Árið hefur farið í bið eftir uppbyggingu á brjóstum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. október 2019 19:16 Elísa Dagmar Andrésdóttir fór í fyrirbyggjandi brjóstnám í mars eftir að brakkagenið fannst í henni á síðasta ári. Í kjölfarið átti hún að fara í uppbyggingu á brjóstum. Þeirri aðgerð hefur verið frestað ítrekað og hefur Elísa í raun beðið eftir svörum frá því í júní. Aðgerðin er nú áætluð í næstu viku og vonar Elísa að það standist enda hefur biðin tekið á. „Hún er búin að vera erfið. Ég er með mikla verki og hef mjög takmarkaða getu til að gera ýmislegt. Ég sef líka illa og hef verið einangruð. Þetta er bara alltof langur tími fyrir fólk að vera í svona ferli,“ segir Elísa. Aðstæðurnar hafa orðið til þess að hún hefur ekkert unnið síðustu sjö mánuði. „Ég fór bara í veikindaleyfi og sagði svo bara starfi mínu lausu því ég vissi ekki hvað þetta tæki langan tíma. Ef ég hefði vitað að aðgerðin myndi frestast fram á haust þá hefði ég mögulega gert aðrar ráðstafanir.“ Eftir brjóstnám eru brjóst þanin út til að undirbúa uppbyggingu, þ.e. að fá varanlega púða í brjóstin. Þessi þensla getur verið sársaukafull. „Brjóstin eru mjög þrútin og þau eru grjóthörð. Það er eins og ég sé með harða melónu þarna,“ segir hún. Óvissan er ekki síður erfið að sögn Elísu. Hún telur þó heilbrigðisstarfsfólk vera að gera sitt allra besta en það hafi bara ekki tíma og rúm til samskipta og eftirfylgni.Margrét Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, fór sjálf í brjóstnám hjá Klíníkinni og segir eftirfylgni og stuðning mun betri þar.vísir/egill„Það er engin eftirfylgni. Það er enginn að tala við mann á meðan maður bíður. Ég fór í þenslu fyrstu vikurnar eftir aðgerð en svo hef ég ekki talað við neinn.Konur að gefast upp á Landspítalanum Margrét Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, segir sögu Elísu eina af fjölmörgum. „Bið og frestanir. Þetta er eitthvað sem við heyrum ítrekað. Dæmi eru um að viðtölum sé frestað ítrekað svo biðin er komin upp í heilt ár," segir hún. Margrét segist skilja að konur með krabbamein gangi fyrir í aðgerðir. Það sé þó engin afsökun fyrir óþarfa álagi og óvissu. Hún fór sjálf í brjóstnám hjá Klíníkinni og segir ferlið þar til fyrirmyndar hvað varðar eftirfylgni og stuðning. Landspítalinn ætti að semja við sérfræðingana þar ef spítalinn veldur ekki verkefninu. „Því miður þá held ég að margar konur séu hættar að reyna við Landspítalann. Sérstaklega konur utan af landi enda hefur maður heyrt af konum sem hafa pantað flug utan af landi til Reykjavíkur og fá svo frestun. Þær fá ekkert endurgreitt og sitja uppi með kostnað auk þess sem þetta er mikið óþarfa álag.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Lýtalækningar Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Elísa Dagmar Andrésdóttir fór í fyrirbyggjandi brjóstnám í mars eftir að brakkagenið fannst í henni á síðasta ári. Í kjölfarið átti hún að fara í uppbyggingu á brjóstum. Þeirri aðgerð hefur verið frestað ítrekað og hefur Elísa í raun beðið eftir svörum frá því í júní. Aðgerðin er nú áætluð í næstu viku og vonar Elísa að það standist enda hefur biðin tekið á. „Hún er búin að vera erfið. Ég er með mikla verki og hef mjög takmarkaða getu til að gera ýmislegt. Ég sef líka illa og hef verið einangruð. Þetta er bara alltof langur tími fyrir fólk að vera í svona ferli,“ segir Elísa. Aðstæðurnar hafa orðið til þess að hún hefur ekkert unnið síðustu sjö mánuði. „Ég fór bara í veikindaleyfi og sagði svo bara starfi mínu lausu því ég vissi ekki hvað þetta tæki langan tíma. Ef ég hefði vitað að aðgerðin myndi frestast fram á haust þá hefði ég mögulega gert aðrar ráðstafanir.“ Eftir brjóstnám eru brjóst þanin út til að undirbúa uppbyggingu, þ.e. að fá varanlega púða í brjóstin. Þessi þensla getur verið sársaukafull. „Brjóstin eru mjög þrútin og þau eru grjóthörð. Það er eins og ég sé með harða melónu þarna,“ segir hún. Óvissan er ekki síður erfið að sögn Elísu. Hún telur þó heilbrigðisstarfsfólk vera að gera sitt allra besta en það hafi bara ekki tíma og rúm til samskipta og eftirfylgni.Margrét Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, fór sjálf í brjóstnám hjá Klíníkinni og segir eftirfylgni og stuðning mun betri þar.vísir/egill„Það er engin eftirfylgni. Það er enginn að tala við mann á meðan maður bíður. Ég fór í þenslu fyrstu vikurnar eftir aðgerð en svo hef ég ekki talað við neinn.Konur að gefast upp á Landspítalanum Margrét Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, segir sögu Elísu eina af fjölmörgum. „Bið og frestanir. Þetta er eitthvað sem við heyrum ítrekað. Dæmi eru um að viðtölum sé frestað ítrekað svo biðin er komin upp í heilt ár," segir hún. Margrét segist skilja að konur með krabbamein gangi fyrir í aðgerðir. Það sé þó engin afsökun fyrir óþarfa álagi og óvissu. Hún fór sjálf í brjóstnám hjá Klíníkinni og segir ferlið þar til fyrirmyndar hvað varðar eftirfylgni og stuðning. Landspítalinn ætti að semja við sérfræðingana þar ef spítalinn veldur ekki verkefninu. „Því miður þá held ég að margar konur séu hættar að reyna við Landspítalann. Sérstaklega konur utan af landi enda hefur maður heyrt af konum sem hafa pantað flug utan af landi til Reykjavíkur og fá svo frestun. Þær fá ekkert endurgreitt og sitja uppi með kostnað auk þess sem þetta er mikið óþarfa álag.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Lýtalækningar Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira