Þriðjungi færri stjórnarfrumvörp komin til þingsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2019 19:45 Þriðjungi færri stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fyrir á Alþingi í ár en á sama tíma í fyrra. Þá hafa ráðherrar aðeins mælt fyrir þriðjungi þeirra mála sem ættu að vera fram komin samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Í þingmálaskrá eru settir fram mánuðir til viðmiðunar um hvenær ráðherrar hyggjast leggja mál sín fram á Alþingi. Alls eru sextíu frumvörp á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar áætluð í september og október á þessum þingvetri en aðeins 20 hafa verið lögð fyrir þingið. Meðal þeirra mála sem enn eru ekki fram komin eru frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla, frumvarp forsætisráðherra um vernd uppljóstrara, frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum og frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými svo fátt eitt sé nefnt.Sjá einnig: Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpiðÞað sem af er þessum þingvetri hefur fjármála- og efnahagsráðherra lagt fram sjö frumvörp af tuttugu og tveimur sem í þingmálaskrá var miðað við að kæmu fram í september eða október. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur mælt fyrir fjórum frumvörpum af sjö samkvæmt þingmálaskrá, dómsmálaráðherra fyrir þremur af sjö og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrir tveimur af fimm. Frá forsætisráðherra, utanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra er komið eitt mál til þingsins frá hverjum ráðherra en engin mál frá umhverfis- og auðlindaráðherra, heilbrigðisráðherra og félags- og barnamálaráðherra. Þess má geta að frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var kynnt í ríkisstjórn í vikunni.Grafið sýnir þann fjölda stjórnarfrumvarpa hvers ráðherra sem þegar eru komin til þingsins samanborið við þann fjölda frumvarpa sem miðað var við að útbýtt yrði á Alþingi í september og október.Vísir/HafsteinnÞað sem af er þessum þingvetri hafa alls 20 stjórnarfrumvörp komið til kasta Alþingis, en þau voru 31 á sama tíma í fyrra. Meðal þess sem kann að skýra hvað tefur það að mál rati til þingsins er álag innan ráðuneytanna og fjöldi verkefna þar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Í öðrum tilfellum kann að vera uppi pólitískur ágreiningur um einstök mál sem tefja kann framgang þeirra. Engir þingfundir hafa farið fram í þessari viku en ætla má að strax í næstu viku taki fleiri mál að rata inn til þingsins. Tekið skal fram að tölurnar sem hér um ræðir ná aðeins yfir lagafrumvörp ráðherra en ekki þingsályktunartillögur eða þingmannamál. Þá er ekki er óvanalegt að þingmálaskrá standist ekki alltaf sett viðmið. Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Vinstri græn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þriðjungi færri stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fyrir á Alþingi í ár en á sama tíma í fyrra. Þá hafa ráðherrar aðeins mælt fyrir þriðjungi þeirra mála sem ættu að vera fram komin samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Í þingmálaskrá eru settir fram mánuðir til viðmiðunar um hvenær ráðherrar hyggjast leggja mál sín fram á Alþingi. Alls eru sextíu frumvörp á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar áætluð í september og október á þessum þingvetri en aðeins 20 hafa verið lögð fyrir þingið. Meðal þeirra mála sem enn eru ekki fram komin eru frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla, frumvarp forsætisráðherra um vernd uppljóstrara, frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum og frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými svo fátt eitt sé nefnt.Sjá einnig: Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpiðÞað sem af er þessum þingvetri hefur fjármála- og efnahagsráðherra lagt fram sjö frumvörp af tuttugu og tveimur sem í þingmálaskrá var miðað við að kæmu fram í september eða október. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur mælt fyrir fjórum frumvörpum af sjö samkvæmt þingmálaskrá, dómsmálaráðherra fyrir þremur af sjö og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrir tveimur af fimm. Frá forsætisráðherra, utanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra er komið eitt mál til þingsins frá hverjum ráðherra en engin mál frá umhverfis- og auðlindaráðherra, heilbrigðisráðherra og félags- og barnamálaráðherra. Þess má geta að frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var kynnt í ríkisstjórn í vikunni.Grafið sýnir þann fjölda stjórnarfrumvarpa hvers ráðherra sem þegar eru komin til þingsins samanborið við þann fjölda frumvarpa sem miðað var við að útbýtt yrði á Alþingi í september og október.Vísir/HafsteinnÞað sem af er þessum þingvetri hafa alls 20 stjórnarfrumvörp komið til kasta Alþingis, en þau voru 31 á sama tíma í fyrra. Meðal þess sem kann að skýra hvað tefur það að mál rati til þingsins er álag innan ráðuneytanna og fjöldi verkefna þar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Í öðrum tilfellum kann að vera uppi pólitískur ágreiningur um einstök mál sem tefja kann framgang þeirra. Engir þingfundir hafa farið fram í þessari viku en ætla má að strax í næstu viku taki fleiri mál að rata inn til þingsins. Tekið skal fram að tölurnar sem hér um ræðir ná aðeins yfir lagafrumvörp ráðherra en ekki þingsályktunartillögur eða þingmannamál. Þá er ekki er óvanalegt að þingmálaskrá standist ekki alltaf sett viðmið.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Vinstri græn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira