Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. október 2019 07:22 Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. Löngu er mál að linni, þótt ekki séu allir stjórnmálaflokkar sammála þeirri nálgun. Lýðræði, samkennd, skilningur Fyrir ríflega tuttugu árum flutti ég mína jómfrúarræðu með öran hjartslátt, komin átta mánuði á leið. Ekki einungis gætti titrings vegna þeirra forréttinda að vera kosin af fólkinu til setu á Alþingi heldur voru þetta spennandi tímar. Breytingar á stjórnarskrá voru til umræðu en þær tóku meðal annars til kjördæmaskipunar og jafnara atkvæðavægis. Þótt skref hafi verið tekin í rétta átt þá var engu að síður misvægi atkvæða við haldið. Og út á það óréttlæti gekk mín stutta ræða. Misvægi atkvæða getur ekki og má ekki vera skiptimynt á hinu pólitíska sviði. Sama atkvæðavægi á að gilda á milli landsmanna hvar sem þeir búa á landinu. Þingmenn verði þingmenn allra landsmanna. Slíkt eykur samkennd, skilning, samstarf og yfirsýn og ýtir undir að þingmenn vinni að samkeppnishæfara Íslandi í baráttu alþjóðasamfélagsins um lífsgæði, framfarir og ekki síst fólkið okkar. Í þeirri samkeppni er lykilatriði að Ísland sé allt undir og við þingmenn nálgumst málin með heildina í huga. Misvægi atkvæða og kjördæmaskiptingin er úrelt. Sagan sýnir að hún hefur frekar dregið taum sérhagsmuna en hagsmuna heildarinnar. Allir einstaklingar, sama hvaða hópi þeir tilheyra verða að hafa jafna möguleika til að kjósa og vera sjálfir kjörnir. „Jafnræði þegnanna til að hafa pólitísk áhrif er meðal grundvallaratriða lýðræðisins og borgaralegra réttinda,“ sagði í skýrslu sem unnin var fyrir stjórnlaganefnd um jafnt vægi atkvæða. Þessu er erfitt að andmæla. Mismunandi vægi atkvæða eftir kjördæmum má líkja við það að vernd eignarréttinda væri ólík milli kjördæma. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn myndi sætta sig við það. Með sömu rökum ætti enginn að sætta sig við búsetubundna mismunun á atkvæði sínu. Heildarendurskoðun og forgangsröðun Í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs og nú í niðurstöðum viðhorfskönnunar Félagsvísindastofnunar kom fram að það er eindreginn vilji þjóðarinnar að endurskoða það ranglæti sem felst í misvægi atkvæða. Við formenn stjórnmálaflokkana verðum að taka afstöðu til þess hvort ekki sé rétt að taka forgangsröðun stjórnarskrárvinnunnar til endurskoðunar en jafnt atkvæðavægi er látið bíða til næsta kjörtímabils. Sú biðstaða er ankannaleg þegar með sanngirni er rýnt í gögn sem sýna eindreginn vilja þjóðarinnar í þessum efnum. Hún vill jafnt atkvæðavægi, eins og nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð njóta. Höfum í huga að atkvæðisrétturinn sjálfur, um einn einstakling eitt atkvæði, er grunnurinn að lýðræðinu. Sagan og pólitísk hrossakaup geta ekki lengur réttlætt viðhald þessarar misskiptingar í atkvæðavægi. Tjáningarfrelsið, rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar og önnur mannréttindi eru jöfn og algild án tillits til þess hvar á landinu þú átt lögheimili. Það sama á að gilda um kosningaréttinn. Það var afstaða taugaspenntrar konu í jómfrúarræðunni hennar fyrir rúmum tveimur áratugum og það er afstaða hennar enn í dag. Einn einstaklingur – eitt atkvæði. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarskrá Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Kjördæmaskipan Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. Löngu er mál að linni, þótt ekki séu allir stjórnmálaflokkar sammála þeirri nálgun. Lýðræði, samkennd, skilningur Fyrir ríflega tuttugu árum flutti ég mína jómfrúarræðu með öran hjartslátt, komin átta mánuði á leið. Ekki einungis gætti titrings vegna þeirra forréttinda að vera kosin af fólkinu til setu á Alþingi heldur voru þetta spennandi tímar. Breytingar á stjórnarskrá voru til umræðu en þær tóku meðal annars til kjördæmaskipunar og jafnara atkvæðavægis. Þótt skref hafi verið tekin í rétta átt þá var engu að síður misvægi atkvæða við haldið. Og út á það óréttlæti gekk mín stutta ræða. Misvægi atkvæða getur ekki og má ekki vera skiptimynt á hinu pólitíska sviði. Sama atkvæðavægi á að gilda á milli landsmanna hvar sem þeir búa á landinu. Þingmenn verði þingmenn allra landsmanna. Slíkt eykur samkennd, skilning, samstarf og yfirsýn og ýtir undir að þingmenn vinni að samkeppnishæfara Íslandi í baráttu alþjóðasamfélagsins um lífsgæði, framfarir og ekki síst fólkið okkar. Í þeirri samkeppni er lykilatriði að Ísland sé allt undir og við þingmenn nálgumst málin með heildina í huga. Misvægi atkvæða og kjördæmaskiptingin er úrelt. Sagan sýnir að hún hefur frekar dregið taum sérhagsmuna en hagsmuna heildarinnar. Allir einstaklingar, sama hvaða hópi þeir tilheyra verða að hafa jafna möguleika til að kjósa og vera sjálfir kjörnir. „Jafnræði þegnanna til að hafa pólitísk áhrif er meðal grundvallaratriða lýðræðisins og borgaralegra réttinda,“ sagði í skýrslu sem unnin var fyrir stjórnlaganefnd um jafnt vægi atkvæða. Þessu er erfitt að andmæla. Mismunandi vægi atkvæða eftir kjördæmum má líkja við það að vernd eignarréttinda væri ólík milli kjördæma. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn myndi sætta sig við það. Með sömu rökum ætti enginn að sætta sig við búsetubundna mismunun á atkvæði sínu. Heildarendurskoðun og forgangsröðun Í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs og nú í niðurstöðum viðhorfskönnunar Félagsvísindastofnunar kom fram að það er eindreginn vilji þjóðarinnar að endurskoða það ranglæti sem felst í misvægi atkvæða. Við formenn stjórnmálaflokkana verðum að taka afstöðu til þess hvort ekki sé rétt að taka forgangsröðun stjórnarskrárvinnunnar til endurskoðunar en jafnt atkvæðavægi er látið bíða til næsta kjörtímabils. Sú biðstaða er ankannaleg þegar með sanngirni er rýnt í gögn sem sýna eindreginn vilja þjóðarinnar í þessum efnum. Hún vill jafnt atkvæðavægi, eins og nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð njóta. Höfum í huga að atkvæðisrétturinn sjálfur, um einn einstakling eitt atkvæði, er grunnurinn að lýðræðinu. Sagan og pólitísk hrossakaup geta ekki lengur réttlætt viðhald þessarar misskiptingar í atkvæðavægi. Tjáningarfrelsið, rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar og önnur mannréttindi eru jöfn og algild án tillits til þess hvar á landinu þú átt lögheimili. Það sama á að gilda um kosningaréttinn. Það var afstaða taugaspenntrar konu í jómfrúarræðunni hennar fyrir rúmum tveimur áratugum og það er afstaða hennar enn í dag. Einn einstaklingur – eitt atkvæði. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun