Björn Bergmann kom af bekknum er Zenit slátraði Rostov Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. október 2019 18:45 Björn Bergmann í baráttunni við Hörð Björgvin Magnússon Vísir/Getty Íslendingalið Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur átt betri daga en liðið tapaði 6-1 fyrir Zenit St. Pétursborg í dag. Fyrir leikinn voru liðin með jafn mörg stig. Þá gerðu Viðar Örn Kjartansson og félagar í Rubin Kazan markalaust jafntefli gegn Spartak Moskvu á útivelli. Þá komu þeir Willum Þór Willumsson og Rúnar Alex Rúnarsson ekki við sögu hjá sínum liðum í dag. Framherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var á varamannabekk Rostov í dag á meðan Ragnar Sigurðsson var fjarverandi vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Íslands og Andorra á dögunum. Það má svo sannarlega segja að Rostov hafi saknað Ragnars í dag. Artem Dzyuba, framherji rússneska landsliðsins kom Zenit í 1-0 á 14. mínútu með marki úr vítaspyrnu og sex mínútum síðar hafði hann bætt við öðru marki sínu sem og öðru marki Zenit. Hinn magnaði Sardar Azmoun bætti við þriðja marki Zenit áður en fyrri hálfleik lauk. Í þeim síðari bætti Viacheslav Karavaev við fjórða marki heimamanna áður en Dzyuba fullkomnaði þrennu sína, hans annað mark úr vítaspyrnu og staðan orðin 5-0. Roman Eremenko minnkaði muninn fyrir Rostov á 83. mínútu úr þriðju vítaspyrnu leiksins áður en Wilmar Barrios fullkomnaði niðurlægingu Rostov. Björn Bergmann spilaði síðustu 13 mínútur leiksins. Eftir sigurinn er Zenit í 2. sæti deildarinnar með 29 stig, líkt og Lokomotiv Moskva sem er á toppnum með betri markatölu. Rostov er í 4. sæti, með lakari markatölu en Krasnodar sem situr í því þriðja. Viðar Örn Kjartansson spilaði allan leikinn er Rubin Kazan gerði markalaust jafntefli við Spartak Moskvu. Bæði lið því áfram með jafn mörg stig, 15 talsins, í 8. og 9. sæti deildarinnar. Willum Þór sat allan tímann á bekknum er Bate Borisov gerði 1-1 jafntefli við FC Gomel í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi. Bate er sem fyrr í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Brest sem situr á toppnum. Sömu sögu má segja af Rúnari Alex er Dijon gerði markalaust jafntefli við stórlið Lyon á útivelli. Dijon situr í næst neðsta sæti deildarinnar með níu stig þegar 10 umferðum er lokið. Fótbolti Tengdar fréttir Jón Daði spilaði er Millwall henti frá sér forystunni | Leeds United marði sigur Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður þegar Millwall henti frá sér 2-0 forystu gegn Brentford á útivelli í ensku B-deildinni í fótbola í dag, lokatölur 3-2. Þá marði Leeds United 1-0 sigur á Birmingham City á Elland Road og Stoke City vann aðeins sinn annan leik á tímabilinu. 19. október 2019 16:30 Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30 Guðlaugur Victor skoraði sigurmark Darmstadt Guðlaugur Victor Pálsson tryggði Darmstadt sigur gegn St. Pauli í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 12:55 Gylfi Þór: Frábær frammistaða hjá strákunum Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á bekknum hjá Everton er liðið mætti West Ham United á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi Þór nýtti hins vegar mínúturnar heldur betur vel en hann skoraði glæsilegt mark sem tryggði Everton 2-0 sigur. Eftir leik var íslenski landsliðsmaðurinn tekinn í viðtal á BT Sport. 19. október 2019 17:15 Gylfi skoraði í mikilvægum sigri Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 13:30 Sveinn Aron skoraði sigurmark Spezia Sveinn Aron Guðjohnsen tryggði Spezia sigur á Pescara í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 14:55 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
Íslendingalið Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur átt betri daga en liðið tapaði 6-1 fyrir Zenit St. Pétursborg í dag. Fyrir leikinn voru liðin með jafn mörg stig. Þá gerðu Viðar Örn Kjartansson og félagar í Rubin Kazan markalaust jafntefli gegn Spartak Moskvu á útivelli. Þá komu þeir Willum Þór Willumsson og Rúnar Alex Rúnarsson ekki við sögu hjá sínum liðum í dag. Framherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var á varamannabekk Rostov í dag á meðan Ragnar Sigurðsson var fjarverandi vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Íslands og Andorra á dögunum. Það má svo sannarlega segja að Rostov hafi saknað Ragnars í dag. Artem Dzyuba, framherji rússneska landsliðsins kom Zenit í 1-0 á 14. mínútu með marki úr vítaspyrnu og sex mínútum síðar hafði hann bætt við öðru marki sínu sem og öðru marki Zenit. Hinn magnaði Sardar Azmoun bætti við þriðja marki Zenit áður en fyrri hálfleik lauk. Í þeim síðari bætti Viacheslav Karavaev við fjórða marki heimamanna áður en Dzyuba fullkomnaði þrennu sína, hans annað mark úr vítaspyrnu og staðan orðin 5-0. Roman Eremenko minnkaði muninn fyrir Rostov á 83. mínútu úr þriðju vítaspyrnu leiksins áður en Wilmar Barrios fullkomnaði niðurlægingu Rostov. Björn Bergmann spilaði síðustu 13 mínútur leiksins. Eftir sigurinn er Zenit í 2. sæti deildarinnar með 29 stig, líkt og Lokomotiv Moskva sem er á toppnum með betri markatölu. Rostov er í 4. sæti, með lakari markatölu en Krasnodar sem situr í því þriðja. Viðar Örn Kjartansson spilaði allan leikinn er Rubin Kazan gerði markalaust jafntefli við Spartak Moskvu. Bæði lið því áfram með jafn mörg stig, 15 talsins, í 8. og 9. sæti deildarinnar. Willum Þór sat allan tímann á bekknum er Bate Borisov gerði 1-1 jafntefli við FC Gomel í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi. Bate er sem fyrr í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Brest sem situr á toppnum. Sömu sögu má segja af Rúnari Alex er Dijon gerði markalaust jafntefli við stórlið Lyon á útivelli. Dijon situr í næst neðsta sæti deildarinnar með níu stig þegar 10 umferðum er lokið.
Fótbolti Tengdar fréttir Jón Daði spilaði er Millwall henti frá sér forystunni | Leeds United marði sigur Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður þegar Millwall henti frá sér 2-0 forystu gegn Brentford á útivelli í ensku B-deildinni í fótbola í dag, lokatölur 3-2. Þá marði Leeds United 1-0 sigur á Birmingham City á Elland Road og Stoke City vann aðeins sinn annan leik á tímabilinu. 19. október 2019 16:30 Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30 Guðlaugur Victor skoraði sigurmark Darmstadt Guðlaugur Victor Pálsson tryggði Darmstadt sigur gegn St. Pauli í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 12:55 Gylfi Þór: Frábær frammistaða hjá strákunum Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á bekknum hjá Everton er liðið mætti West Ham United á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi Þór nýtti hins vegar mínúturnar heldur betur vel en hann skoraði glæsilegt mark sem tryggði Everton 2-0 sigur. Eftir leik var íslenski landsliðsmaðurinn tekinn í viðtal á BT Sport. 19. október 2019 17:15 Gylfi skoraði í mikilvægum sigri Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 13:30 Sveinn Aron skoraði sigurmark Spezia Sveinn Aron Guðjohnsen tryggði Spezia sigur á Pescara í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 14:55 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
Jón Daði spilaði er Millwall henti frá sér forystunni | Leeds United marði sigur Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður þegar Millwall henti frá sér 2-0 forystu gegn Brentford á útivelli í ensku B-deildinni í fótbola í dag, lokatölur 3-2. Þá marði Leeds United 1-0 sigur á Birmingham City á Elland Road og Stoke City vann aðeins sinn annan leik á tímabilinu. 19. október 2019 16:30
Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30
Guðlaugur Victor skoraði sigurmark Darmstadt Guðlaugur Victor Pálsson tryggði Darmstadt sigur gegn St. Pauli í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 12:55
Gylfi Þór: Frábær frammistaða hjá strákunum Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á bekknum hjá Everton er liðið mætti West Ham United á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi Þór nýtti hins vegar mínúturnar heldur betur vel en hann skoraði glæsilegt mark sem tryggði Everton 2-0 sigur. Eftir leik var íslenski landsliðsmaðurinn tekinn í viðtal á BT Sport. 19. október 2019 17:15
Gylfi skoraði í mikilvægum sigri Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 13:30
Sveinn Aron skoraði sigurmark Spezia Sveinn Aron Guðjohnsen tryggði Spezia sigur á Pescara í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 14:55