Afturkalla lög eftir óeirðir síðustu daga Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2019 12:50 Mótmælendur fögnuðu í Quito í gærkvöldi eftir að frétir bárust að lög um að niðurgreiðslu á eldsneyti skuli hætt hafi verið afturkölluð. Getty Ríkisstjórn Ekvadors hefur afturkallað umdeild lög sem kveða á um að niðurgreiðsla ríkisins á eldsneyti skuli hætt. Lagasetningin leiddi til mikilla mótmæla í höfuðborginni Quito sem varð til þess að forseti landsins og ríkisstjórn flúðu borgina. Ófremdarástand hefur ríkt í Quito síðustu daga. Tilkynningin um að afturkalla lögin kom eftir að sáttaviðleitanir milli stjórnvalda og leiðtoga frumbyggja sem hafa verið áberandi í mótmælunum báru ávöxt í gærkvöldi. Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan höfðu milligöngu um viðræðurnar. Mótmælin stóðu í nærri tvær vikur og kom forseti landsins, Lenín Moreno, á útgöngubanni í landinu sem herinn sá um að framfylgja. Samkvæmt samkomulaginu skal mótmælum hætt og skulu teknar upp viðræður um nýja löggjöf sem ætlað er að tryggja að niðurgreiðslur vegna eldsneytis séu ekki misnotaðar af aðilum sem smygla eldsneytisbirgðum til landsins frá nágrannaríkjum. Lagasetningin um að niðurgreiðslu á eldsneyti skuli hætt var unnin í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með það að markmiði að draga úr fjárlagahalla og skuldum ríkissjóðs. Var hún til þess að verð á dísilolíu hækkaði um 120 prósent í landinu og bensíni um 30 prósent. Alls hafa sjö manns látið lífið og nærri 2.100 særst frá því að mótmælin hófust fyrir um tveimur vikum. Talið er að um fjórðungur íbúa Ekvador séu af frumbyggjaættum og búa í Andesfjöllum og Amasón. Sóttu þúsundir þeirra til höfuðborgarinnar í síðustu viku til að taka þátt í mótmælaaðgerðunum. Ekvador Tengdar fréttir Ekvadorski herinn vaktar götur höfuðborgarinnar Mikil og hörð mótmæli hafa geisað í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador undanfarna viku vegna hækkandi eldsneytisverðs. Ósáttir Ekvadorar hafa fyllt götur og stræti Quito og hafa ráðist að skrifstofum fjölmiðla og kveiktu í skrifstofu ríkisendurskoðanda Ekvador. 13. október 2019 13:51 Rýma forsetahöllina vegna eldsneytismótmæla Búið er að rýma forsetahöllina í Ekvador og hafa ráðherrar flúið höfuðborgina Quito. Búist er við að þúsundir muni halda til höfuðborgarinnar á morgun til að mótmæla ríkisstjórn landsins og hækkun eldsneytisverðs. 8. október 2019 10:59 Átta lögreglumenn teknir í gíslingu í Ekvador Víðtæk mótmæli standa enn yfir í Ekvador þar sem fólk krefst þess að niðurskurðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði hætt og að forsetinn Lenin Moreno segi af sér. 11. október 2019 08:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Ríkisstjórn Ekvadors hefur afturkallað umdeild lög sem kveða á um að niðurgreiðsla ríkisins á eldsneyti skuli hætt. Lagasetningin leiddi til mikilla mótmæla í höfuðborginni Quito sem varð til þess að forseti landsins og ríkisstjórn flúðu borgina. Ófremdarástand hefur ríkt í Quito síðustu daga. Tilkynningin um að afturkalla lögin kom eftir að sáttaviðleitanir milli stjórnvalda og leiðtoga frumbyggja sem hafa verið áberandi í mótmælunum báru ávöxt í gærkvöldi. Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan höfðu milligöngu um viðræðurnar. Mótmælin stóðu í nærri tvær vikur og kom forseti landsins, Lenín Moreno, á útgöngubanni í landinu sem herinn sá um að framfylgja. Samkvæmt samkomulaginu skal mótmælum hætt og skulu teknar upp viðræður um nýja löggjöf sem ætlað er að tryggja að niðurgreiðslur vegna eldsneytis séu ekki misnotaðar af aðilum sem smygla eldsneytisbirgðum til landsins frá nágrannaríkjum. Lagasetningin um að niðurgreiðslu á eldsneyti skuli hætt var unnin í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með það að markmiði að draga úr fjárlagahalla og skuldum ríkissjóðs. Var hún til þess að verð á dísilolíu hækkaði um 120 prósent í landinu og bensíni um 30 prósent. Alls hafa sjö manns látið lífið og nærri 2.100 særst frá því að mótmælin hófust fyrir um tveimur vikum. Talið er að um fjórðungur íbúa Ekvador séu af frumbyggjaættum og búa í Andesfjöllum og Amasón. Sóttu þúsundir þeirra til höfuðborgarinnar í síðustu viku til að taka þátt í mótmælaaðgerðunum.
Ekvador Tengdar fréttir Ekvadorski herinn vaktar götur höfuðborgarinnar Mikil og hörð mótmæli hafa geisað í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador undanfarna viku vegna hækkandi eldsneytisverðs. Ósáttir Ekvadorar hafa fyllt götur og stræti Quito og hafa ráðist að skrifstofum fjölmiðla og kveiktu í skrifstofu ríkisendurskoðanda Ekvador. 13. október 2019 13:51 Rýma forsetahöllina vegna eldsneytismótmæla Búið er að rýma forsetahöllina í Ekvador og hafa ráðherrar flúið höfuðborgina Quito. Búist er við að þúsundir muni halda til höfuðborgarinnar á morgun til að mótmæla ríkisstjórn landsins og hækkun eldsneytisverðs. 8. október 2019 10:59 Átta lögreglumenn teknir í gíslingu í Ekvador Víðtæk mótmæli standa enn yfir í Ekvador þar sem fólk krefst þess að niðurskurðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði hætt og að forsetinn Lenin Moreno segi af sér. 11. október 2019 08:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Ekvadorski herinn vaktar götur höfuðborgarinnar Mikil og hörð mótmæli hafa geisað í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador undanfarna viku vegna hækkandi eldsneytisverðs. Ósáttir Ekvadorar hafa fyllt götur og stræti Quito og hafa ráðist að skrifstofum fjölmiðla og kveiktu í skrifstofu ríkisendurskoðanda Ekvador. 13. október 2019 13:51
Rýma forsetahöllina vegna eldsneytismótmæla Búið er að rýma forsetahöllina í Ekvador og hafa ráðherrar flúið höfuðborgina Quito. Búist er við að þúsundir muni halda til höfuðborgarinnar á morgun til að mótmæla ríkisstjórn landsins og hækkun eldsneytisverðs. 8. október 2019 10:59
Átta lögreglumenn teknir í gíslingu í Ekvador Víðtæk mótmæli standa enn yfir í Ekvador þar sem fólk krefst þess að niðurskurðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði hætt og að forsetinn Lenin Moreno segi af sér. 11. október 2019 08:30