Bandaríkin vilja Ísland á gráan lista Björn Þorfinnsson skrifar 17. október 2019 07:30 Heimildir Fréttablaðsins herma að Ísland njóti fulls stuðnings Evrópusambandsins á fundinum. Vísir/getty Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Listinn er á vegum alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF en í þessari viku hefur staðið yfir mikilvægur fundur samtakanna í París. Fulltrúar 205 þjóða auk fulltrúa mikilvægra alþjóðasamtaka sækja fundinn og mun draga til tíðinda um stöðu Íslands á föstudaginn. Þá verður meðal annars rætt um stöðu þjóða sem skapa áhættu í fjármálakerfi heimsins, landa á borð við Íran, Pakistan og Ísland. Ef Ísland lendir á gráa listanum yrði það á sama stalli og lönd eins og Afganistan, Jemen, Írak og Úganda. Enn neðar, á svörtum lista, er til dæmis Norður-Kórea. Heimildir Fréttablaðsins herma að Ísland njóti fulls stuðnings Evrópusambandsins á fundinum og flestra ríkja þess. Sambandið vilji ekki að EES-land lendi á listanum. Það skapi víðtæk vandamál og verði engum til gagns. Bandaríkin og Bretland eru hins vegar í hópi þjóða sem vilja að Ísland verði sett á listann. Þessi lönd telji að mikilvægt sé að skapa fordæmi um að tekið sé hart á þessari alvarlegu vá sem peningaþvætti er. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafi gengið hægt fyrir sig og því gefist kjörið tækifæri til þess skapa sterkt fordæmi, eins konar víti til varnaðar, með því að setja Ísland á listann. Landið sé lítið og kostnaðurinn því, í stóru alþjóðlegu samhengi, lítill. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að staðan sem komin er upp sé áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu. Ítrekað haf i verið varað við í hvað stefndi en viðbrögðin hafi verið allt of hæg til þessa. Of snemmt er að fullyrða hver skaðinn verður ef Ísland endar á listanum. Ljóst er að um orðsporshnekki verður að ræða en síðan má reikna með því að erfiðara verði fyrir ný íslensk fyrirtæki, sem og einstaklinga, að stofna til viðskipta erlendis. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45 Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00 Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Listinn er á vegum alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF en í þessari viku hefur staðið yfir mikilvægur fundur samtakanna í París. Fulltrúar 205 þjóða auk fulltrúa mikilvægra alþjóðasamtaka sækja fundinn og mun draga til tíðinda um stöðu Íslands á föstudaginn. Þá verður meðal annars rætt um stöðu þjóða sem skapa áhættu í fjármálakerfi heimsins, landa á borð við Íran, Pakistan og Ísland. Ef Ísland lendir á gráa listanum yrði það á sama stalli og lönd eins og Afganistan, Jemen, Írak og Úganda. Enn neðar, á svörtum lista, er til dæmis Norður-Kórea. Heimildir Fréttablaðsins herma að Ísland njóti fulls stuðnings Evrópusambandsins á fundinum og flestra ríkja þess. Sambandið vilji ekki að EES-land lendi á listanum. Það skapi víðtæk vandamál og verði engum til gagns. Bandaríkin og Bretland eru hins vegar í hópi þjóða sem vilja að Ísland verði sett á listann. Þessi lönd telji að mikilvægt sé að skapa fordæmi um að tekið sé hart á þessari alvarlegu vá sem peningaþvætti er. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafi gengið hægt fyrir sig og því gefist kjörið tækifæri til þess skapa sterkt fordæmi, eins konar víti til varnaðar, með því að setja Ísland á listann. Landið sé lítið og kostnaðurinn því, í stóru alþjóðlegu samhengi, lítill. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að staðan sem komin er upp sé áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu. Ítrekað haf i verið varað við í hvað stefndi en viðbrögðin hafi verið allt of hæg til þessa. Of snemmt er að fullyrða hver skaðinn verður ef Ísland endar á listanum. Ljóst er að um orðsporshnekki verður að ræða en síðan má reikna með því að erfiðara verði fyrir ný íslensk fyrirtæki, sem og einstaklinga, að stofna til viðskipta erlendis.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45 Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00 Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45
Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00
Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30