Þingmenn araba á ísraelska þinginu hafa lýst því yfir að þeir vilji að Benny Gantz, leiðtogi Bláhvíta bandalagsins, leiði næstu ríkisstjórn landsins en þar er allt í hnút eftir að flokkur Gantz fékk nánast sömu útkömu og Likud, flokkur forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahús.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 1992 sem arabar í Ísrael lýsa yfir stuðningi við tiltekinn einstakling í stól forsætisráðherra.
Arabablokkin á þinginu lýsti því sömuleiðis yfir að vilji þeirra sé sá að koma Netanjahú frá völdum og því sé hershöfðinginn fyrrverandi Benny Gantz betri kostur að þeirra mati.
Reuven Rivlin, forseti Ísraels, hefur hinsvegar sagt að sinn vilji sé sá að báðar stóru blokkirnar myndi saman ríkisstjórn. Segist forsetinn vilja gera allt sem í hans vakdi stendur til að koma í veg fyrir að boðað verði til kosninga á ný, sem yrðu þá hinar þriðju á innan við ári.
Arabar vilja Gantz fremur en Netanjahú

Tengdar fréttir

Stjórnarmyndun í Ísrael verður erfið
Báðir stóru flokkarnir töpuðu fylgi í kosningum í Ísrael á þriðjudag. Helsta fyrirstaða stjórnarmyndunar virðist vera forsætisráðherrann sjálfur. Avigdor Lieberman, leiðtogi sigurflokksins Yisrael Beitenu, hefur alla ásana á hendi.

Vilja báðir leiða breiða samsteypustjórn
Netanjahú og Gantz hafa ekki komist að samkomulagi um stjórnarmyndun í Ísrael.

Lieberman lykillinn að stjórnarmyndun
Enginn augljós meirihluti á ísraelska þinginu eftir kosningar gærdagsins.