Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 16:43 Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. fréttablaðið/valli Hallgrímur Helgason, rithöfundur, krefst þess að dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og forstjóri Útlendingastofnunar segi af sér vegna meðferðar á albanskri konu sem var komin tæpar 36 vikur á leið þegar henni, tveggja ára dreng og maka hennar var vísað úr landi í nótt. Hallgrímur kemur óánægju sinni á framfæri í pistli sem hann birti á Facebook síðu sinni í dag sem hefur hlotið miklar undirtekir. Fréttastofa greindi frá því í dag landlæknir krefðist svara. Embætti landlæknis liti það alvarlegum augum að tekin hefði verið ákvörðun um brottvísun þvert gegn ráðleggingum fagfólks á Landspítalanu. Stjórnarmeðlimur félagasamtakanna Réttur barna á flótta, sem fylgdi konunni á Landspítalann í gærkvöldi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að byrjað hafi að blæða úr nefi konunnar í gærkvöldi og í kjölfarið var farið með hana á kvennadeild þar sem heilbrigðisstarfsfólk skrifaði upp á vottorð að hún væri ekki í standi til að fljúga. Hallgrímur segir stjórnvöld hafa brugðist í málinu og að ekki sé hægt að víkja sér undan ábyrgð. „Þetta var ykkar gjörð. Flestallir Íslendingar gráta athæfi ykkar og vilja ekki að svona sé farið með fólk á Íslandi. Og allir foreldrar vita hvernig það er að vera komnir upp á fæðingardeild eftir níu mánaða meðgöngu, þó ekki séu ríkislögregluljósin blikkandi á þá inn um gluggann,“ skrifar Hallgrímur. Meðferð stjórnvalda á hælisleitendum og flóttafólki hafi lengi verið til skammar. Þrátt fyrir allsnægtir sé hér á landi rekin „eins og danska skáldið sagði um sitt eigið land, fasíska útlendingapólitík, ómannúðlega og smásálarlega.“ Með þessu máli gangi stjórnvöld alveg fram af þjóðinni. „26 ára gömul albönsk kona sem komin er níu mánuði á leið er borin út eins og hér sé um að ræða einhverja nútíma tegund af útburði, þeim svarta bletti á sögu landsins. Þar sem þessi atburður mun standa í Íslandssögunni verður dómurinn yfir ábyrgðarfólki hans æði svartur,“ skrifar Hallgrímur. Það skjóti skökku við að þetta gerist á vakt tveggja ungra upplýstra kvenna í forsætis- og dómsmálaráðuneytinu. „Ábyrgðin er þó einkum hjá þessum þremur [dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar], en VG fólk hlýtur að hafa áttað sig á því loks nú að það situr með fallega klæddum fasistum við ríkisstjórnarborðið,“ segir Hallgrímur sem bætir við að lágmarkskrafa sé afsögn. „…og síðan á að senda fólk eins og skot út á eftir albönsku fjölskyldunni og sjá til þess að konan fái alla þá fæðingaraðstoð sem í boði er, hvar sem hún er niðurkomin, og fjölskyldunni verði svo boðið hingað um leið og færi gefst og gefinn ríkisborgararéttur,“ segir Hallgrímur. Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 „Þetta, herra forseti, er algjörlega óboðlegt, ómanneskjulegt og ég fordæmi þessi vinnubrögð“ Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin. 5. nóvember 2019 14:44 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Hallgrímur Helgason, rithöfundur, krefst þess að dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og forstjóri Útlendingastofnunar segi af sér vegna meðferðar á albanskri konu sem var komin tæpar 36 vikur á leið þegar henni, tveggja ára dreng og maka hennar var vísað úr landi í nótt. Hallgrímur kemur óánægju sinni á framfæri í pistli sem hann birti á Facebook síðu sinni í dag sem hefur hlotið miklar undirtekir. Fréttastofa greindi frá því í dag landlæknir krefðist svara. Embætti landlæknis liti það alvarlegum augum að tekin hefði verið ákvörðun um brottvísun þvert gegn ráðleggingum fagfólks á Landspítalanu. Stjórnarmeðlimur félagasamtakanna Réttur barna á flótta, sem fylgdi konunni á Landspítalann í gærkvöldi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að byrjað hafi að blæða úr nefi konunnar í gærkvöldi og í kjölfarið var farið með hana á kvennadeild þar sem heilbrigðisstarfsfólk skrifaði upp á vottorð að hún væri ekki í standi til að fljúga. Hallgrímur segir stjórnvöld hafa brugðist í málinu og að ekki sé hægt að víkja sér undan ábyrgð. „Þetta var ykkar gjörð. Flestallir Íslendingar gráta athæfi ykkar og vilja ekki að svona sé farið með fólk á Íslandi. Og allir foreldrar vita hvernig það er að vera komnir upp á fæðingardeild eftir níu mánaða meðgöngu, þó ekki séu ríkislögregluljósin blikkandi á þá inn um gluggann,“ skrifar Hallgrímur. Meðferð stjórnvalda á hælisleitendum og flóttafólki hafi lengi verið til skammar. Þrátt fyrir allsnægtir sé hér á landi rekin „eins og danska skáldið sagði um sitt eigið land, fasíska útlendingapólitík, ómannúðlega og smásálarlega.“ Með þessu máli gangi stjórnvöld alveg fram af þjóðinni. „26 ára gömul albönsk kona sem komin er níu mánuði á leið er borin út eins og hér sé um að ræða einhverja nútíma tegund af útburði, þeim svarta bletti á sögu landsins. Þar sem þessi atburður mun standa í Íslandssögunni verður dómurinn yfir ábyrgðarfólki hans æði svartur,“ skrifar Hallgrímur. Það skjóti skökku við að þetta gerist á vakt tveggja ungra upplýstra kvenna í forsætis- og dómsmálaráðuneytinu. „Ábyrgðin er þó einkum hjá þessum þremur [dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar], en VG fólk hlýtur að hafa áttað sig á því loks nú að það situr með fallega klæddum fasistum við ríkisstjórnarborðið,“ segir Hallgrímur sem bætir við að lágmarkskrafa sé afsögn. „…og síðan á að senda fólk eins og skot út á eftir albönsku fjölskyldunni og sjá til þess að konan fái alla þá fæðingaraðstoð sem í boði er, hvar sem hún er niðurkomin, og fjölskyldunni verði svo boðið hingað um leið og færi gefst og gefinn ríkisborgararéttur,“ segir Hallgrímur.
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 „Þetta, herra forseti, er algjörlega óboðlegt, ómanneskjulegt og ég fordæmi þessi vinnubrögð“ Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin. 5. nóvember 2019 14:44 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03
Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11
„Þetta, herra forseti, er algjörlega óboðlegt, ómanneskjulegt og ég fordæmi þessi vinnubrögð“ Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin. 5. nóvember 2019 14:44