Þorgerður Katrín segir það skjóta skökku við að VG bjóði aðeins upp á vegan mat á landsfundi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2019 10:14 Þorgerður Katrín segir það skjóta skökku við að VG bjóði ekki upp á kjöt á landsfundi flokksins. vísir Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hófst í gær en fundurinn er haldinn á Grand hóteli í Reykjavík og mun standa yfir alla helgina. Umhverfis- og loftslagsmál eru rauði þráðurinn á þessum landsfundi, sem er sá ellefti sem flokkurinn heldur. Upp úr hádegi í dag verða pallborðsumræður um loftslagsmál og verða gestir pallborðsins einstaklingar úr atvinnulífi, umhverfisfræðum og verkalýðshreyfingum. Þá tilkynnti flokkurinn að allar veitingar yrðu kjötlausar og verður enginn pappír á fundinum heldur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir kjötleysið skjóta skökku við. „Þetta er sami flokkur og hefur verið í fararbroddi og beinlínis í samkeppni við hina Framsóknarflokkana um að framleiðslutengja landbúnað upp á tugi milljarða. Aðallega í þágu milliliðanna en ekki bænda, neytenda og hvað þá náttúrunnar sjálfrar,“ skrifar Þorgerður á Facebook-síðu sinni. Hún segir margt benda til að vegan mataræði hafi jákvæð áhrif á heilsu og umhverfi og geti minnkað kolefnisfótspor. Hún velti fyrir sér hvort þetta sé kaldhæðni, hugsunarleysi eða „bara leiktjöld.“ „Framleiðið, framleiðið, framleiðið hafa verið skilaboðin frá VG í gegnum árin þannig að heilu kjötfjöllin myndast. Það sem við gátum ekki borðað fór síðan í útflutning enda framleiðslan 150% umfram þörfina á innanlandsmarkaði.“ Þá segir hún miklu nær hefði verið ef VG hefðu borðað kjöt alla helgina, kvölds og morgna hefði flokkurinn viljað vinna gegn kolefnisfótsporinu. Þá hefði flokkurinn síðan átt að gefa frá sér yfirlýsingu um að þau ætluðu að koma „með okkur“ í að breyta landbúnaðarstefnunni. „Allt lítur þetta vel út á yfirborðinu hjá VG en þegar betur er að gáð fara hljóð og mynd ekki saman. Og ekkert breytist,“ skrifar Þorgerður. Maturinn á landsfundinum er þó ekki aðeins vegan, en boðið er upp á vegan mat en einnig er boðið upp á fisk. Þá segir flokksmaður í samtali við fréttastofu að einhverjar kjötvörur séu einnig á boðstólnum þrátt fyrir tilkynningu flokksins um að fundurinn yrði kjötlaus. Loftslagsmál Umhverfismál Viðreisn Vinstri græn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hófst í gær en fundurinn er haldinn á Grand hóteli í Reykjavík og mun standa yfir alla helgina. Umhverfis- og loftslagsmál eru rauði þráðurinn á þessum landsfundi, sem er sá ellefti sem flokkurinn heldur. Upp úr hádegi í dag verða pallborðsumræður um loftslagsmál og verða gestir pallborðsins einstaklingar úr atvinnulífi, umhverfisfræðum og verkalýðshreyfingum. Þá tilkynnti flokkurinn að allar veitingar yrðu kjötlausar og verður enginn pappír á fundinum heldur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir kjötleysið skjóta skökku við. „Þetta er sami flokkur og hefur verið í fararbroddi og beinlínis í samkeppni við hina Framsóknarflokkana um að framleiðslutengja landbúnað upp á tugi milljarða. Aðallega í þágu milliliðanna en ekki bænda, neytenda og hvað þá náttúrunnar sjálfrar,“ skrifar Þorgerður á Facebook-síðu sinni. Hún segir margt benda til að vegan mataræði hafi jákvæð áhrif á heilsu og umhverfi og geti minnkað kolefnisfótspor. Hún velti fyrir sér hvort þetta sé kaldhæðni, hugsunarleysi eða „bara leiktjöld.“ „Framleiðið, framleiðið, framleiðið hafa verið skilaboðin frá VG í gegnum árin þannig að heilu kjötfjöllin myndast. Það sem við gátum ekki borðað fór síðan í útflutning enda framleiðslan 150% umfram þörfina á innanlandsmarkaði.“ Þá segir hún miklu nær hefði verið ef VG hefðu borðað kjöt alla helgina, kvölds og morgna hefði flokkurinn viljað vinna gegn kolefnisfótsporinu. Þá hefði flokkurinn síðan átt að gefa frá sér yfirlýsingu um að þau ætluðu að koma „með okkur“ í að breyta landbúnaðarstefnunni. „Allt lítur þetta vel út á yfirborðinu hjá VG en þegar betur er að gáð fara hljóð og mynd ekki saman. Og ekkert breytist,“ skrifar Þorgerður. Maturinn á landsfundinum er þó ekki aðeins vegan, en boðið er upp á vegan mat en einnig er boðið upp á fisk. Þá segir flokksmaður í samtali við fréttastofu að einhverjar kjötvörur séu einnig á boðstólnum þrátt fyrir tilkynningu flokksins um að fundurinn yrði kjötlaus.
Loftslagsmál Umhverfismál Viðreisn Vinstri græn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira