Hátt settur starfsmaður Instagram bjargaði Audda úr klóm hakkara Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2019 12:30 Auðunn Blöndal og Ríkharður Óskar Guðnason á haustkynningu Stöðvar 2 á dögunum. Vísir/daníel þór Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal lenti í því í vikunni að Instagram-reikningur hans var hakkaður en hann ræddi um málið í Brennslunni á FM957 í gær. „Reikningum var í rauninni bara stolið og það er ekki þægileg tilfinning,“ segir Auddi sem er með yfir 35 þúsund fylgjendur á miðlinum.„Ég get alveg viðurkennt fyrir hlustendum að ég varð alveg hvítur í framan. Ég vaknaði um morguninn og fer ekkert beint á Instagram. Síðan kíki ég þegar ég er mættur í vinnuna og þá kom bara eins og ég hafi verið skráður út. Síðan þegar ég reyni að skrá mig inn kemur bara nýr reikningur, Blöndal Auðunn og ég ekki að elta neinn og enginn að elta mig. Þetta var það vel gert hjá þessum hakkara að hann eyddi mínum reikningi og bjó til nýjan fyrir mig.“ Auðunn segist hafa farið beint til þeirra sem starfa hjá tölvudeild Vodafone. „Þeir voru með mér í svona þrjá tíma. Þetta var ekki eins og ég og pabbi hefðum verið í þessu. Hann var búinn að breyta tölvupóstfanginu á Instagraminu, breyta nafninu og henda út öllum myndum þannig að þetta var mjög steikt.“ Hann segir að það hafi verið mjög erfitt að átta sig á því hvert hann ætti að snúa sér. „Maður er gjörsamlega varnarlaus og ég var búinn að hafa samband við nokkra út í bæ. Þetta hefði tekið mun lengri tíma en konan mín þekkir einstakling úti í New York sem þekkir einstakling sem er hátt settur hjá Instagram. Það var það sem bjargaði þessu, því þá var hægt að tala við einhvern í síma,“ segir Auðunn en kærasta hans er Rakel Þormarsdóttir og eiga þau von á sínu fyrsta barni á næstunni.Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Netöryggi Samfélagsmiðlar Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal lenti í því í vikunni að Instagram-reikningur hans var hakkaður en hann ræddi um málið í Brennslunni á FM957 í gær. „Reikningum var í rauninni bara stolið og það er ekki þægileg tilfinning,“ segir Auddi sem er með yfir 35 þúsund fylgjendur á miðlinum.„Ég get alveg viðurkennt fyrir hlustendum að ég varð alveg hvítur í framan. Ég vaknaði um morguninn og fer ekkert beint á Instagram. Síðan kíki ég þegar ég er mættur í vinnuna og þá kom bara eins og ég hafi verið skráður út. Síðan þegar ég reyni að skrá mig inn kemur bara nýr reikningur, Blöndal Auðunn og ég ekki að elta neinn og enginn að elta mig. Þetta var það vel gert hjá þessum hakkara að hann eyddi mínum reikningi og bjó til nýjan fyrir mig.“ Auðunn segist hafa farið beint til þeirra sem starfa hjá tölvudeild Vodafone. „Þeir voru með mér í svona þrjá tíma. Þetta var ekki eins og ég og pabbi hefðum verið í þessu. Hann var búinn að breyta tölvupóstfanginu á Instagraminu, breyta nafninu og henda út öllum myndum þannig að þetta var mjög steikt.“ Hann segir að það hafi verið mjög erfitt að átta sig á því hvert hann ætti að snúa sér. „Maður er gjörsamlega varnarlaus og ég var búinn að hafa samband við nokkra út í bæ. Þetta hefði tekið mun lengri tíma en konan mín þekkir einstakling úti í New York sem þekkir einstakling sem er hátt settur hjá Instagram. Það var það sem bjargaði þessu, því þá var hægt að tala við einhvern í síma,“ segir Auðunn en kærasta hans er Rakel Þormarsdóttir og eiga þau von á sínu fyrsta barni á næstunni.Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Netöryggi Samfélagsmiðlar Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira