Aron Kristjánsson er búinn að koma karlalandsliði Barein í handbolta á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári.
Í dag vann Barein Suður-Kóreu, 34-29, í hreinum úrslitaleik um Ólympíusæti. Bareinar hefndu þar með fyrir tapið fyrir Suður-Kóreumönnum, 30-31, í riðlakeppninni.
Það var eina tap strákanna hans Arons í undankeppni Ólympíuleikana í Asíu. Í undanúrslitunum unnu þeir frábæran sigur á sterku liði Katar, 28-26.
Þetta er í fyrsta sinn sem Barein vinnur sér sæti í handboltakeppni Ólympíuleikanna.
Það verða því allavega tveir íslenskir þjálfarar í karlaflokki í handbolta á Ólympíuleikunum í Tókýó. Dagur Sigurðsson þjálfar heimalið Japans.
Auk Barein og Japans eru Danmörk og Argentína komin með Ólympíusæti. Átta slík eru enn í boði.
Aron kom Barein á Ólympíuleikana
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn


„Erum í basli undir körfunni“
Körfubolti

Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti



Finnur Freyr framlengdi til 2028
Körfubolti

„Það erfiðasta er ennþá eftir“
Körfubolti

Fleiri fréttir
