Enski boltinn

Manchester-liðin áhugasöm um Rice en hann kostar 100 milljónir punda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Declan Rice, miðjumaður West Ham.
Declan Rice, miðjumaður West Ham. vísir/getty
West Ham hefur sett 100 milljóna punda verðmiða á miðjumanninn Declan Rice en þetta kemur fram í Daily Express götublaðinu í dag.

Manchester-liðin eru bæði talin áhugasöm um að klófesta enska landsliðsmiðjumanninn en hann er einungis tvítugur.

Hann hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína með West Ham síðustu tvö tímabil og stór lið eru talin horfa hýru auga til miðjumannsins.

West Ham hefur engan áhuga á að missa Rice og hefur sett hundrað milljóna punda verðmiða á miðjumanninn. Hann yrði því dýrasti enski leikmaðurinn í sögunni verði hann keyptur á þessa upphæð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×