Innlent

Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi

Jakob Bjarnar skrifar
Skúli Eggert ríkisendurskoðandi en þau Laufey Guðjónsdóttir hjá Kvikmyndamiðstöð og Magnús Geir Þórðarson hjá RUV mega vænta stjórnsýslúttekar á störfum stofnana sem þau veita forstöðu bráðlega.
Skúli Eggert ríkisendurskoðandi en þau Laufey Guðjónsdóttir hjá Kvikmyndamiðstöð og Magnús Geir Þórðarson hjá RUV mega vænta stjórnsýslúttekar á störfum stofnana sem þau veita forstöðu bráðlega.

„Ég get sagt þér að hún er á lokastigi. Líklegt að hún verði orðin gerð opinber í seinni hluta næsta mánaðar, október,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi spurður um það hvernig skýrslu um stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu líði?



Níu skýrslur er nú til vinnslu hjá stofnuninni, mislangt komnar í vinnslu. Þær eru:



Vatnajökulsþjóðgarður



Endurgreiðslukerfi kvikmynda



RÚV



Lindarhvoll



Stjórnsýsla dómstóla



Nýting vegafjár



Tryggingastofnun



Ríkislögreglustjóri



Aðkoma Samgöngustofu og Isavia að rekstri og starfsem WOW air í aðdraganda gjaldþrots.



Ýmsir bíða jafnan langeygir eftir stjórnsýsluúttektum og nú ekki síst frumkvæðisskýrslu um RUV sem svo tengist ýmsum öðrum málum sem eru í deiglunni. Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri er meðal umsækjenda um stöðu Þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð er nú með þær umsóknir til umfjöllunar og er ráðgefandi álits þaðan að vænta á næstu dögum. Auk þess sem staða RUV hlýtur að skipta verulegu máli í tengslum við fjölmiðlafrumvarp sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er nú með í vinnslu.



Skúli Eggert segir ganginn á þessu þann að skýrslur þurfi að senda til andmæla, umsagna og svo fara skýrslurnar fyrir Alþingi. Þegar búið er að fjalla um skýrslurnar þar eru þær birtar á vef stofnunarinnar.



„Það koma sennilega þrjár skýrslur út í næsta mánuði sem eru um Vatnajökulsþjóðgarð, RUV og Endurgreiðslu kvikmynda,“ segir Skúli. Hins vegar mega menn bíða lengur eftir skýrslu um Ríkislögreglustjóra sem nú er mjög til umfjöllunar.



Ríkisendurskoðandi segir jafnframt að skýrslugerð og rannsóknir sem þessar heimti mikla yfirlegu og mannafla en þær eru nú unnar í meiri teymisvinnu en áður var.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×