Safnar fyrir flugmiða heim með betli eftir svikin loforð um vinnu Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 11. október 2019 21:45 Þrátt fyrir að betlarar séu að verða algengari sjón í Reykjavík segir aðstoðaryfirlögregluþjónn að lögregla hafi lítil sem engin afskipti af þeim. Mun minna sé af betlurum í Reykjavík miðað við aðrar borgir í Evrópu. Hópur betlara hér á landi er ekki stór, en að sögn lögreglumanns er áætlað að um tíu til tuttugu manns betli í Reykjavík á hverjum tíma. Á meðal þeirra er rúmenskur maður sem vegfarendur úti á Granda gætu orðið varir við. Georg Vasilica er 65 ára gamall og er hálfur Rúmeni og hálfur Grikki. Hann segist hafa komið til landsins í upphafi sumars þar sem honum hafði verið lofuð vinna. Svo hafi ekki verið þegar til kom og vegna þess endaði hann á götunni. Síðustu fimm mánuði hafi hann því framfleytt sér með því að betla fyrir framan matvöruverslanir í Vesturbænum og í miðbænum. „Ég fæ ekki kennitölu og fæ því enga vinnu og ég hef ekki getað fengið félagslega aðstoð,“ segir Georg. Hann á fjölskyldu í Rúmeníu, konu og tvö börn, sem hann þurfi að sjá fyrir. Þau séu fátækt og lifi á félagslega kerfinu í Rúmeníu. „Ég fæ stundum tvö til þrjú þúsund á dag þegar ég sit hér. Ég þarf að kaupa mat og vatn og nú reyni ég að safna fyrir flugmiða heim.“ Georg segir að flestir Íslendingar séu afar vingjarnlegir. Sumir hrópi þó á hann og vilji ekki að hann sé þarna. Hann segist eyða nóttinni hér og þar. Oftast sofi hann í tómum byggingum í grennd við höfnina. Hann segist kvíða vetrinum á götunni. „Vegna kuldans verð ég að geta keypt flugmiða heim til Rúmeníu sem fyrst,“ segir Georg. Georg segir flesta Íslendinga vera vingjarnlega.VísirLögreglan þarf sjaldan að hafa afskipti af betlurum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að þó að fólk að betla sé algengari sjón nú en áður sé ekki hægt að segja að hér séu margir betlarar. Þá sé mjög lítið ónæði af fólkinu. „Þetta hefur verið svolítið af fólki frá Rúmeníu. Það er örsjaldan sem verslanir kvarta og þá mætum við á staðinn og tjékkum á því hver þetta er, hvaðan er og hvort hann megi vera hér á landi,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglan hafi því sjaldan afskipti af fólkinu. „Ef fólki finnst það verða fyrir ónæði, þá er þetta bannað. Við erum ekki að stíga inn fyrr en einhver kvartar.“ Þá sé mjög lítið af betlurum í Reykjavík miðað við aðrar borgir í Evrópu. „Er einhver með peninga á sér eða seðla eða klink á sér lengur? Eru ekki allir Íslendingar með kort? Það er kannski ekki eftir miklu að slægjast hérna að vera að betla þegar enginn getur gefið þér neitt.“ Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Þrátt fyrir að betlarar séu að verða algengari sjón í Reykjavík segir aðstoðaryfirlögregluþjónn að lögregla hafi lítil sem engin afskipti af þeim. Mun minna sé af betlurum í Reykjavík miðað við aðrar borgir í Evrópu. Hópur betlara hér á landi er ekki stór, en að sögn lögreglumanns er áætlað að um tíu til tuttugu manns betli í Reykjavík á hverjum tíma. Á meðal þeirra er rúmenskur maður sem vegfarendur úti á Granda gætu orðið varir við. Georg Vasilica er 65 ára gamall og er hálfur Rúmeni og hálfur Grikki. Hann segist hafa komið til landsins í upphafi sumars þar sem honum hafði verið lofuð vinna. Svo hafi ekki verið þegar til kom og vegna þess endaði hann á götunni. Síðustu fimm mánuði hafi hann því framfleytt sér með því að betla fyrir framan matvöruverslanir í Vesturbænum og í miðbænum. „Ég fæ ekki kennitölu og fæ því enga vinnu og ég hef ekki getað fengið félagslega aðstoð,“ segir Georg. Hann á fjölskyldu í Rúmeníu, konu og tvö börn, sem hann þurfi að sjá fyrir. Þau séu fátækt og lifi á félagslega kerfinu í Rúmeníu. „Ég fæ stundum tvö til þrjú þúsund á dag þegar ég sit hér. Ég þarf að kaupa mat og vatn og nú reyni ég að safna fyrir flugmiða heim.“ Georg segir að flestir Íslendingar séu afar vingjarnlegir. Sumir hrópi þó á hann og vilji ekki að hann sé þarna. Hann segist eyða nóttinni hér og þar. Oftast sofi hann í tómum byggingum í grennd við höfnina. Hann segist kvíða vetrinum á götunni. „Vegna kuldans verð ég að geta keypt flugmiða heim til Rúmeníu sem fyrst,“ segir Georg. Georg segir flesta Íslendinga vera vingjarnlega.VísirLögreglan þarf sjaldan að hafa afskipti af betlurum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að þó að fólk að betla sé algengari sjón nú en áður sé ekki hægt að segja að hér séu margir betlarar. Þá sé mjög lítið ónæði af fólkinu. „Þetta hefur verið svolítið af fólki frá Rúmeníu. Það er örsjaldan sem verslanir kvarta og þá mætum við á staðinn og tjékkum á því hver þetta er, hvaðan er og hvort hann megi vera hér á landi,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglan hafi því sjaldan afskipti af fólkinu. „Ef fólki finnst það verða fyrir ónæði, þá er þetta bannað. Við erum ekki að stíga inn fyrr en einhver kvartar.“ Þá sé mjög lítið af betlurum í Reykjavík miðað við aðrar borgir í Evrópu. „Er einhver með peninga á sér eða seðla eða klink á sér lengur? Eru ekki allir Íslendingar með kort? Það er kannski ekki eftir miklu að slægjast hérna að vera að betla þegar enginn getur gefið þér neitt.“
Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira