikilvirkasta aðferðin sem við höfum til kolefnisbindingar. Við landnám er talið að birkiskógar hafi þakið um 25–30% landsins en nú þekja þeir aðeins um 1,5%. Árið 2019 var ekki gott fræár og söfnunin er liður í að hjálpa náttúrunni að hjálpa sér sjálfri. Fræið sem safnast verður gróðursett vorið 2020.Hægt er að nálgast fræsöfnunarbréfpoka á völdum Olís-stöðvum víðsvegar um land en þá þarf síðan að merkja með nafni og símanúmeri þess sem tíndi og upplýsingum um hvar fræið var tínt, og skila aftur á áðurnefndar Olísstöðvar. Þeir sem ekki eiga þess kost að safna fræinu í umrædda pappírspoka eru beðnir að nota taupoka og skila þeim merktum á Olísstöðvar. Best er að koma pokunum sem fyrst á söfnunarstaði. Átakinu lýkur um miðjan október og þá verður dregið úr nöfnum þeirra sem söfnuðu. Söfnun birkifræs er góð ástæða til að komast út og njóta fallegra haustdaga. Auk þess er fræsöfnun prýðileg fjölskylduskemmtun og er full ástæða til að hvetja vinnustaði og vinahópa til að fara í fræsöfnunarferðir.Hvernig söfnum við birkifræi?Hægt er að safna birkifræi frá lokum ágúst og fram í byrjun október, eða svo lengi sem reklar eru á trjánum. Safnarar þurfa að velja falleg tré til að safna af en talið er að vaxtarlag trjánna og hugsanlega vaxtarþróttur þeirra erfist. Fræplöntur af fallegum og kröftugum trjám eru því líklegri til að vaxa hraðar í æsku. Þægilegast er að safna fræinu þegar birki hefur fellt lauf enda má þá strjúka það af greinunum með lítilli fyrirhöfn. Ef safna á fræi mjög seint er hætt við að hauststormar hafi verið fyrri til og feykt fræinu af trjánum. Best er að safna á þurrum sólríkum haustdögum þegar lauf er að mestu fallið af trjánum, en fræin sitja eftir. Margir skógar henta ágætlega fyrir fræsöfnun, sér í lagi ungskógar, þar sem trén eru í hæfilegri hæð, 2–3, m og auðvelt er að komast um. Heimagarðar og bæjargarðar henta einnig vel enda eru tré á slíkum svæðum oft greinamikil og standa gisið. Fræsöfnun er ákaflega skemmtileg viðbót við sunnudagsgöngu og góð ástæða til að njóta haustlita í skjóli birkiskóga. Á olis.is/birkifrae má sjá fræðslumyndband um tínslu á birkifræi og allar nánari upplýsingar.Uppfært 15. október. Leiknum er lokið. Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
Landgræðslan, Olís og Hekluskógar standa nú fyrir landssöfnun á birkifræjum til að græða upp birkiskóga og auka kolefnisbindingu. Landsmenn eru hvattir til að fara út og tína birkifræ og skila þeim inn á Olísstöðvar. Til mikils er að vinna, en einn heppinn fræsafnari vinnur fjölskylduferð fyrir fjóra á Hótel Húsafell, með gistingu, þriggja rétta máltíð, morgunverði og aðgangi að sundlaug. Allar upplýsingar um átakið er að finna á olis.is/birkifrae. Uppgræðsla innlendra tegunda eins og birkiskóga og víðikjarrs eru ein mikilvirkasta aðferðin sem við höfum til kolefnisbindingar. Við landnám er talið að birkiskógar hafi þakið um 25–30% landsins en nú þekja þeir aðeins um 1,5%. Árið 2019 var ekki gott fræár og söfnunin er liður í að hjálpa náttúrunni að hjálpa sér sjálfri. Fræið sem safnast verður gróðursett vorið 2020.Hægt er að nálgast fræsöfnunarbréfpoka á völdum Olís-stöðvum víðsvegar um land en þá þarf síðan að merkja með nafni og símanúmeri þess sem tíndi og upplýsingum um hvar fræið var tínt, og skila aftur á áðurnefndar Olísstöðvar. Þeir sem ekki eiga þess kost að safna fræinu í umrædda pappírspoka eru beðnir að nota taupoka og skila þeim merktum á Olísstöðvar. Best er að koma pokunum sem fyrst á söfnunarstaði. Átakinu lýkur um miðjan október og þá verður dregið úr nöfnum þeirra sem söfnuðu. Söfnun birkifræs er góð ástæða til að komast út og njóta fallegra haustdaga. Auk þess er fræsöfnun prýðileg fjölskylduskemmtun og er full ástæða til að hvetja vinnustaði og vinahópa til að fara í fræsöfnunarferðir.Hvernig söfnum við birkifræi?Hægt er að safna birkifræi frá lokum ágúst og fram í byrjun október, eða svo lengi sem reklar eru á trjánum. Safnarar þurfa að velja falleg tré til að safna af en talið er að vaxtarlag trjánna og hugsanlega vaxtarþróttur þeirra erfist. Fræplöntur af fallegum og kröftugum trjám eru því líklegri til að vaxa hraðar í æsku. Þægilegast er að safna fræinu þegar birki hefur fellt lauf enda má þá strjúka það af greinunum með lítilli fyrirhöfn. Ef safna á fræi mjög seint er hætt við að hauststormar hafi verið fyrri til og feykt fræinu af trjánum. Best er að safna á þurrum sólríkum haustdögum þegar lauf er að mestu fallið af trjánum, en fræin sitja eftir. Margir skógar henta ágætlega fyrir fræsöfnun, sér í lagi ungskógar, þar sem trén eru í hæfilegri hæð, 2–3, m og auðvelt er að komast um. Heimagarðar og bæjargarðar henta einnig vel enda eru tré á slíkum svæðum oft greinamikil og standa gisið. Fræsöfnun er ákaflega skemmtileg viðbót við sunnudagsgöngu og góð ástæða til að njóta haustlita í skjóli birkiskóga. Á olis.is/birkifrae má sjá fræðslumyndband um tínslu á birkifræi og allar nánari upplýsingar.Uppfært 15. október. Leiknum er lokið.
Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira