Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2019 12:14 Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra. Vísir/Vilhelm Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. Lengi hefur legið fyrir að stækka þurfi flughlaðið á Akureyrarflugvelli og stækka flugstöðina þar sem og á Egilsstöðum þannig að þessir flugvellir geti sinnt hlutverki sínu til fulls sem varaflugvellir í millilandaflugi. Þá stendur aðstaðan á Akureyrarflugvelli uppbyggingu alþjóðlegrar ferðaþjónustu á Norðurlandi fyrir þrifum. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir þessa uppbyggingu ekki þola lengri bið. Ákveðnar lausnir hafi verið í samgönguáætlun sem kynnt var í febrúar og gerðu ráð fyrir gjaldtöku en þær séu ekki færar. Ekki sé hægt að leggja meiri álögur á flugstarfsemina. „Því verður að að nota væntanlega eitthvað af því viðbótarfjármagni sem verið er að setja í samgöngumálin til að hefja framkvæmdir við þetta sem allra fyrst,“ segir Jón. En ákveðið hefur verið að setja fjóra milljarða til viðbótar til samgöngubóta í þá samgönguáætlun sem nú er að koma til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd. Jón segir umsagnir öryggisnefndar íslenskra atvinnuflugmanna og fulltrúa flugfélaganna undirstrika hversu aðkallandi uppbygging þessara flugvalla sé. Það eigi reyndar einnig við um hafnir einnig sem setið hafi á hakanum undanfarin ár. „Það er talað um að leggja viðbótar akstursbraut við Egilsstaðaflugvöll þar sem hægt yrði að geyma flugvélar á ef til kæmi. Síðan að stækka flughlaðið og gera aðstöðuna á Akureyri sómasamlega til að Akureyrarflugvöllur geti sinnt þessu hlutverki,“ segir Jón. Jarðefni sem féll til við gerð Vaðlaheiðarganga hefur verið ætlað til stækkunar flughlaðsins á Akureyrarflugvelli allt frá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Hvað hefur stoppað þetta þegar allir virðast vera sammála um að þetta sé nauðsynlegt? „það er nú bara eins og oft hefur komið fram að það eru auðvitað mjög stór verkefni fyrir framan okkur í samgöngumálum. Þetta er bara eitt af þeim. Fjármagninu hefur verið forgangsraðað kannski fyrst og fremst í mjög brýn samgönguverkefni í vegagerð,“ segir Jón Gunnarsson. Akureyri Alþingi Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. Lengi hefur legið fyrir að stækka þurfi flughlaðið á Akureyrarflugvelli og stækka flugstöðina þar sem og á Egilsstöðum þannig að þessir flugvellir geti sinnt hlutverki sínu til fulls sem varaflugvellir í millilandaflugi. Þá stendur aðstaðan á Akureyrarflugvelli uppbyggingu alþjóðlegrar ferðaþjónustu á Norðurlandi fyrir þrifum. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir þessa uppbyggingu ekki þola lengri bið. Ákveðnar lausnir hafi verið í samgönguáætlun sem kynnt var í febrúar og gerðu ráð fyrir gjaldtöku en þær séu ekki færar. Ekki sé hægt að leggja meiri álögur á flugstarfsemina. „Því verður að að nota væntanlega eitthvað af því viðbótarfjármagni sem verið er að setja í samgöngumálin til að hefja framkvæmdir við þetta sem allra fyrst,“ segir Jón. En ákveðið hefur verið að setja fjóra milljarða til viðbótar til samgöngubóta í þá samgönguáætlun sem nú er að koma til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd. Jón segir umsagnir öryggisnefndar íslenskra atvinnuflugmanna og fulltrúa flugfélaganna undirstrika hversu aðkallandi uppbygging þessara flugvalla sé. Það eigi reyndar einnig við um hafnir einnig sem setið hafi á hakanum undanfarin ár. „Það er talað um að leggja viðbótar akstursbraut við Egilsstaðaflugvöll þar sem hægt yrði að geyma flugvélar á ef til kæmi. Síðan að stækka flughlaðið og gera aðstöðuna á Akureyri sómasamlega til að Akureyrarflugvöllur geti sinnt þessu hlutverki,“ segir Jón. Jarðefni sem féll til við gerð Vaðlaheiðarganga hefur verið ætlað til stækkunar flughlaðsins á Akureyrarflugvelli allt frá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Hvað hefur stoppað þetta þegar allir virðast vera sammála um að þetta sé nauðsynlegt? „það er nú bara eins og oft hefur komið fram að það eru auðvitað mjög stór verkefni fyrir framan okkur í samgöngumálum. Þetta er bara eitt af þeim. Fjármagninu hefur verið forgangsraðað kannski fyrst og fremst í mjög brýn samgönguverkefni í vegagerð,“ segir Jón Gunnarsson.
Akureyri Alþingi Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira