Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 19-18 | Dramatík í toppslagnum Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 12. október 2019 19:45 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/bára Valur hafði betur í stórleik umferðarinnar, þegar liðið lagði Fram að velli á Hlíðarenda með einu marki, 19-18. Fram átti erfitt uppdráttar í leiknum og var Íris Björk Símonardóttir, markmaður Vals, þeim ansi erfið í fyrri hálfleik. Valur byrjaði hins vegar af krafti og komst í 4-1 í upphafi leiks. Heimakonur héldu forystunni lungað af fyrri hálfleik en Fram jafnaði leikinn í stöðunni 8-8 þegar rétt um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Leikurinn hélst jafn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum, 10-10. Jafnræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks þar sem liðin skiptust á að leiða leikinn. Valur náði svo tveggja marka forystu um miðbik seinni hálfleiks, 17-15. Eftir það datt leikurinn niður og aðeins tvö mörk voru skoruð á næstu 10 mínútum. Valur leiddi með þremur mörkum þegar rúmar 5 mínútur voru til leiksloka, 19-16. Fram skoraði tvö mörk og var staðan 19-18 þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum og Fram var í sókn. Gestunum tókst ekki að skora úr loka sókninni og Valur fagnaði eins marks sigri, 19-18.Hafdís átti flotta innkomu í markið.vísir/báraAf hverju vann Valur? Valskonur höfðu undirtökin lungað af leiknum. Þær spiluðu heilt yfir betur og fengu frábæra markvörslu allan leikinn. Hverjar stóðu upp úr?Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, var maður leiksins. Hún varði 23 skot og var með tæpa 60% markvörslu. Lovísa Thompson var markahæst í liði Vals með 6 mörk en þurfti til þess 12 skot, svo það var engin stjörnuleikur hjá henni. Hafdís Renötudóttir átti stórkostlega innkomu í liði Fram, hún kom í markið í seinni hálfleik og varði 10 skot og endaði með 72% markvörslu. Karen Knútsdóttir var atkvæðamest í liði Fram með 7 mörk, henni næst var Ragnheiður Júlíusdóttir með 5 mörk en saman tóku þær 29 skot. Hvað gekk illa? Fram var ekki að skjóta nógu vel á markið, það vantaði allan kraft og skynsemi í þeirra skot og þar af leiðandi var eftirleikurinn auðveldur fyrir jafn góðan markmann og Íris Björk Símonardóttir er. Hvað er framundan? Það verður skemmtilegur leikur í Safamýrinni þegar Fram tekur á móti Stjörnunni. Stjarnan hefur spilað virkilega vel í upphafi móts og það verður gaman að sjá hvar þær standa í samanburði við Fram. Valur fer norður yfir heiðar og mætir þar KA/Þór.Stefán var ósáttur með sjálfan sig í dag.vísir/báraStefán: Ég klúðraði þessu algjörlega Stefán Arnarson, þjálfari Fram, tók sökin alfarið á sig eftir stórleikinn gegn Val í kvöld. Liðið tapaði með einu marki, 19-18. „Þetta var bara lélegt leikhlé hjá mér, ég klúðraði þessu algjörlega. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað það var mikið eftir svo þetta var mitt klúður“ Framarar gátu jafnað leikinn, þær fengu 24 sekúndur til að stilla upp í lokasóknina en þeim mistókst það, Stefán tekur það á sig og segir að leikhléið sem hann tók, hafa verið illa skipulagt og lélegt „Við áttum ekkert skilið miðað við það hvernig við spiluðum. Við vorum að gera alltof mikið af mistökum og sóknarleikurinn var lélegur. Markvarslan var góð en Valsmenn voru bara grimmari og áttu sigurinn skilið“ Hafdís Renötudóttir, markvörður liðsins kom inn í seinni hálfleik og var frábær. Landsliðsmarkvörðurinn hefur ekki getað spilað með liðinu á tímabilinu vegna meiðsla en endaði með yfir 70% markvörslu í dag „Hún kom mjög vel inn, hún var frábær. Varnarlega vorum við líka flott en sóknarlega bara að flýta okkur of mikið, svo að lokum á ég þetta klúður bara.“ sagði Stefán að lokum.Ágúst baðar út höndunum í dag.vísir/báraGústi Jóh: Þetta var stöngin inn hjá okkur„Þetta er frábært“ voru fyrstu orð Ágústar Jóhannssonar, þjálfara Vals, að leik loknum. „Við vorum góðar varnarlega og markvarslan var góð. Við vorum orðnar pínu þreyttar í lokin en sigldum þessu í höfn“ „Það var svaka tempó í þessu, mér fannst þetta góður handboltaleikur. Hafdís kemur inn og var einhver 8-9 skot, víti og dauðafæri. Við vorum bara í basli með hana. Enn stelpurnar sýndu karakter, ég er ánægður með það“ Ágúst hrósar Hafdísi Renötudóttir fyrir sína innkomu enn Valur átti vissulega í erfiðleikum með hana eftir að hún kom inná. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka var staðan 17-15 og nær Valur aðeins að skora tvö mörk það sem eftir lifði leiks, Ágúst segir þó að honum hafi fundist þær hafa góð tök á leiknum „Við vorum með yfirhöndina meiri hluta leiksins og mér fannst við bara vera skrefinu á undan allan leikinn“ „Þetta eru bara tvö góð lið og stundum er þetta bara stöngin inn, stöngin út. Þetta var stöngin inn hjá okkur í dag.“ sagði Ágúst að lokum Olís-deild kvenna
Valur hafði betur í stórleik umferðarinnar, þegar liðið lagði Fram að velli á Hlíðarenda með einu marki, 19-18. Fram átti erfitt uppdráttar í leiknum og var Íris Björk Símonardóttir, markmaður Vals, þeim ansi erfið í fyrri hálfleik. Valur byrjaði hins vegar af krafti og komst í 4-1 í upphafi leiks. Heimakonur héldu forystunni lungað af fyrri hálfleik en Fram jafnaði leikinn í stöðunni 8-8 þegar rétt um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Leikurinn hélst jafn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum, 10-10. Jafnræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks þar sem liðin skiptust á að leiða leikinn. Valur náði svo tveggja marka forystu um miðbik seinni hálfleiks, 17-15. Eftir það datt leikurinn niður og aðeins tvö mörk voru skoruð á næstu 10 mínútum. Valur leiddi með þremur mörkum þegar rúmar 5 mínútur voru til leiksloka, 19-16. Fram skoraði tvö mörk og var staðan 19-18 þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum og Fram var í sókn. Gestunum tókst ekki að skora úr loka sókninni og Valur fagnaði eins marks sigri, 19-18.Hafdís átti flotta innkomu í markið.vísir/báraAf hverju vann Valur? Valskonur höfðu undirtökin lungað af leiknum. Þær spiluðu heilt yfir betur og fengu frábæra markvörslu allan leikinn. Hverjar stóðu upp úr?Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, var maður leiksins. Hún varði 23 skot og var með tæpa 60% markvörslu. Lovísa Thompson var markahæst í liði Vals með 6 mörk en þurfti til þess 12 skot, svo það var engin stjörnuleikur hjá henni. Hafdís Renötudóttir átti stórkostlega innkomu í liði Fram, hún kom í markið í seinni hálfleik og varði 10 skot og endaði með 72% markvörslu. Karen Knútsdóttir var atkvæðamest í liði Fram með 7 mörk, henni næst var Ragnheiður Júlíusdóttir með 5 mörk en saman tóku þær 29 skot. Hvað gekk illa? Fram var ekki að skjóta nógu vel á markið, það vantaði allan kraft og skynsemi í þeirra skot og þar af leiðandi var eftirleikurinn auðveldur fyrir jafn góðan markmann og Íris Björk Símonardóttir er. Hvað er framundan? Það verður skemmtilegur leikur í Safamýrinni þegar Fram tekur á móti Stjörnunni. Stjarnan hefur spilað virkilega vel í upphafi móts og það verður gaman að sjá hvar þær standa í samanburði við Fram. Valur fer norður yfir heiðar og mætir þar KA/Þór.Stefán var ósáttur með sjálfan sig í dag.vísir/báraStefán: Ég klúðraði þessu algjörlega Stefán Arnarson, þjálfari Fram, tók sökin alfarið á sig eftir stórleikinn gegn Val í kvöld. Liðið tapaði með einu marki, 19-18. „Þetta var bara lélegt leikhlé hjá mér, ég klúðraði þessu algjörlega. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað það var mikið eftir svo þetta var mitt klúður“ Framarar gátu jafnað leikinn, þær fengu 24 sekúndur til að stilla upp í lokasóknina en þeim mistókst það, Stefán tekur það á sig og segir að leikhléið sem hann tók, hafa verið illa skipulagt og lélegt „Við áttum ekkert skilið miðað við það hvernig við spiluðum. Við vorum að gera alltof mikið af mistökum og sóknarleikurinn var lélegur. Markvarslan var góð en Valsmenn voru bara grimmari og áttu sigurinn skilið“ Hafdís Renötudóttir, markvörður liðsins kom inn í seinni hálfleik og var frábær. Landsliðsmarkvörðurinn hefur ekki getað spilað með liðinu á tímabilinu vegna meiðsla en endaði með yfir 70% markvörslu í dag „Hún kom mjög vel inn, hún var frábær. Varnarlega vorum við líka flott en sóknarlega bara að flýta okkur of mikið, svo að lokum á ég þetta klúður bara.“ sagði Stefán að lokum.Ágúst baðar út höndunum í dag.vísir/báraGústi Jóh: Þetta var stöngin inn hjá okkur„Þetta er frábært“ voru fyrstu orð Ágústar Jóhannssonar, þjálfara Vals, að leik loknum. „Við vorum góðar varnarlega og markvarslan var góð. Við vorum orðnar pínu þreyttar í lokin en sigldum þessu í höfn“ „Það var svaka tempó í þessu, mér fannst þetta góður handboltaleikur. Hafdís kemur inn og var einhver 8-9 skot, víti og dauðafæri. Við vorum bara í basli með hana. Enn stelpurnar sýndu karakter, ég er ánægður með það“ Ágúst hrósar Hafdísi Renötudóttir fyrir sína innkomu enn Valur átti vissulega í erfiðleikum með hana eftir að hún kom inná. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka var staðan 17-15 og nær Valur aðeins að skora tvö mörk það sem eftir lifði leiks, Ágúst segir þó að honum hafi fundist þær hafa góð tök á leiknum „Við vorum með yfirhöndina meiri hluta leiksins og mér fannst við bara vera skrefinu á undan allan leikinn“ „Þetta eru bara tvö góð lið og stundum er þetta bara stöngin inn, stöngin út. Þetta var stöngin inn hjá okkur í dag.“ sagði Ágúst að lokum
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti