Hver viðvörunin á fætur annarri Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2019 23:24 Hríðin er þegar farin að ágerast Vísir/vilhelm Útlit er fyrir „hundleiðinlegt“ hríðarveður um norðan- og austanvert landið í nótt og á morgun, að sögn veðurfræðings. Þá ganga viðvaranirnar í bylgjum á Suðausturlandi en tvær gular taka gildi landshlutanum á morgun, ein fyrir hádegi og önnur um kvöldið.Gul viðvörun vegna hvassrar norðanáttar og snjókomu tók gildi á Austurlandi nú í kvöld og gildir fram eftir degi á morgun. Sambærilegar viðvaranir taka svo gildi hver af annarri á Austfjörðum, Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra. Búist er við nánast samfelldri snjókomu í áðurnefndum landshlutum. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hríðin sé þegar byrjuð að ágerast víða en versta snjókoman verði líklega um norðan- og austanvert landið á milli klukkan 12 og 16 á morgun. „Það er útlit fyrir að verði skafrenningur, mjög lítið skyggni og mikil snjókoma. Þannig að það er lítið ferðaveður þarna á milli landshluta. Það stefnir í hundleiðinlegt veður og vind upp í 25 metra á sekúndu,“ segir Birta. Á Suðausturlandi er svo útlit fyrir storm í fyrramálið og aftur með kvöldinu. Því beri að fara varlega, hyggi fólk á ferðalög. „Þetta eru svona tvær bylgjur sem koma þar,“ segir Birta. „Þarna verður norðanátt, alveg 25 metrar á sekúndu í stöðugum vindi og hviður yfir 40 jafnvel. Þannig að það er mikið átak á bíla.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Minnkandi norðanátt, 8-15 m/s um kvöldið, en hægari V-lands. Dálítil él, en léttskýjað S- og V-til. Frost 0 til 6 stig að deginum.Á laugardag (fyrsti vetrardagur):Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él í fyrstu NA- og A-til. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.Á sunnudag og mánudag:Norðvestlæg átt 5-13 m/s, bjart með köflum og hiti 0 til 5 stig við V-ströndina. Bjartviðri um austanvert landið og frost 0 til 6 stig.Á þriðjudag og miðvikudag:Útlit fyrir vestanátt og vætu með köflum N- og V-til, annars þurrt. Hiti 0 til 7 stig. Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Útlit er fyrir „hundleiðinlegt“ hríðarveður um norðan- og austanvert landið í nótt og á morgun, að sögn veðurfræðings. Þá ganga viðvaranirnar í bylgjum á Suðausturlandi en tvær gular taka gildi landshlutanum á morgun, ein fyrir hádegi og önnur um kvöldið.Gul viðvörun vegna hvassrar norðanáttar og snjókomu tók gildi á Austurlandi nú í kvöld og gildir fram eftir degi á morgun. Sambærilegar viðvaranir taka svo gildi hver af annarri á Austfjörðum, Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra. Búist er við nánast samfelldri snjókomu í áðurnefndum landshlutum. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hríðin sé þegar byrjuð að ágerast víða en versta snjókoman verði líklega um norðan- og austanvert landið á milli klukkan 12 og 16 á morgun. „Það er útlit fyrir að verði skafrenningur, mjög lítið skyggni og mikil snjókoma. Þannig að það er lítið ferðaveður þarna á milli landshluta. Það stefnir í hundleiðinlegt veður og vind upp í 25 metra á sekúndu,“ segir Birta. Á Suðausturlandi er svo útlit fyrir storm í fyrramálið og aftur með kvöldinu. Því beri að fara varlega, hyggi fólk á ferðalög. „Þetta eru svona tvær bylgjur sem koma þar,“ segir Birta. „Þarna verður norðanátt, alveg 25 metrar á sekúndu í stöðugum vindi og hviður yfir 40 jafnvel. Þannig að það er mikið átak á bíla.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Minnkandi norðanátt, 8-15 m/s um kvöldið, en hægari V-lands. Dálítil él, en léttskýjað S- og V-til. Frost 0 til 6 stig að deginum.Á laugardag (fyrsti vetrardagur):Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él í fyrstu NA- og A-til. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.Á sunnudag og mánudag:Norðvestlæg átt 5-13 m/s, bjart með köflum og hiti 0 til 5 stig við V-ströndina. Bjartviðri um austanvert landið og frost 0 til 6 stig.Á þriðjudag og miðvikudag:Útlit fyrir vestanátt og vætu með köflum N- og V-til, annars þurrt. Hiti 0 til 7 stig.
Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira