Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Heimir Már Pétursson skrifar 2. október 2019 13:15 Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun. Vísir/vilhelm Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. Seðlabankastjóri segir heimilin í landinu að einhverju leyti hafa verið að halda að sér höndum og reiknað sé með að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist á ný upp úr áramótum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að áfram muni hægja á vexti efnahagsumsvifa en sjá megi merki þess að þjóðarbúið sé mögulega að ná viðspyrnu.Þessar horfur sem þið eruð að fara í gegnum, sýna þær ekki að við erum á leið í töluverðan samdrátt?„Ekki beinlínis. Við munum sjá samdrátt áþessu ári en það bendir margt til þess að hagkerfið sé að ná viðspyrnu. Við erum ekki að sjá eins og við höfum séðáður samdrátt í innlendri eftirspurn eins og verið hefur oft áður. Það gefur okkur von um að við getum verið að ná tiltölulega mjúkri lendingu,“ segir Ásgeir. Verðbólga mældist 3,1% áþriðja ársfjórðungi og hjaðnaði milli fjórðunga en verðbólgumarkmiðin eru 2,5 prósent. Verðbólga jókst hins vegar milli mánaða í september. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar vegna lækkunar stýrivaxtanna nú segir að nýleg þróun bendi til þess að efnahagsumsvif hafi veriðþróttmeiri en gert hafi verið ráð fyrir. Hins vegar séu horfur framundan óvissar, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú er búist við. Hóflegum kjarasamningum hefur verið fagnað af mörgum en heimilin í landinu eru greinilega varkár.En benda þessir „skynsömu kjarasamningar“ til þess að heimilin bregðist við með því að halda að sér höndum?„Að einhverju leyti hafa heimilin verið að halda að sér höndum og spara að einhverju leyti. Við erum að sjá miklu minni kaup á erlendum vörum. Miklu minni kaup á bílum og þess sem við köllum varanlegir neyslufjármunir (heimilistæki o.s.frv.) færri utanlandsferðir. Að einhverju leyti hefur eftirspurnin þá verið að beinast inn í landið sem er mjög jákvætt,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Íslenska krónan Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. Seðlabankastjóri segir heimilin í landinu að einhverju leyti hafa verið að halda að sér höndum og reiknað sé með að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist á ný upp úr áramótum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að áfram muni hægja á vexti efnahagsumsvifa en sjá megi merki þess að þjóðarbúið sé mögulega að ná viðspyrnu.Þessar horfur sem þið eruð að fara í gegnum, sýna þær ekki að við erum á leið í töluverðan samdrátt?„Ekki beinlínis. Við munum sjá samdrátt áþessu ári en það bendir margt til þess að hagkerfið sé að ná viðspyrnu. Við erum ekki að sjá eins og við höfum séðáður samdrátt í innlendri eftirspurn eins og verið hefur oft áður. Það gefur okkur von um að við getum verið að ná tiltölulega mjúkri lendingu,“ segir Ásgeir. Verðbólga mældist 3,1% áþriðja ársfjórðungi og hjaðnaði milli fjórðunga en verðbólgumarkmiðin eru 2,5 prósent. Verðbólga jókst hins vegar milli mánaða í september. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar vegna lækkunar stýrivaxtanna nú segir að nýleg þróun bendi til þess að efnahagsumsvif hafi veriðþróttmeiri en gert hafi verið ráð fyrir. Hins vegar séu horfur framundan óvissar, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú er búist við. Hóflegum kjarasamningum hefur verið fagnað af mörgum en heimilin í landinu eru greinilega varkár.En benda þessir „skynsömu kjarasamningar“ til þess að heimilin bregðist við með því að halda að sér höndum?„Að einhverju leyti hafa heimilin verið að halda að sér höndum og spara að einhverju leyti. Við erum að sjá miklu minni kaup á erlendum vörum. Miklu minni kaup á bílum og þess sem við köllum varanlegir neyslufjármunir (heimilistæki o.s.frv.) færri utanlandsferðir. Að einhverju leyti hefur eftirspurnin þá verið að beinast inn í landið sem er mjög jákvætt,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Íslenska krónan Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57