Óttast markaðsvæðingu samgöngukerfisins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. október 2019 15:17 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Fréttablaðið/Stefán Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, leggst gegn því að lögð verði á veggjöld til að fjármagna samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. „Með þessi fyrirhuguðu veggjöld þá náttúrlega höfum við áhyggjur af því að þetta geti opnað á einkavæðingu,“ segir Sanna í samtali við Vísi en hún lýsti þessum sjónarmiðum einnig á fundi borgarstjórnar í gær þar sem fram fór fyrri umræða um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Hún fagnar því að gera eigi úrbætur, einkum á almenningssamgöngukerfinu, en setur þó spurningamerki við þær hugmyndir að fjármagna stóran hluta kostnaðar með veggjöldum í einhvers konar útfærslu. „Maður spyr sig náttúrlega hver myndi þá sjá um þetta og það yrði þá væntanlega einhver sem myndi þurfa að fylgjast með þessu kerfi og maður hefur áhyggjur af því að þetta sé skref í átt að markaðsvæðingu.“ Það sé að hennar mati áhyggjuefni ef ekki sé hægt að fjármagna uppbyggingu samgöngukerfisins úr sameiginlegum sjóðum. „Þar að auki eru þetta gjöld sem að myndu alltaf leggjast þyngst á láglaunafólk af því að þetta er náttúrlega alltaf hlutfallslega meira af tekjum þeirra heldur en tekjum annarra.“ Hún vilji frekar skoða aðra kosti, til dæmis að leggja á svokallað kílómetragjald. „Þá væri bara hægt að skoða bara í rauninni hvað viðkomandi hefur ekið marga kílómetra og hann myndi þá bara greiða af því. Það væri þá bara einhver gjaldskrá til dæmis þar sem að væri kannski ákveðið gjald fyrir bensínbíla, ákveðið gjald fyrir vistvæna bíla, og inn í það væri þá hægt að setja kannski að þeir sem að væru tekjulægstir greiði þá aldrei meira en eitthvað visst,“ segir Sanna. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Telur að samgöngusáttmálinn fari í þveröfuga átt við markmið hans Sjónvarpsmaðurinn og borgarfræðingurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur ýmislegt að athuga við samgöngusáttmálann sem ríkisstjórnin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku. Gísli Marteinn telur útilokað að yfirlýst markmið sáttmálans muni nást verði jafn mikið púður sett í uppbyggingu mannvirkja fyrir bílaumferð, líkt og ráð er gert fyrir. 1. október 2019 11:30 Tillaga um að leyfa samflot á forgangsakreinum felld Sjálfstæðismenn vildu að forgangsakeinar almenningssamgangna yrðu einnig opnar fyrir bíla með þrjá eða fleiri innanborðs. 1. október 2019 19:15 Segir flesta borgarfulltrúa vera „amatöra“ í umræðunni um samgöngumál Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal borgarfulltrúa. 1. október 2019 17:07 „Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. 1. október 2019 15:10 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, leggst gegn því að lögð verði á veggjöld til að fjármagna samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. „Með þessi fyrirhuguðu veggjöld þá náttúrlega höfum við áhyggjur af því að þetta geti opnað á einkavæðingu,“ segir Sanna í samtali við Vísi en hún lýsti þessum sjónarmiðum einnig á fundi borgarstjórnar í gær þar sem fram fór fyrri umræða um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Hún fagnar því að gera eigi úrbætur, einkum á almenningssamgöngukerfinu, en setur þó spurningamerki við þær hugmyndir að fjármagna stóran hluta kostnaðar með veggjöldum í einhvers konar útfærslu. „Maður spyr sig náttúrlega hver myndi þá sjá um þetta og það yrði þá væntanlega einhver sem myndi þurfa að fylgjast með þessu kerfi og maður hefur áhyggjur af því að þetta sé skref í átt að markaðsvæðingu.“ Það sé að hennar mati áhyggjuefni ef ekki sé hægt að fjármagna uppbyggingu samgöngukerfisins úr sameiginlegum sjóðum. „Þar að auki eru þetta gjöld sem að myndu alltaf leggjast þyngst á láglaunafólk af því að þetta er náttúrlega alltaf hlutfallslega meira af tekjum þeirra heldur en tekjum annarra.“ Hún vilji frekar skoða aðra kosti, til dæmis að leggja á svokallað kílómetragjald. „Þá væri bara hægt að skoða bara í rauninni hvað viðkomandi hefur ekið marga kílómetra og hann myndi þá bara greiða af því. Það væri þá bara einhver gjaldskrá til dæmis þar sem að væri kannski ákveðið gjald fyrir bensínbíla, ákveðið gjald fyrir vistvæna bíla, og inn í það væri þá hægt að setja kannski að þeir sem að væru tekjulægstir greiði þá aldrei meira en eitthvað visst,“ segir Sanna.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Telur að samgöngusáttmálinn fari í þveröfuga átt við markmið hans Sjónvarpsmaðurinn og borgarfræðingurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur ýmislegt að athuga við samgöngusáttmálann sem ríkisstjórnin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku. Gísli Marteinn telur útilokað að yfirlýst markmið sáttmálans muni nást verði jafn mikið púður sett í uppbyggingu mannvirkja fyrir bílaumferð, líkt og ráð er gert fyrir. 1. október 2019 11:30 Tillaga um að leyfa samflot á forgangsakreinum felld Sjálfstæðismenn vildu að forgangsakeinar almenningssamgangna yrðu einnig opnar fyrir bíla með þrjá eða fleiri innanborðs. 1. október 2019 19:15 Segir flesta borgarfulltrúa vera „amatöra“ í umræðunni um samgöngumál Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal borgarfulltrúa. 1. október 2019 17:07 „Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. 1. október 2019 15:10 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Telur að samgöngusáttmálinn fari í þveröfuga átt við markmið hans Sjónvarpsmaðurinn og borgarfræðingurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur ýmislegt að athuga við samgöngusáttmálann sem ríkisstjórnin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku. Gísli Marteinn telur útilokað að yfirlýst markmið sáttmálans muni nást verði jafn mikið púður sett í uppbyggingu mannvirkja fyrir bílaumferð, líkt og ráð er gert fyrir. 1. október 2019 11:30
Tillaga um að leyfa samflot á forgangsakreinum felld Sjálfstæðismenn vildu að forgangsakeinar almenningssamgangna yrðu einnig opnar fyrir bíla með þrjá eða fleiri innanborðs. 1. október 2019 19:15
Segir flesta borgarfulltrúa vera „amatöra“ í umræðunni um samgöngumál Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal borgarfulltrúa. 1. október 2019 17:07
„Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. 1. október 2019 15:10