Sparitréin í Kjarnaskógi fá sérstaka kanínuvernd Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2019 20:00 Kanínur eru algeng sjón í Kjarnaskógi. Þær geta samt ekki étið þessi tré sem sjást hérna á myndinni. Vísir/Tryggvi Páll Tré sem flokkast sem sparitré í Kjarnaskóg við Akureyri njóta sérstakrar kanínuverndar. Samband staðarhaldara og kanínanna í skóginum er svokallað ástar/haturs samband. Kanínur eru komnar til að vera í Kjarnaskógi og þykir mörgum gaman að sjá þessa loðbolta hoppandi um skóginn. Fylgifiskur þeirra er þó að sum tré eru í hættu yfir veturinn. „Þær bara byrja að naga þar sem snjólínan er og naga allan börk uppeftir. Ef að börkurinn er tekinn hringinn, þá er tréið dautt. Þannig að við ætlum að halda þessum reyni frá þeim. Þær allavega fá í tennurnar með því að bryðja þetta hæsnanet,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélag Eyfirðinga, á meðan hann sýnir fréttamanni kanínuvarnirnar.Ingólfur Jóhannsson er ýmsu vanur í Kjarnaskógi.Vísir/Tryggvi PállKanínurnar sólgnar í kirsuberjatrén Staðarhaldarar hafa girt í kringum eða vafið hænsnaneti utan um kirsuberjatré og aðrar sérstakar tegundir. Sparitréin. „Við erum að setja hérna Ask og Hlyn og sjaldgæfari tegundir. Það reynum við að verja,“ útskýrir Ingólfur.Hvað hefði gerst ef þið hefðuð ekki sett þessar girðingar hérna í kring?„Þá væru öll þessi tré bara nöguð og steindauð.“Þær eru svolítið óvægnar hérna í þessu?„Í þessu. Kirsuber eru náttúrúlega það besta sem kanínur fá þannig að þær eru mjög harðar á því. Þær eru ekkert hrifnar af birki og ýmsum öðrum tegundum.“Þetta tré væri steindautt ef þetta hænsnet væri ekki til að verja það fyrir kanínunum.Vísir/Tryggvi PállÞessi hegðun hjá kanínunum vekur mismikla hrifningu. „Stundum er maður ógeðslega fúll og ef ég missi kirsuberjartré þá er ég bara verulega reiður. Þær geta valdið okkur tjóni en hins vegar eru þær komnar til að vera hérna og við ætlum að lifa með þeim. Þetta verður svona ást og hatur áfram held ég.“ Akureyri Dýr Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir Strandblak í mikilli sókn Strandblaksiðkun hefur farið sívaxandi á Akureyri og nágrenni með tilkomu strandblaksvalla í Kjarnaskógi og víðar. 29. júní 2019 22:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Tré sem flokkast sem sparitré í Kjarnaskóg við Akureyri njóta sérstakrar kanínuverndar. Samband staðarhaldara og kanínanna í skóginum er svokallað ástar/haturs samband. Kanínur eru komnar til að vera í Kjarnaskógi og þykir mörgum gaman að sjá þessa loðbolta hoppandi um skóginn. Fylgifiskur þeirra er þó að sum tré eru í hættu yfir veturinn. „Þær bara byrja að naga þar sem snjólínan er og naga allan börk uppeftir. Ef að börkurinn er tekinn hringinn, þá er tréið dautt. Þannig að við ætlum að halda þessum reyni frá þeim. Þær allavega fá í tennurnar með því að bryðja þetta hæsnanet,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélag Eyfirðinga, á meðan hann sýnir fréttamanni kanínuvarnirnar.Ingólfur Jóhannsson er ýmsu vanur í Kjarnaskógi.Vísir/Tryggvi PállKanínurnar sólgnar í kirsuberjatrén Staðarhaldarar hafa girt í kringum eða vafið hænsnaneti utan um kirsuberjatré og aðrar sérstakar tegundir. Sparitréin. „Við erum að setja hérna Ask og Hlyn og sjaldgæfari tegundir. Það reynum við að verja,“ útskýrir Ingólfur.Hvað hefði gerst ef þið hefðuð ekki sett þessar girðingar hérna í kring?„Þá væru öll þessi tré bara nöguð og steindauð.“Þær eru svolítið óvægnar hérna í þessu?„Í þessu. Kirsuber eru náttúrúlega það besta sem kanínur fá þannig að þær eru mjög harðar á því. Þær eru ekkert hrifnar af birki og ýmsum öðrum tegundum.“Þetta tré væri steindautt ef þetta hænsnet væri ekki til að verja það fyrir kanínunum.Vísir/Tryggvi PállÞessi hegðun hjá kanínunum vekur mismikla hrifningu. „Stundum er maður ógeðslega fúll og ef ég missi kirsuberjartré þá er ég bara verulega reiður. Þær geta valdið okkur tjóni en hins vegar eru þær komnar til að vera hérna og við ætlum að lifa með þeim. Þetta verður svona ást og hatur áfram held ég.“
Akureyri Dýr Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir Strandblak í mikilli sókn Strandblaksiðkun hefur farið sívaxandi á Akureyri og nágrenni með tilkomu strandblaksvalla í Kjarnaskógi og víðar. 29. júní 2019 22:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Strandblak í mikilli sókn Strandblaksiðkun hefur farið sívaxandi á Akureyri og nágrenni með tilkomu strandblaksvalla í Kjarnaskógi og víðar. 29. júní 2019 22:00