Tveimur tímum áður en Arsenal vann 4-0 sigur á Standard Liege þá gerðu Man. United markalaust jafntefli gegn AZ Alkmaar í Hollandi þar sem United átti ekki skot á markið.
Martinelli var keyptur til Arsenal í sumar frá brasilíska félaginu Ituano en hann kostaði einungis sex milljónir punda.
Emery insists striker is not Martinelli's best position despite Europa League bracehttps://t.co/wLnOAqt8hPpic.twitter.com/ttwRTBADLT
— Mirror Football (@MirrorFootball) October 4, 2019
„Frá 2015 til 2017 fór ég fjórum sinnum til Man. United og æfði með þeim í um fimmtán daga,“ sagði Martinelli eftir leik gegn Nottingham Forest á dögunum.
„Ég bað um mynd með Evra, Fellaini og öðrum. Pogba vissi að ég væri frá Brasilíu og spurði mig hvort allt væri í góðu og hvar ég væri að spila.“
Man. Utd hafði hins vegar ekki áhuga á Brasilímanninum sem hefur nú skorað fjögur mörk í tveimur leikjum fyrir Arsenal á tímabilinu.