Laxeldi í sjó helsta ógn við villtan lax Sveinn Arnarsson skrifar 15. október 2019 06:00 Frá laxeldi í Patreksfirði. Vísir/Einar Sleppifiskur úr laxeldi, laxalús og sýkingar sem tengjast laxeldi eru stærstu ógnir af mannavöldum við norskan villtan lax. Núverandi mótvægisaðgerðir í Noregi eru ekki nægjanlegar til að draga úr þessum ógnum. Þetta er mat þrettán vísindamanna við sjö vísindastofnanir í Noregi. Fjöldi villtra laxa sem skilar sér úr hafi í norskar ár á hverju ári er nú innan við helmingur þess sem var á níunda áratug síðustu aldar. Ástæður fækkunar eru að mati vísindamanna af mannavöldum ásamt minni lífmassa í sjó. Minnkandi stofnstærð vegna laxalúsar mun gera það erfitt að viðhalda sjálfbærum veiðum, sér í lagi í Vestur-Noregi frá Rogalandi í suðri til Mæris og Raumsdals í norðri. Vísindaráð þessara þrettán vísindamanna er stofnað af umhverfisstofnun Norðmanna. Í því sitja aðeins óháðir vísindamenn. Það metur stöðu villta laxastofnsins og mögulegar ógnir og veitir stjórnvöldum ráðgjöf varðandi laxeldi. Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, hafði ekki lesið skýrsluna er Fréttablaðið ræddi við hann. Hins vegar sagði hann ekki ástæðu til að óttast að það sama gerist á Íslandi. „Tölur um sleppifisk á Íslandi eru lágar og sama má segja um lús og sýkingar,“ sagði Einar. „Aðstæður í Noregi og á Íslandi eru að mörgu leyti ólíkar. Búið er að búa svo um hnútana með reglugerð að fiskeldi fer fram fjarri okkar helstu ám þannig að aðstæðurnar eru í samanburði mjög ólíkar.“ Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, segir sömu hættur vera hér og í Noregi. „Hér er talsvert um nýrnaveiki og laxalús þar sem menn eru að baða fyrir lúsinni. Einnig sést það á sjóbirtingi og silungi í kringum eldið að miklu meiri sýkingar er að finna í þeim fiski en annars staðar,“ segir Björn. „Þá eru litlu stofnarnir á suðurfjörðum Vestfjarða farnir að sýna merki erfðamengunar. Búið er svo að tilkynna um tvö sleppislys af fiski í sumar sem mun sjást líkast til á næsta ári í ám hér við land.“ Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Þingeyingar vilja rök fyrir tilnefningu sveitarfélaga í fiskeldisnefnd Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vill skýringar frá stjórn Sambands sveitarfélaga á tilnefningum hennar í samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. 1. október 2019 07:00 Fiskeldið er orðin kærkomin búbót Fiskeldi er kærkomin búbót hér á landi. 24. september 2019 07:00 Íslensk sérþekking á sjóeldi í nýju Alþjóðabankaverkefni í Indónesíu Íslendingar taka þátt í nýju verkefni með Alþjóðabankanum í Indónesíu sem á bæði að tryggja matvælaöryggi og auka verðmætasköpun og útflutning á eldisafurðum frá Indónesíu. 16. september 2019 15:45 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Sleppifiskur úr laxeldi, laxalús og sýkingar sem tengjast laxeldi eru stærstu ógnir af mannavöldum við norskan villtan lax. Núverandi mótvægisaðgerðir í Noregi eru ekki nægjanlegar til að draga úr þessum ógnum. Þetta er mat þrettán vísindamanna við sjö vísindastofnanir í Noregi. Fjöldi villtra laxa sem skilar sér úr hafi í norskar ár á hverju ári er nú innan við helmingur þess sem var á níunda áratug síðustu aldar. Ástæður fækkunar eru að mati vísindamanna af mannavöldum ásamt minni lífmassa í sjó. Minnkandi stofnstærð vegna laxalúsar mun gera það erfitt að viðhalda sjálfbærum veiðum, sér í lagi í Vestur-Noregi frá Rogalandi í suðri til Mæris og Raumsdals í norðri. Vísindaráð þessara þrettán vísindamanna er stofnað af umhverfisstofnun Norðmanna. Í því sitja aðeins óháðir vísindamenn. Það metur stöðu villta laxastofnsins og mögulegar ógnir og veitir stjórnvöldum ráðgjöf varðandi laxeldi. Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, hafði ekki lesið skýrsluna er Fréttablaðið ræddi við hann. Hins vegar sagði hann ekki ástæðu til að óttast að það sama gerist á Íslandi. „Tölur um sleppifisk á Íslandi eru lágar og sama má segja um lús og sýkingar,“ sagði Einar. „Aðstæður í Noregi og á Íslandi eru að mörgu leyti ólíkar. Búið er að búa svo um hnútana með reglugerð að fiskeldi fer fram fjarri okkar helstu ám þannig að aðstæðurnar eru í samanburði mjög ólíkar.“ Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, segir sömu hættur vera hér og í Noregi. „Hér er talsvert um nýrnaveiki og laxalús þar sem menn eru að baða fyrir lúsinni. Einnig sést það á sjóbirtingi og silungi í kringum eldið að miklu meiri sýkingar er að finna í þeim fiski en annars staðar,“ segir Björn. „Þá eru litlu stofnarnir á suðurfjörðum Vestfjarða farnir að sýna merki erfðamengunar. Búið er svo að tilkynna um tvö sleppislys af fiski í sumar sem mun sjást líkast til á næsta ári í ám hér við land.“
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Þingeyingar vilja rök fyrir tilnefningu sveitarfélaga í fiskeldisnefnd Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vill skýringar frá stjórn Sambands sveitarfélaga á tilnefningum hennar í samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. 1. október 2019 07:00 Fiskeldið er orðin kærkomin búbót Fiskeldi er kærkomin búbót hér á landi. 24. september 2019 07:00 Íslensk sérþekking á sjóeldi í nýju Alþjóðabankaverkefni í Indónesíu Íslendingar taka þátt í nýju verkefni með Alþjóðabankanum í Indónesíu sem á bæði að tryggja matvælaöryggi og auka verðmætasköpun og útflutning á eldisafurðum frá Indónesíu. 16. september 2019 15:45 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Þingeyingar vilja rök fyrir tilnefningu sveitarfélaga í fiskeldisnefnd Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vill skýringar frá stjórn Sambands sveitarfélaga á tilnefningum hennar í samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. 1. október 2019 07:00
Íslensk sérþekking á sjóeldi í nýju Alþjóðabankaverkefni í Indónesíu Íslendingar taka þátt í nýju verkefni með Alþjóðabankanum í Indónesíu sem á bæði að tryggja matvælaöryggi og auka verðmætasköpun og útflutning á eldisafurðum frá Indónesíu. 16. september 2019 15:45