Demi Moore nauðgað þegar hún var 15 ára Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2019 08:18 Demi Moore skaust upp á stjörnuhimininn í Hollywood á níunda áratugnum. vísir/getty Bandaríska leikkonan Demi Moore segir að sér hafi verið nauðgað þegar hún var 15 ára gömul. Nauðgunin átti sér stað á heimili hennar og segir Moore að eftir að maðurinn hafi lokið sér af hafi hann sagt henni að hann hafi borgað móður hennar 500 dollara fyrir aðgang að dótturinni. Moore, sem var skaust upp á stjörnuhimininn á níunda áratug síðustu aldar og var ein skærasta stjarna þess tíunda, greindi frá þessu í viðtali við Diane Sawyer í morgunþættinum Good Morning America. Moore var í þættinum til þess að kynna æviminningar sínar sem hún kallar Inside Out. „Þetta var nauðgun. Þetta voru líka hræðileg svik sem komu í ljós við þessa hræðilegu spurningu mannsins: hvernig líður þér með það að mamma þín hafi selt þig fyrir 500 dollara?“ skrifar Moore í bók sinni. Móðir Moore var alkóhólisti sem að sögn dótturinnar tók hana með sér á bari þegar Moore var orðin unglingur til þess að menn gætu glápt á hana. Móðirin lést árið 1998.Moore ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Bruce Willis, og dóttur þeirra, Rumer.vísir/gettyBjargaði móður sinni eftir að hún reyndi að svipta sig lífi Sawyer spurði Moore hvort hún hafi trúað manninum. „Ég held, djúpt í hjarta mínu, að nei, ég hafi ekki trúað honum. Ég held ekki að þetta hafi verið svona bein viðskipti. En hún gaf honum vissulega aðgang að mér og kom mér í skaðlegar aðstæður,“ svaraði Moore. Þá sagði leikkonan frá því að móðir hennar hefði fyrst reynt að svipta sig lífi þegar hún var 12 ára. Moore kom henni til hjálpar og það bjargaði lífi hennar. „Ég man að ég var að nota fingurna mína, þessa litlu krakkaputta, til þess að ná pillunum sem móðir mín hafði reynt að taka inn úr munninum á henni.“ Að sögn Moore reyndi móðir hennar oft að svipta sig lífi eftir þetta. „Æska mín var búin. Þetta var augnablik sem breytti lífi mínu.“Moore og Ashton Kutcher voru gift í átta ár.vísir/gettyTýndi sjálfri sér Í bókinni segir Moore frá sinni eigin baráttu við fíknina. Hún fór í meðferð á miðjum níunda áratugnum þar sem hún var háð fíkniefnum og áfengi og í viðtalinu við Sawyer ræddi hún hvernig líf hennar raknaði upp, ef svo má að orði komast, þegar hún skildi við Ashton Kutcher árið 2012. Um svipað leyti hættu dætur hennar þrjár, sem hún á með Bruce Willis, að tala við hana. Auk þess var líkamlegt ásigkomulag Moore ekki gott, hún var til dæmis ekki nema 46 kíló. Þá leið yfir hana í partýi eftir hún hafði tekið inn fíkniefni. „Ég held að aðalspurningin fyrir mig á þessum tíma hafi verið hvernig ég komst á þennan stað. Ég varð blind á aðstæðurnar og ég týndi sjálfri mér,“ sagði Moore við Sawyer. Á endanum fór Moore í meðferð og sættist við fjölskyldu sína. Hún hóf svo vinnuna við æviminningarnar fyrir tveimur árum en hún hafði upphaflega samþykkt að skrifa bókina árið 2012. Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Bandaríska leikkonan Demi Moore segir að sér hafi verið nauðgað þegar hún var 15 ára gömul. Nauðgunin átti sér stað á heimili hennar og segir Moore að eftir að maðurinn hafi lokið sér af hafi hann sagt henni að hann hafi borgað móður hennar 500 dollara fyrir aðgang að dótturinni. Moore, sem var skaust upp á stjörnuhimininn á níunda áratug síðustu aldar og var ein skærasta stjarna þess tíunda, greindi frá þessu í viðtali við Diane Sawyer í morgunþættinum Good Morning America. Moore var í þættinum til þess að kynna æviminningar sínar sem hún kallar Inside Out. „Þetta var nauðgun. Þetta voru líka hræðileg svik sem komu í ljós við þessa hræðilegu spurningu mannsins: hvernig líður þér með það að mamma þín hafi selt þig fyrir 500 dollara?“ skrifar Moore í bók sinni. Móðir Moore var alkóhólisti sem að sögn dótturinnar tók hana með sér á bari þegar Moore var orðin unglingur til þess að menn gætu glápt á hana. Móðirin lést árið 1998.Moore ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Bruce Willis, og dóttur þeirra, Rumer.vísir/gettyBjargaði móður sinni eftir að hún reyndi að svipta sig lífi Sawyer spurði Moore hvort hún hafi trúað manninum. „Ég held, djúpt í hjarta mínu, að nei, ég hafi ekki trúað honum. Ég held ekki að þetta hafi verið svona bein viðskipti. En hún gaf honum vissulega aðgang að mér og kom mér í skaðlegar aðstæður,“ svaraði Moore. Þá sagði leikkonan frá því að móðir hennar hefði fyrst reynt að svipta sig lífi þegar hún var 12 ára. Moore kom henni til hjálpar og það bjargaði lífi hennar. „Ég man að ég var að nota fingurna mína, þessa litlu krakkaputta, til þess að ná pillunum sem móðir mín hafði reynt að taka inn úr munninum á henni.“ Að sögn Moore reyndi móðir hennar oft að svipta sig lífi eftir þetta. „Æska mín var búin. Þetta var augnablik sem breytti lífi mínu.“Moore og Ashton Kutcher voru gift í átta ár.vísir/gettyTýndi sjálfri sér Í bókinni segir Moore frá sinni eigin baráttu við fíknina. Hún fór í meðferð á miðjum níunda áratugnum þar sem hún var háð fíkniefnum og áfengi og í viðtalinu við Sawyer ræddi hún hvernig líf hennar raknaði upp, ef svo má að orði komast, þegar hún skildi við Ashton Kutcher árið 2012. Um svipað leyti hættu dætur hennar þrjár, sem hún á með Bruce Willis, að tala við hana. Auk þess var líkamlegt ásigkomulag Moore ekki gott, hún var til dæmis ekki nema 46 kíló. Þá leið yfir hana í partýi eftir hún hafði tekið inn fíkniefni. „Ég held að aðalspurningin fyrir mig á þessum tíma hafi verið hvernig ég komst á þennan stað. Ég varð blind á aðstæðurnar og ég týndi sjálfri mér,“ sagði Moore við Sawyer. Á endanum fór Moore í meðferð og sættist við fjölskyldu sína. Hún hóf svo vinnuna við æviminningarnar fyrir tveimur árum en hún hafði upphaflega samþykkt að skrifa bókina árið 2012.
Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira