Maður týnir ekki börnunum sínum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. október 2019 13:45 Ég tel mig mjög lánsaman, segir Joshua Bell sem leikur á afar dýrmæta Stradivarius-fiðlu. Mynd/Lisa Marie Mazzucco Fiðlusnillingurinn Joshua Bell kemur fram á tónleikum í Hörpu á sunnudag ásamt píanóleikaranum Alessio Bax. Leikur á Stradivarius-fiðlu sem er mikill dýrgripur. Segir frábært að leika í Hörpu. Joshua Bell, einn fremsti fiðluleikari samtímans, kemur fram á tónleikum í Hörpu næstkomandi sunnudagskvöld, 20. október, ásamt hinum þekkta píanóleikara Alessio Bax. Ferill Joshua Bell sem einleikari, kammertónlistarmaður og stjórnandi nær yfir meira en þrjátíu ár. Frá árinu 2011 hefur hann starfað sem tónlistarstjóri hjá bresku kammerhljómsveitinni Academy of St. Martin in the Fields. Hann kom hingað til lands með hljómsveitinni fyrir tveimur árum á tónleika í Hörpu sem hlutu frábærar viðtökur áheyrenda og gagnrýnenda.Ætlaði að verða leynilögga Blaðamaður náði tali af Bell, sem þá var staddur í Sviss. Þessi frægi fiðlusnillingur, sem ólst upp í Bandaríkjunum, er fyrst spurður hvort hann hafi verið áberandi músíkalskt barn. „Ég ólst upp í tónlistarfjölskyldu, þar voru ekki atvinnutónlistarmenn en allir léku samt á hljóðfæri þannig að það lá beint við að ég gerði það einnig. Þriggja ára gamall fór ég að safna alls kyns teygjum sem ég strengdi hér og þar og sló tóna. Foreldrar mínir settu mig því snemma í fiðlunám og fyrir það er ég þakklátur,“ segir hann. Tónlistin átti samt ekki hug hans allan á barnsárunum því hann var tíu ára gamall orðinn kappsfullur tennisleikari og áhugasamur um tennis og hafnabolta og reyndar allar íþróttir. Sjö ára gamall kom hann fram með hljómsveit og fór í kjölfar þess í fyrsta útvarpsviðtal sitt. „Þar var ég spurður hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Ég svaraði: Leynilögreglumaður eða vísindamaður. Ég var ekki með hugann við það að gera tónlist að atvinnu minni. Tólf ára gamall lærði ég hjá Josef Gingold, sem var mjög frægur og virtur kennari, og það var ekki síst vegna áhrifa frá honum að ég ákvað að leggja tónlistina fyrir mig.“Eins og að eiga barn Spurður hvort hann hafi aldrei verið með sviðsótta þegar hann kom fram sem barn og unglingur segir hann. „Ég var afskaplega feimið barn en feimnin fór af mér þegar ég spilaði. Mér fannst gaman að spila og fannst gott að vera fyrir framan áheyrendur. Á fullorðinsárum varð ég taugaóstyrkari en mér líður samt alltaf vel á sviði. Þetta er frábært starf.“ Bell leikur á Stradivarius-fiðlu frá árinu 1713, en hún er mikill dýrgripur og metin á of fjár. Spurður hvernig hann hafi eignast hana segir hann: „Ég lagði mikið á mig til að eignast hana. Sem ungur maður fjárfesti ég skynsamlega. Nítján ára gamall eignaðist ég fyrstu Stradivarius-fiðluna mína og þótt hún væri ekki í dýrari kantinum var hún samt mjög dýr. Fimm árum seinna skipti ég henni út fyrir aðra Stradivarius-fiðlu. Árið 2001 eignaðist ég þessa fiðlu, sem var mjög góð fjárfesting. Ef ég vildi kaupa hana í dag þá hefði ég ekki efni á því. Ég er einn af fáum hljóðfæraleikurum sem á eigið hljóðfæri í svo háum gæðaflokki. Ég tel mig mjög lánsaman.“ Spurður hvort hann óttist að týna henni eða að henni verði stolið segir hann: „Þetta er eins og að eiga barn. Maður týnir ekki börnunum sínum og vill alls ekki skaða þau. Fiðlan verður alltaf að vera hjá mér eða í geymslu á öruggum stað.“Tveir matgæðingar Bell og píanóleikarinn Alessio Bax munu á tónleikunum leika verk fyrir fiðlu og píanó, meðal annars eftir Schubert og Bach. „Við höfum oft leikið saman. Hann er frábær vinur og góður náungi. Konan hans, Lucille Chung, er dásamlega góður píanóleikari og hún kemur með honum. Hann hefur þegar pantað borð á veitingastað fyrir okkur. Við erum báðir miklir matgæðingar og það er gaman að ferðast með honum því hann er fundvís á bestu veitingastaðina.“ Bell kom fyrst hingað til lands árið 1988 og segir ferð sína að þessu sinni vera sína sjöttu til landsins. Hann á góðar minningar frá tónleikum hljómsveitar sinnar í Hörpu fyrir tveimur árum. „Mér fannst frábært að leika í Hörpu og ég segi þetta ekki af því að ég er að koma þangað aftur. Þetta voru síðustu tónleikarnir á tónleikaferð hljómsveitarinnar og við lékum í stærstu tónleikasölum Evrópu. Við vorum öll sammála um að Harpa væri uppáhaldstónleikasalurinn okkar á þessu ferðalagi. Við vorum mjög ánægð með hljómburðinn, salurinn er fallegur og stærðin hæfileg og maður nær góðri tengingu við áheyrendur. Ég hlakka til að koma aftur.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Fiðlusnillingurinn Joshua Bell kemur fram á tónleikum í Hörpu á sunnudag ásamt píanóleikaranum Alessio Bax. Leikur á Stradivarius-fiðlu sem er mikill dýrgripur. Segir frábært að leika í Hörpu. Joshua Bell, einn fremsti fiðluleikari samtímans, kemur fram á tónleikum í Hörpu næstkomandi sunnudagskvöld, 20. október, ásamt hinum þekkta píanóleikara Alessio Bax. Ferill Joshua Bell sem einleikari, kammertónlistarmaður og stjórnandi nær yfir meira en þrjátíu ár. Frá árinu 2011 hefur hann starfað sem tónlistarstjóri hjá bresku kammerhljómsveitinni Academy of St. Martin in the Fields. Hann kom hingað til lands með hljómsveitinni fyrir tveimur árum á tónleika í Hörpu sem hlutu frábærar viðtökur áheyrenda og gagnrýnenda.Ætlaði að verða leynilögga Blaðamaður náði tali af Bell, sem þá var staddur í Sviss. Þessi frægi fiðlusnillingur, sem ólst upp í Bandaríkjunum, er fyrst spurður hvort hann hafi verið áberandi músíkalskt barn. „Ég ólst upp í tónlistarfjölskyldu, þar voru ekki atvinnutónlistarmenn en allir léku samt á hljóðfæri þannig að það lá beint við að ég gerði það einnig. Þriggja ára gamall fór ég að safna alls kyns teygjum sem ég strengdi hér og þar og sló tóna. Foreldrar mínir settu mig því snemma í fiðlunám og fyrir það er ég þakklátur,“ segir hann. Tónlistin átti samt ekki hug hans allan á barnsárunum því hann var tíu ára gamall orðinn kappsfullur tennisleikari og áhugasamur um tennis og hafnabolta og reyndar allar íþróttir. Sjö ára gamall kom hann fram með hljómsveit og fór í kjölfar þess í fyrsta útvarpsviðtal sitt. „Þar var ég spurður hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Ég svaraði: Leynilögreglumaður eða vísindamaður. Ég var ekki með hugann við það að gera tónlist að atvinnu minni. Tólf ára gamall lærði ég hjá Josef Gingold, sem var mjög frægur og virtur kennari, og það var ekki síst vegna áhrifa frá honum að ég ákvað að leggja tónlistina fyrir mig.“Eins og að eiga barn Spurður hvort hann hafi aldrei verið með sviðsótta þegar hann kom fram sem barn og unglingur segir hann. „Ég var afskaplega feimið barn en feimnin fór af mér þegar ég spilaði. Mér fannst gaman að spila og fannst gott að vera fyrir framan áheyrendur. Á fullorðinsárum varð ég taugaóstyrkari en mér líður samt alltaf vel á sviði. Þetta er frábært starf.“ Bell leikur á Stradivarius-fiðlu frá árinu 1713, en hún er mikill dýrgripur og metin á of fjár. Spurður hvernig hann hafi eignast hana segir hann: „Ég lagði mikið á mig til að eignast hana. Sem ungur maður fjárfesti ég skynsamlega. Nítján ára gamall eignaðist ég fyrstu Stradivarius-fiðluna mína og þótt hún væri ekki í dýrari kantinum var hún samt mjög dýr. Fimm árum seinna skipti ég henni út fyrir aðra Stradivarius-fiðlu. Árið 2001 eignaðist ég þessa fiðlu, sem var mjög góð fjárfesting. Ef ég vildi kaupa hana í dag þá hefði ég ekki efni á því. Ég er einn af fáum hljóðfæraleikurum sem á eigið hljóðfæri í svo háum gæðaflokki. Ég tel mig mjög lánsaman.“ Spurður hvort hann óttist að týna henni eða að henni verði stolið segir hann: „Þetta er eins og að eiga barn. Maður týnir ekki börnunum sínum og vill alls ekki skaða þau. Fiðlan verður alltaf að vera hjá mér eða í geymslu á öruggum stað.“Tveir matgæðingar Bell og píanóleikarinn Alessio Bax munu á tónleikunum leika verk fyrir fiðlu og píanó, meðal annars eftir Schubert og Bach. „Við höfum oft leikið saman. Hann er frábær vinur og góður náungi. Konan hans, Lucille Chung, er dásamlega góður píanóleikari og hún kemur með honum. Hann hefur þegar pantað borð á veitingastað fyrir okkur. Við erum báðir miklir matgæðingar og það er gaman að ferðast með honum því hann er fundvís á bestu veitingastaðina.“ Bell kom fyrst hingað til lands árið 1988 og segir ferð sína að þessu sinni vera sína sjöttu til landsins. Hann á góðar minningar frá tónleikum hljómsveitar sinnar í Hörpu fyrir tveimur árum. „Mér fannst frábært að leika í Hörpu og ég segi þetta ekki af því að ég er að koma þangað aftur. Þetta voru síðustu tónleikarnir á tónleikaferð hljómsveitarinnar og við lékum í stærstu tónleikasölum Evrópu. Við vorum öll sammála um að Harpa væri uppáhaldstónleikasalurinn okkar á þessu ferðalagi. Við vorum mjög ánægð með hljómburðinn, salurinn er fallegur og stærðin hæfileg og maður nær góðri tengingu við áheyrendur. Ég hlakka til að koma aftur.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira