Litla Hraun hafi verið í heljargreipum Annþórs og Barkar Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2019 13:26 Annþór Kristján Karlsson í héraðsdómi árið 2008. Litla Hraun á að hafa verið í heljargreipum Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar þegar þeir afplánuðu þar dóm árið 2012. Þetta kom fram í máli lögmanns íslenska ríkisins, Guðrúnar Sesselju Arnardóttur, við aðalmeðferð í skaðabótamáli Annþórs gegn íslenska ríkinu sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Annþór hefur krafist þess að íslenska ríkið greiði honum 64 milljónir í bætur fyrir að hafa verið vistaður á öryggisgangi Litla Hrauns á meðan rannsókn á dauða fangans Sigurðar Hólms Sigurðssonar stóð yfir. Annþór og Börkur voru grunaðir um að hafa átt þátt í dauða Sigurðar. Leiddi rannsóknin til þess að Annþór og Börkur voru ákærðir fyrir alvarlega líkamsárás sem leiddi til dauða Sigurðar. Þeir voru sýknaðir í héraði og Hæstarétti. Annþór og Börkur voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í 21 dag en fyrir það fengu þeir dæmdar bætur upp á 1.680 þúsund krónur. Þá hafði fengist heimild fyrir að hlera þá á öryggisganginum í viku og til að hlusta á samtöl þeirra í síma í mánuð. Fyrir það fengu þeir 800 þúsund í bætur. Þórhallur Haukur Þorvaldsson, lögmaður Annþórs.Vísir/Vilhelm Einkamálið nú snýst því um vistun á öryggisgangi fangelsisins sem stóð yfir í eitt og hálft ár, eða 541 dag. Gerir Annþór þá kröfu að fá greiddar 100 þúsund krónur fyrir hvern dag sem hann var á öryggisganginum sem gera 54 milljónir og 100 þúsund krónur. Að auki gerir hann kröfu um bætur upp á 10 milljónir króna vegna vanvirðandi hegðunar sem hann varð fyrir vegna þessa. Tilraun til að komast framhjá úrskurði dómara Þórhallur Haukur Þorvaldsson, lögmaður Annþórs, sagði þess vistun á öryggisganginum vera jafn íþyngjandi úrræði og gæsluvarðhald. Er það mat Þórhalls að með þessari tilhögun hafi yfirvöld komist hjá því að fá úrskurð frá dómara um áframhaldandi gæsluvarðhald og þannig farið á svig við þær ströngu kröfur sem gerðar eru um gæsluvarðhaldsvistun. Sagði Þórhallur að fangelsismálayfirvöld hefðu borið við að kvartanir hefðu borist undan hegðun Annþórs og Barkar í aðdraganda dauða Sigurðar Hólms. Þær hafi verið dregnar fram til að réttlæta að þeir yrðu vistaðir á öryggisgangi fangelsisins, en ekki rannsókn á dauða samfanga þeirra. Engin gögn um ógn Lögmaður Annþórs sagði engin gögn styðja þær fullyrðingar yfirvalda að öðrum föngum hafi staðið ógn af Annþóri og Berki. Enginn hafi sett inn formlega kvörtun, einungis væri hægt að vísa í tölvupóst fangavarða og óljósar yfirlýsingar. Var einnig vísað í meinta aðild að líkamsárás sem átti sér stað í apríl árið 2012, mánuði áður en Sigurður Hólm fannst látinn í klefa sínum. Sagði Þórhallur að væntanlega myndi íslenska ríkið skýla sér á bak við það að fangar hafi verið hræddir við Annþór og Börk og ekki viljað segja frá. Ekki hafi verið tekin nein skýrsla og engin gögn sem liggja því til stuðnings. Þórhallur sagði um hreinan fyrirslátt að ræða með það eitt að markmiði að halda Annþór og Berki á öryggisganginum vegna rannsóknar þessa sakamáls sem þeir voru síðar sýknaðir af. Guðrún Sesselja Arnardóttir, lögmaður íslenska ríkisins. Vísir/Vilhelm Föngum hafi stafað ógn af Annþór og Berki Guðrún Sesselja sagði Annþóri hafa verið gert að sæta vistun á öryggisgangi Litla Hrauns vegna hegðunar sinnar í fangelsinu. Hann hafi verið með ógnandi hegðun í afplánun, grunaður um að beita samfanga ofbeldi og hótunum ýmiskonur. Fangar sem voru með honum á gangi hafi stafað mikil ógn af honum og nánast enginn fangi sem treysti sér að vera í kringum þá Annþór og Börk. Vísaði Guðrún í skýrslur frá deildarstjóra í fangelsinu sem sagði ástandið þar ekki gott á þessum tíma. Tölvupóstur mánuði fyrir andlátið Áður en Sigurður Hólm lést var til skoðunar að vista þá Annþór og Börk á öryggisganginum. Vísaði Guðrún Sesselja til tölvupóstar frá forstjóra Fangelsismálastofnunar frá 18. Apríl 2012 þess efnis, sem var sendur mánuði áður en Sigurður lést 17. maí sama ár. Þegar grunur beindist að aðild þeirra að dauða Sigurðar hafi ekki annað verið hægt en að bregðast við því með því að vista þá á öryggisganginum. Sagði Guðrún að ástandið á Litla Hrauni hefði verið slæmt. Nánast allir fangar hafi óttast Annþór og Börk og fangelsið verið í heljargreipum vegna þeirra. Við því hafi þurft að bregðast. Höfðu aðgang að tómstundum, námi og vinnu Benti Guðrún á að Annþór hefði haft aðgang að tómstundum og námi, sem hann stundaði, sem og vinnu, sem hann hafnaði. Þá hafði hann heimild til að fá gesti í heimsókn. Var heimsóknartíminn fyrst um sinn ein og hálf klukkustund en mjög fljótlega lengdur í tvær klukkustundir. Fékk Annþór að jafnaði tvær heimsóknir í viku. Þá var hlaupabretti flutt inn á ganginn. Hún hafnaði því að Annþór hafi verið hafður í langvarandi einangrun sem verði jafnað við gæsluvarðhald. Þrír klefar voru á ganginum þar sem að minnsta kosti einn fangi var til viðbótar. Þeir fangar sem eru beittir einangrun eru lokaðir inni í klefa allan sólarhringinn og hafa ekki möguleika á námi, vinnu og tómstundum. Ekki ákærðir að ósekju Þá hafi ákæran gegn þeim ekki verið að ósekju. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur töldu rannsóknarhagsmuni vera undir þegar þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald og ekki að ástæðulausu að grunur beindist að þeim. Þeir voru í ellefu mínútur með Sigurði Hólm áður en hann fannst látinn. Varðandi áhrif á andleg heilsu Annþórs benti Guðrún á að engin gögn hafi verið lögð fram um hana sem sýndi fram á að andleg heilsa hans hafi verið verri eftir þessa afplánun eða fyrri afplánanir, eða þá verri en hjá öðrum föngum. Krafðist Guðrún sýknu í málinu fyrir hönd íslenska ríkisins. Dómsmál Fangelsismál Mál Annþórs og Barkar Tengdar fréttir Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson stefnir íslenska ríkinu. 14. október 2019 16:06 Börkur vill einnig bætur og ívið hærri en Annþór Kröfur Annþórs og Barkar nema samanlagt rúmum 130 milljónum króna. 16. október 2019 10:19 Annþór og Börkur hafa fengið greiddar bætur Báðir fengu þeir tæpar tvær milljónir eftir að sýkna í máli á hendur þeim lá fyrir. 15. október 2019 14:24 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Sjá meira
Litla Hraun á að hafa verið í heljargreipum Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar þegar þeir afplánuðu þar dóm árið 2012. Þetta kom fram í máli lögmanns íslenska ríkisins, Guðrúnar Sesselju Arnardóttur, við aðalmeðferð í skaðabótamáli Annþórs gegn íslenska ríkinu sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Annþór hefur krafist þess að íslenska ríkið greiði honum 64 milljónir í bætur fyrir að hafa verið vistaður á öryggisgangi Litla Hrauns á meðan rannsókn á dauða fangans Sigurðar Hólms Sigurðssonar stóð yfir. Annþór og Börkur voru grunaðir um að hafa átt þátt í dauða Sigurðar. Leiddi rannsóknin til þess að Annþór og Börkur voru ákærðir fyrir alvarlega líkamsárás sem leiddi til dauða Sigurðar. Þeir voru sýknaðir í héraði og Hæstarétti. Annþór og Börkur voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í 21 dag en fyrir það fengu þeir dæmdar bætur upp á 1.680 þúsund krónur. Þá hafði fengist heimild fyrir að hlera þá á öryggisganginum í viku og til að hlusta á samtöl þeirra í síma í mánuð. Fyrir það fengu þeir 800 þúsund í bætur. Þórhallur Haukur Þorvaldsson, lögmaður Annþórs.Vísir/Vilhelm Einkamálið nú snýst því um vistun á öryggisgangi fangelsisins sem stóð yfir í eitt og hálft ár, eða 541 dag. Gerir Annþór þá kröfu að fá greiddar 100 þúsund krónur fyrir hvern dag sem hann var á öryggisganginum sem gera 54 milljónir og 100 þúsund krónur. Að auki gerir hann kröfu um bætur upp á 10 milljónir króna vegna vanvirðandi hegðunar sem hann varð fyrir vegna þessa. Tilraun til að komast framhjá úrskurði dómara Þórhallur Haukur Þorvaldsson, lögmaður Annþórs, sagði þess vistun á öryggisganginum vera jafn íþyngjandi úrræði og gæsluvarðhald. Er það mat Þórhalls að með þessari tilhögun hafi yfirvöld komist hjá því að fá úrskurð frá dómara um áframhaldandi gæsluvarðhald og þannig farið á svig við þær ströngu kröfur sem gerðar eru um gæsluvarðhaldsvistun. Sagði Þórhallur að fangelsismálayfirvöld hefðu borið við að kvartanir hefðu borist undan hegðun Annþórs og Barkar í aðdraganda dauða Sigurðar Hólms. Þær hafi verið dregnar fram til að réttlæta að þeir yrðu vistaðir á öryggisgangi fangelsisins, en ekki rannsókn á dauða samfanga þeirra. Engin gögn um ógn Lögmaður Annþórs sagði engin gögn styðja þær fullyrðingar yfirvalda að öðrum föngum hafi staðið ógn af Annþóri og Berki. Enginn hafi sett inn formlega kvörtun, einungis væri hægt að vísa í tölvupóst fangavarða og óljósar yfirlýsingar. Var einnig vísað í meinta aðild að líkamsárás sem átti sér stað í apríl árið 2012, mánuði áður en Sigurður Hólm fannst látinn í klefa sínum. Sagði Þórhallur að væntanlega myndi íslenska ríkið skýla sér á bak við það að fangar hafi verið hræddir við Annþór og Börk og ekki viljað segja frá. Ekki hafi verið tekin nein skýrsla og engin gögn sem liggja því til stuðnings. Þórhallur sagði um hreinan fyrirslátt að ræða með það eitt að markmiði að halda Annþór og Berki á öryggisganginum vegna rannsóknar þessa sakamáls sem þeir voru síðar sýknaðir af. Guðrún Sesselja Arnardóttir, lögmaður íslenska ríkisins. Vísir/Vilhelm Föngum hafi stafað ógn af Annþór og Berki Guðrún Sesselja sagði Annþóri hafa verið gert að sæta vistun á öryggisgangi Litla Hrauns vegna hegðunar sinnar í fangelsinu. Hann hafi verið með ógnandi hegðun í afplánun, grunaður um að beita samfanga ofbeldi og hótunum ýmiskonur. Fangar sem voru með honum á gangi hafi stafað mikil ógn af honum og nánast enginn fangi sem treysti sér að vera í kringum þá Annþór og Börk. Vísaði Guðrún í skýrslur frá deildarstjóra í fangelsinu sem sagði ástandið þar ekki gott á þessum tíma. Tölvupóstur mánuði fyrir andlátið Áður en Sigurður Hólm lést var til skoðunar að vista þá Annþór og Börk á öryggisganginum. Vísaði Guðrún Sesselja til tölvupóstar frá forstjóra Fangelsismálastofnunar frá 18. Apríl 2012 þess efnis, sem var sendur mánuði áður en Sigurður lést 17. maí sama ár. Þegar grunur beindist að aðild þeirra að dauða Sigurðar hafi ekki annað verið hægt en að bregðast við því með því að vista þá á öryggisganginum. Sagði Guðrún að ástandið á Litla Hrauni hefði verið slæmt. Nánast allir fangar hafi óttast Annþór og Börk og fangelsið verið í heljargreipum vegna þeirra. Við því hafi þurft að bregðast. Höfðu aðgang að tómstundum, námi og vinnu Benti Guðrún á að Annþór hefði haft aðgang að tómstundum og námi, sem hann stundaði, sem og vinnu, sem hann hafnaði. Þá hafði hann heimild til að fá gesti í heimsókn. Var heimsóknartíminn fyrst um sinn ein og hálf klukkustund en mjög fljótlega lengdur í tvær klukkustundir. Fékk Annþór að jafnaði tvær heimsóknir í viku. Þá var hlaupabretti flutt inn á ganginn. Hún hafnaði því að Annþór hafi verið hafður í langvarandi einangrun sem verði jafnað við gæsluvarðhald. Þrír klefar voru á ganginum þar sem að minnsta kosti einn fangi var til viðbótar. Þeir fangar sem eru beittir einangrun eru lokaðir inni í klefa allan sólarhringinn og hafa ekki möguleika á námi, vinnu og tómstundum. Ekki ákærðir að ósekju Þá hafi ákæran gegn þeim ekki verið að ósekju. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur töldu rannsóknarhagsmuni vera undir þegar þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald og ekki að ástæðulausu að grunur beindist að þeim. Þeir voru í ellefu mínútur með Sigurði Hólm áður en hann fannst látinn. Varðandi áhrif á andleg heilsu Annþórs benti Guðrún á að engin gögn hafi verið lögð fram um hana sem sýndi fram á að andleg heilsa hans hafi verið verri eftir þessa afplánun eða fyrri afplánanir, eða þá verri en hjá öðrum föngum. Krafðist Guðrún sýknu í málinu fyrir hönd íslenska ríkisins.
Dómsmál Fangelsismál Mál Annþórs og Barkar Tengdar fréttir Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson stefnir íslenska ríkinu. 14. október 2019 16:06 Börkur vill einnig bætur og ívið hærri en Annþór Kröfur Annþórs og Barkar nema samanlagt rúmum 130 milljónum króna. 16. október 2019 10:19 Annþór og Börkur hafa fengið greiddar bætur Báðir fengu þeir tæpar tvær milljónir eftir að sýkna í máli á hendur þeim lá fyrir. 15. október 2019 14:24 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Sjá meira
Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson stefnir íslenska ríkinu. 14. október 2019 16:06
Börkur vill einnig bætur og ívið hærri en Annþór Kröfur Annþórs og Barkar nema samanlagt rúmum 130 milljónum króna. 16. október 2019 10:19
Annþór og Börkur hafa fengið greiddar bætur Báðir fengu þeir tæpar tvær milljónir eftir að sýkna í máli á hendur þeim lá fyrir. 15. október 2019 14:24