Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2019 07:39 Barr (t.h.) hefur verið tryggur Trump forseta. Hann var meðal annars sakaður um að spinna niðurstöðu Mueller-skýrslunnar svonefndu. Hann féllst þó ekki á að gefa Trump forseta hreint sakarvottorð opinberlega vegna Úkraínumálsins nú. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti kom þeim skilaboðum til dómsmálaráðherra síns að hann héldi blaðamannafund og lýsti því opinberlega yfir að forsetinn hefði engin lög brotið í umdeildu símtali við forseta Úkraínu í sumar. Dómsmálaráðherrann er sagður hafa hafnað því.Washington Post segir að ráðgjafar Trump hafi borið William Barr, dómsmálaráðherra, skilaboðin. Eftir að Barr aðhafðist ekkert er forsetinn sagður hafa bryddað upp á því við ráðgjafa sína undanfarnar vikur með þeim orðum að hann óskaði þess að ráðherrann hefði haldið blaðamannafund til að styðja mál sitt. Beiðnin er sögð hafa átt sér stað í kringum 25. september um það leyti sem Hvíta húsið birti minnisblað um símtal Trump og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, sem hafði orðið uppljóstrara innan leyniþjónustunnar tilefni til að leggja inn formlega kvörtun vegna þess að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu. Í minnisblaði Hvíta hússins kom fram að Trump bað Zelenskíj ítrekað um að gera sér „greiða“ með því að rannsaka pólitíska andstæðinga hans. Símtalið og uppljóstranakvörtunin varð fulltrúadeild Bandaríkjaþings tilefni til að hefja formlega rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump. Nafn Barr bar á góma í símtali Trump og Zelenskíj. Bað Trump úkraínska forsetann um að vinna með Barr og Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni Trump, að rannsóknunum sem hann sóttist eftir. Dómsmálaráðuneytið hefur sagst koma af fjöllum um það. Þá er Barr sagður hafa komið því til skila að hann ætti ekki neina aðild að hverju því sem Trump forseti stæði í varðandi Úkraínu. Trump, sem hefur verið sakaður um að misbeita valdi sínu til að fá úkraínsk stjórnvöld til að gera sér persónulegan pólitískan greiða, hefur ítrekað lýst símtali sínu og Zelenskíj sem fullkomnu. Nokkrir háttsettir embættismenn í ríkisstjórn hans hafa þó nýlega borið vitni um að Trump hafi haldið eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu og fundi í Hvíta húsinu sem Úkraínumenn sóttust eftir til að þvinga þá til að fallast á að rannsaka pólitíska óvini hans. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48 Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45 Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kom þeim skilaboðum til dómsmálaráðherra síns að hann héldi blaðamannafund og lýsti því opinberlega yfir að forsetinn hefði engin lög brotið í umdeildu símtali við forseta Úkraínu í sumar. Dómsmálaráðherrann er sagður hafa hafnað því.Washington Post segir að ráðgjafar Trump hafi borið William Barr, dómsmálaráðherra, skilaboðin. Eftir að Barr aðhafðist ekkert er forsetinn sagður hafa bryddað upp á því við ráðgjafa sína undanfarnar vikur með þeim orðum að hann óskaði þess að ráðherrann hefði haldið blaðamannafund til að styðja mál sitt. Beiðnin er sögð hafa átt sér stað í kringum 25. september um það leyti sem Hvíta húsið birti minnisblað um símtal Trump og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, sem hafði orðið uppljóstrara innan leyniþjónustunnar tilefni til að leggja inn formlega kvörtun vegna þess að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu. Í minnisblaði Hvíta hússins kom fram að Trump bað Zelenskíj ítrekað um að gera sér „greiða“ með því að rannsaka pólitíska andstæðinga hans. Símtalið og uppljóstranakvörtunin varð fulltrúadeild Bandaríkjaþings tilefni til að hefja formlega rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump. Nafn Barr bar á góma í símtali Trump og Zelenskíj. Bað Trump úkraínska forsetann um að vinna með Barr og Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni Trump, að rannsóknunum sem hann sóttist eftir. Dómsmálaráðuneytið hefur sagst koma af fjöllum um það. Þá er Barr sagður hafa komið því til skila að hann ætti ekki neina aðild að hverju því sem Trump forseti stæði í varðandi Úkraínu. Trump, sem hefur verið sakaður um að misbeita valdi sínu til að fá úkraínsk stjórnvöld til að gera sér persónulegan pólitískan greiða, hefur ítrekað lýst símtali sínu og Zelenskíj sem fullkomnu. Nokkrir háttsettir embættismenn í ríkisstjórn hans hafa þó nýlega borið vitni um að Trump hafi haldið eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu og fundi í Hvíta húsinu sem Úkraínumenn sóttust eftir til að þvinga þá til að fallast á að rannsaka pólitíska óvini hans.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48 Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45 Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15
Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45
Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48
Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45
Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00